Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 18
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
ið tekinn að skipta þeim að jöfnu á milli launa
og kaupa á vöru og þjónustu.
Varðandi kaup vöru og þjónustu má bæta
því við, að undir þann flokk falla kaup vöru,
þótt hún sé nokkuð varanleg, eins og t. d.
ýmis áhalda- og tækjakaup, enda þótt sumt
af því sé eignfært hjá sveitarfélögunum.
V. Vextir. Vaxtagjöld eru ekki sundurliðuð
eftir því, hvort skuldir eru erlendar eða inn-
lendar. Vextir af erlendum skuldum munu þó
hverfandi, svo að ekki stafar nein teljandi
ónákvæmni af þessu.
VI. Tilfærslur til atvinnulífsins og heimila.
Hér er um ýmis framlög að ræða til atvinnu-
lífsins og heimilanna. Framlögin til atvinnu-
lífsins eru til annarra en bæjarfyrirtækja, en
oft er óljóst og jafnvel ekkert tekið fram um
sumar upphæðirnar, hverjir eru móttakendur.
Flokkunin er því ekki örugg. Þá er mjög
ógreinilegt í sumum tilvikum, hvort framlögin
eru til landbúnaðar, sjávarútvegs, eða annars
atvinnureksturs. Mörkin verða því fremur
óglögg. Sama má segja um framlög til ýmissa
samtaka, en reynt hefur verið að takmarka
þann flokk við það, að ekki væri um atvinnu-
rekstur að ræða.
Tilfærslur til heimila er nokkuð hreinn lið-
ur, því að nær eingöngu er um að ræða bein
framlög til framfærslumála, einnig eftirlaun
o. fl., en það eru hverfandi litlar upphæðir.
VII. Tilfærslur til annarra opinberra aðila.
Tilfærslur til annarra opinberra aðila eru í
fyrsta lagi til almannatrygginga, og falla und-
ir þann lið allar greiðslur sveitarfélaganna
vegna almannatrygginga, svo og framlög til
sjúkrasamlaga og eftirlaunasjóða. Þá eru hér
færð öll framlög til reksturs heilbrigðisstofn-
ana.
Tilfærslur frá sveitarfélögum til ríkis eru
mjög litlar. Þar ber mest á framlögum Reykja-
víkur til byggingar kirkna, en þær eru taldar
undir ríkisbúskapinn.
Skattar til ríkisins er smáupphæð og vafa-
laust ekki nákvæm, vegna þess að víða eru
ósundurliðaðir þeir liðir, sem innifela slíka
skattgreiðslu.
VIII. Tilfærslur til útlanda. Lítið fellur und-
ir þennan lið.
IX. Gengistap. I reikningum sveitarfélag-
anna kemur ekkert fram um gengistap.
X. Fjármagnshreyfingar. 1. Kaup verðbréfa.
Ekki er að fullu hægt að átta sig á hvers kon-
ar verðbréf er um að ræða. Geta það verið
ríkistryggð bréf, skuldabréf, hlutabréf o. fl.
2. Afborganir lána. Afborganir eru eingöngu
taldar vera af innlendum lánum í samræmi
við það sem sagt er um vexti. Hér eru í einu
lagi færðar afborganir, hvort sem þær eru af
föstum lánum eða lausum og einnig lækkun
skulda á viðskiptamannareikningi.
3. Veitt lán. Veitt lán eru bæði föst og til
skamms tíma eins og t. d. skuldaaukning við-
skiptamanna. Hér undir falla ekki eftirstöðv-
ar vegna útsvara og þess háttar. Hverjir fá
þessi lán er í flestum tilfellum ekki skráð í
þeim gögnum, sem bankinn hefur haft til úr-
vinnslu, svo að erfitt er að flokka þau eftir
því, hvort þau hafa verið veitt bæjarfyrirtækj-
um eða öðrum aðilum.
4. Eignaaukning í bæjarfyrirtækjum. Hér er
eingöngu um að ræða nettó eignaaukningu í
fyrirtækjunum, sem myndast af þeirra eigin
tekjum, svo og af stofnframlögum sveitarfélag-
anna.
5. Tilfærslur til lánastofnana. Hér eru ein-
göngu lögboðin framlög sveitarfélaganna til
byggingarsjóðs kaupstaða og kauptúna.
6. Hækkun sjóða. Hér á að vera um að ræða
aukningu á handbæru fé eða aukningu inn-
stæðna í peningastofnunum. Þó getur verið
hér um að ræða vafasamar tölur, en þær munu
þá vera litlar upphæðir, sem ekki hafa veru-
lega þýðingu. í sambandi við lið þennan skal
þess getið, að framlög til Bjargráðasjóðs eru
hér talin til sjóðsaukingar, en sjóðurinn er tal-
inn í þessari uppstillingu eign sveitarfélag-
anna.