Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 13

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 13
BÚSKAPUR RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA dregnum útborguðum vinningum, sérleyfis- gjald o. fl. Uthliðin sýnir aftur á móti ráðstöfun á um- ráðafénu, sundurgreindu þannig, að hægt er að sjá hvaða aðilum það er greitt og til hverra nota. Hér er um að ræða kredithlið greiðslu- fjárreikninga. Eins og fram kemur í því, sem sagt er um innhliðina varðandi skattheimtu utan sjálfs ríkisreikningsins, eru hér færðar samsvarandi greiðslur á því fé til ýmissa aðila, og ber þar mest á útflutningsstyrkjum. Skýiinqai á flokkum innhliðai I. Sala fasteigna og skipa. Þær tölur, sem hér koma fyrir, eru aðallega frá eignabreyt- ingarreikningi í ríkisreikningnum. II. og III. Þessir flokkar eru ekki skráðir í innhlið. IV. Sala vöru og þjónustu. Tölurnar eru að mestu frá rekstrarreikningi ríkisins og eru eink- um tekjuliðir, sem dregnir hafa verið frá í gjaldahlið þess reiknings. Nokkur hluti af þess- um flokki er frá öðrum reikningum en ríkis- reikningi. Þar sem örðugt er um sundurliðun á hina ýmsu geira þjóðarbúskaparins, hefur sá kostur verið valinn að telja liðinn allan sölu vöru og þjónustu til atvinnulífsins. Þó er gerð sú undantekning að telja endurgreiðslu frá setuliðinu árið 1945 vegna viðhalds vega og vélaleigutekjur frá varnarliðinu árið 1954 hvort tveggja sem sölu til útlanda. V. Eignatekjur. Vaxtatekjurnar eru að veru- legu leyti frá rekstrarreikningi ríkisins, en nokkur hluti þeirra er þó frá reikningum stofn- ana., sem hér teljast til ríkisbúskaparins. Reikn- ingslegur hagnaður (+) eða halli (-h) á fyrir- tækjum í eigu ríkisins er færður eingöngu inn-megin á liðinn „Hreinar tekjur ríkisfyrir- tækja“. Með halla eru færð rekstrarframlög til ríkisfyrirtækja, sem á ríkisreikningi eru færð í gjaldahlið. Þannig hefur verið farið með framlög til rekstrar flugvalla og flughafna, skipaútgerðar, skógræktar og sandgræðslu o. fl. Hér eru þannig færðar nettótekjur allra fyr- irtækjanna til samans, en þessar nettótekjur eru oft neikvæðar. Ætlast er til, að efnahags- starfsemi þeirra verði gerð upp í viðkomandi greinum, svo sem verzlun, iðnaði, samgöngum o. fl., eftir því sem við á. VI. Skattar. Hér að framan hefur verið minnzt á það, að reynt hefur verið að ná inn i ríkisbúskapinn allri skattlagningu á vegum ríkisbúskaparins eins og hann er skilgreindur hér. Ekki er þörf á að fara mörgum orðum um hina einstöku skatta, þar talar taflan skýru máli. Undirliðurinn „stimpilgjöld o. fl.“ er einkum stimpilgjöld og aukatekjur samkvæmt tekju- hlið rekstrarreiknings og ýmis opinber þjón- ustugjöld, sem færð eru til frádráttar á 11. gr. B. í gjaldahlið rekstrarreikningsins. VII. Tilfærslur frá öðrum opinberum aðil- um. Tryggingarstofnunin greiðir vegna um- sýslu bæjarfógeta- og sýsluembætta. Sveitar- félögin greiða fyrir ýmsa umsýslu ríkisins, og er það í þeirra þágu. Má þar nefna framlag Reykjavíkur til skattstofunnar, svo og framlag Reykjavíkur til kirkjubygginga, en kirkjustarf- ræksla yfirleitt er tekin með í ríkisbúskapnum. VIII. Tilfærslur frá útlöndum. Hér er fært hið óafturkræfa framlag í sambandi við Mars- hall-aðstoðina og ýmsir smáliðir. IX. Gengishagnaður. í sambandi við gengis- breytinguna 1950 var viðskiptabönkunum gert að skila til ríkisins reikningslegum gengishagn- aði og 1951 kemur fram gengishagnaður á út- lánuðu mótvirðisfé efnahagsaðstoðar. X. Fjármagnshreyfingar. Þarf ekki skýringa við. Skýiingai á ílokkum úthliðai Flokkur I—III. Fjármunamyndun er hér færð á annan veg en á ríkisreikningnum. Þann ig eru ýmsir liðir á rekstrarreikningi ríkisins taldir hér til fjármunamyndunar, svo sem vega- og brúargerð. Framlög brúarsjóðs af benzín- skatti eru og talin til fjármunamyndunar.

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.