Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 16

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 16
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM slíka nettó útkomu fram, svo að sá kostur var tekinn að færa brúttó húsaleigutekjur hér. Ogerlegt er að gera sér fulla grein fyrir því, hverjir eru kaupendur þessarar vöru og þjón- ustu og hefur því sá kostur verið valinn að birta upphæðirnar óskiptar. V. Eignatekjur. Vaxtatekjur eru að sumu leyti taldar beint samkvæmt teknahlið, en einnig eru teknir stórir liðir úr gjaldahlið, vext- ir, sem færðir eru til frádráttar vaxtagjöldum, einkum í reikningum Reykjavíkurbæjar. Eru þeir þar færðir sem endurgreiðslur vaxta frá bæjarstofnunum og er litið svo á hér, að um sé að ræða bæjarstofnanir, sem hafa sérstakt bókhald og teljast í þessu kerfi til atvinnufyrir- tækja. Dráttarvextir eru taldir hér með. Hreinum tekjum fyrirtækja sveitarfélaga er skipt í heildartölur hreins hagnaðar og halla. Þetta hefur þó verið gert með nokkuð öðrum hætti en gert var til undirbúnings töflunni um ríkisbúskapinn. Liggur það í því, að hér er um mörg fyrirtæki að ræða í sömu atvinnugrein. Fyrirtæki þessi hafa verið færð saman í flokka, svo sem vatnsveitur, rafmagnsveitur, hafnir, bæjarútgerðir o. fl. Fyrir hvern þessara flokka er reiknuð hrein rekstrarútkoma. Heildartölur hagnaðar og halla mundu verða nokkrum mun hærri, og jafn miklu á hvora hlið, ef þessar heildartölur væru teknar eftir niðurstöðum einstakra fyrirtækja. Framlög ríkisins vegna fjármunamyndunar á þeim sviðum, sem hér flokkast undir fyrirtæki, svo sem byggingar hafna, eru að sjálfsögðu ekki talin til tekna þessara fyrirtækja. Með þau er farið sem tilfærslur frá ríki til sveitarfélaga. Tilsvarandi upphæðir koma í úthlið sem fjár- magnshreyfingar til fyrirtækjanna undir lið X 4, eignaaukning í bæjarfyrirtækjum. VI. Skattar. Óbeinir skattar. Þessi liður er nær eingöngu gjöld af fasteignum. Má þar nefna fasteignaskatt, fasteignagjöld, tekjur samkvæmt byggingarsamþykkt, afgjald af lóð- um og jörðum, ágóðahluti af brunatrygging- um o. fl. í eðli sínu er sumt af þessum tekjum ekki skattlagning og hefðu t. d. lóðarleigur fremur átt að koma undir eignatekjur. En vegna þess, að illmögulegt er að greina tekjur þessar í sundur, var tekinn sá kostur að telja þær í einu lagi undir þessum lið. Agóðahluti af brunatryggingum er endurgreiðsla af ágóða brunatryggingar fasteigna í viðkomandi sveit- arfélagi. Sú endurgreiðsla fer ekki til tryggj- endanna, heldur til sveitarfélaganna, og er því flokkuð hér undir skattlagningu. Skemmtanaleyfisgjöld eru liðir í þessum flokki. Er þar einkum um að ræða skattlagn- ingu kvikmyndareksturs. Beinir skattar. Útsvörin eru aðalupphæðin og er hún færð nettó, eins og inn kemur á hverju ári. Þá eru færðar undir þennan lið sektir og eignaupptaka, svo og tilfærslur frá einkaaðil- um, sem eingöngu eru gjafir. VII. Tilfærslur frá öðrum opinberum aðil- um. Hér er eingöngu um að ræða tilfærslu frá ríkinu til sveitarfélaganna. Má þar nefna stríðsgróðaskattshluta sveitarfélaganna, þátt- töku ríkisins í ýmsum rekstrarkostnaði og fram- lög til fjármunamyndunar. Er hér um öll rík- isframlög að ræða til búskapar sveitarfélag- anna, þar með talin framlög til hafnargerða og eftirgefinn skemmtanaskattur til kvik- myndahúsa í bæjarrekstri. X. Fjármagnshreyfingar. 1. Sala verðbréfa. Hér er um hverfandi lítil viðskipti að ræða. 2. Tekin lán. I sumum tilfellum er hægt að greina á milli fastra lána og lausaskulda, en víða er það ekki gerlegt. Auknar inneignir við- skiptamanna hjá sveitarfélögunum eru teknar hér með sem lántökur. Vel er hugsanlegt, að viðskiptamannareikningar séu að einhverju leyti notaðir um geymt fé innan geirans, t. d. þannig að fjárveiting, sem áætluð er til ein- hvers ákveðins verks, sé ekla notuð, en þó færð til gjalda á viðkomandi reikningslið og til geymslu á viðskiptamönnum. Slíkar færsl- ur er ekki hægt að sjá á reikningum og því 14

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.