Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 5

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 5
Árni Vilhjálmsson: Þjóðhagsreikningatölur og aðrar tölur um hagþróun áranna 1948 - 1958 í öðru hefti þessa rits, sem út kom í marz 1956, voru hirtar niðurstöðutölur úr þjóðhags- reikningum þeim, sem unnið hefur verið að í hagdeild Framkvæmdabankans. Náðu þær tölur fram til ársins 1954. Á því tímábili, sem síðan er liðið hefur hagdeildin látið innlendum og erlendum aðilum í té gögn um þessi mál, eftir óskum, sem borizt hafa og upplýsingar og úrvinnsla frumgagna hefur gert kleift. Hins vegar liefur síðan verið hlé á birtingu yfirlita yfir þjóðhagsreikninga. í sumar fékk bankinn tilmæli erlendis frá um upplýsingar varðandi þjóðarbúskapinn á tímabilinu 1948 til 1958, er skyldu vera í þeirri mynd að lrægt væri að nota þær í sam- bandi við gerð og prófun líkingakerfis fyrir þjóðarbúskapinn. Var Árni Vilhjálmsson, hag- fræðingur, er áður hafði unnið í hagfræðideild bankans, sérstaklega ráðinn til starfsins. Þykir rétt að birta niðurstöðutöfluna og greinargerð hans ftjrir tölunum. Taflan ásamt úrdrætti greinargerðarinnar er birt á erisku aftast í ritinu. Gerð þjóðhagsreikninga. Starfsemi þjóðarbúsins er lýst með tölum í svokölluðum þjóðhagsreikningum. í 1. og 2. tölublaði þessa rits voru fyrst birtar tölur úr þjóðhagsreikningum íslands. Á undanfömum árum hefur í Framkvæmdabankanum safnazt saman margvíslegt efni í þjóðhagsreikninga. Jafnframt hafa árlega verið gerðar tilraunir til þess að áætla nokkrar þýðingarmestu niður- stöðutölur þjóðhagsreikninga, nefnilega þjóð- arframleiðsluna, neyzlu og fjárfestingu. Við ítarlegri athuganir hafa eldri tölur sífellt orð- ið að þoka fyrir nýrri tölum. í sumar varð að ráði að kanna og nýta sem bezt það efni, sem fyrir lá. Eru niðurstöðutölurnar birtar í sérstakri töflu fyrir aftan þær skýringar, sem hér fara á eftir. Það á við um þessar tölur, eins og þær, sem áður hafa verið birtar, að þær ber að meðhöndla af fyllstu varúð. Þess er fyrst að gæta, að sumar töluraðimar eiga eftir að breytast, eftir að rækilegri rannsóknir hafa verið gerðar. Jafnframt er áríðandi, að þeir, sem hyggjast nota slíkar tölur, hafi hug- fast, hvað í þeim felst. Viðskipti innan þjóðarbúsins og viðskipti þess við önnur lönd eru flokkuð á reikninga eftir eðli viðskiptanna. Þannig verða þjóðhags- reikningar til. Meginvandamálin við gerð þeirra eru því tvenns konar. Annars vegar þarf að taka ákvörðun um, hvers konar reikninga og hversu marga skuli færa. Hitt meginvandamálið er fólgið í fram- kvæmd reikningshaldsins. Öflun upplýsinga kostar fé, og því rækilegri sem reikningamir eiga að vera, þeim mun dýrari verða rannsókn- imar. Mjög lítils hluta þeirra upplýsinga, sem til afnota eru við gerð þjóðhagsreikninga, hef- ur beinlínis verið aflað þeirra vegna. í flestum tilfellum hafa önnur sjónarmið ráðið, t. d. skattheimta, fjárfestingareftirlit, gjaldeyriseft- 3

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.