Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 15

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 15
BÚSKAPUR RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Búskapur sveitarfélaganna 1945 — 1954 Úrvinnsla úr reikningum sveitarfélaganna hefur á margan hátt verið all erfið viðfangs og leiðir það til þess, að tölur og sundurlið- anir verða ekki eins nákvæmar og ella. Höfuð- erfiðleikarnir við að gera upp þennan þátt op- inbera geirans skapast af miklu ósamræmi í færslum og samsetningu liða í reikningum sveitarfélaganna, svo og vandkvæðum á að fá viðhlítandi gögn í hendur til úrvinnslu. Reikninga fyrir sum árin hefur alveg vantað, og stundum hafa reikningarnir ekki gefið full- nægjandi upplýsingar. Af þessum sökum hefur ekki verið hægt að komast hjá því að fylla í eyður með því að áætla tölur eða sundurliðun reikningsliða. Slík atriði hafa yfirleitt verið tekin hvert út af fyrir sig og þá stuðst við hlið- stæður önnur ár hjá viðkomandi sveitarfélagi eða samanburð við önnur sveitarfélög. Heimildir um rekstur Reykjavíkurbæjar yf- ir allt tímabilið eru glöggar og ná einnig til fyrirtækja bæjarins. Sama máli gegnir yfir- leitt um aðra kaupstaði, þótt þær heimildir nái ekki alltaf yfir rekstur fyrirtækja bæjanna. Hvað önnur sveitarfélög snertir gegnir nokkuð öðru máli. Gerð var tilraun til að fá reikninga stærri hreppsfélaga, en árangur af því var svo ófull- nægjandi, að ekki reyndust tök á að hagnýta þau gögn sem bárust. Var því horfið að því að nota úrvinnslu Hagstofu Islands úr reikn- ingum sveitarfélaga utan kaupstaðanna, en slíka úrvinnslu hefur Hagstofan gert fyrir árin 1952—1954, en tölur áranna 1945—1951 eru algerlega áætlaðar. Við þær áætlanir er byggt á hlutfalli á milli hreppsfélaga og kaupstaða utan Reykjavíkur, hvað heildarupphæð snertir, en innbyrðis skipting er miðuð við árin 1952— 1954. Inn í þessa reikninga hefur starfsemi sýslu- sjóðanna og sýsluvegasjóðanna verið tekin og hvað þá snertir mest byggt á áætlunum um upphæð og skiptingu. Við athugun þeirra talna, sem hér eru birt- ar, ber að hafa þetta í huga. Hins vegar má ganga út frá því, að meðfylgjandi töflur sýni allgóða heildarmynd af því, sem gerzt hefur í starfsemi sveitarfélaganna. Til samræmis við meðferð ríkisbúskaparins er reynt að miða allar tölur við raunverulegar inn- og útborganir varðandi starfsemina og eru t. d. útsvarstekjur ársins ákvarðaðar þann- ig: Útistandandi í ársbyrjun + álögð útsvör eftir leiðréttingar -f- niðurfelld útsvör — eft- irstöðvar í árslok. A þennan hátt hefur verið reynt að vinna, hins vegar er oft erfitt að gera sér af reikningunum grein fyrir hinum raun- verulegu peningastraumum. Það sem færist í gegnum viðskiptamannareikning, reiknast með í kaupum á hverju ári og samsvarandi kröfur viðskiptamanna sem lántökur. I þessu sambandi má benda á, að nauðsyn- legt er að samræma bókhald sveitarfélaga og haga flokkun nokkuð á annan veg en nú er gert, til þess að hægt sé að taka saman ná- kvæmar heildartölur þessa geira í framtíðinni. Þar að auki mundi sparast mikil vinna við úr- vinnslu úr reikningum sveitarfélaganna. Hins vegar ætti slík samræming engan kostnaðar- auka að hafa í för með sér fyrir sveitarfélögin sjálf. Skýringar á flokkum innhliðar I. Kaup fasteigna. í þessum flokki eru ein- göngu kaup á fasteignum, húsum, lóðum og löndum. IV. Sala vöru og þjónustu. Hér er meðtalin móttekin húsaleiga brúttó, en með útleigt hús- næði ætti yfirleitt að fara sem fyrirtæki, og nettóhagnaður þeirra, eða halli, að bókast und- ir flokk V. En ekki hefur verið hægt að fá 13

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.