Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 7
ÞJÓÐHAGSREIKNINGATÖLUR 1948-1958
Hlaut þá að koma í lj'ós, að einkaneyzlan hefur
verið vanmetin undanfarin ár. Þar sem beinar
neyzlutölur fyrir önnur ár eru enn ekki til,
hefur orðið að fara aðra leið við áætlun einka-
neyzlunnar fyrir þau ár. Varð að ráði að
byggj'a upp töluröð fyrir einkaneyzlu á grund-
velli úrtaksathugana á atvinnutekj'um í kaup-
stöðum og stærri kauptúnum, og þeirra talna
sem tilfærðar eru í yfirlitstöflunni um fjölda
vinnandi fólks. Samanburður við norsku þjóð-
hagsreikningana sýnir, að skekkjan við þessa
aðferð getur ekki orðið mikil. En eins og gef-
ur að skilja, má hér ekki láta staðar numið.
Þessi aðferð er óviðunandi, enda þótt hinar
réttu niðurstöður væru ekki fjarri þeim, sem
hér koma fram. Endanlegar neyzlutölur munu
sennilega sýna minni sveiflur.
Með opinberri neyzlu er átt við kaup
stjórnarvalda á vöru og þjónustu til rekstrar,
s. s. útgjöld til löggæzlu, kennslumála o. s. frv.
Við uppgjör opinberrar neyzlu er við tvö meg-
invandamál að etja. Annars vegar getur verið
erfitt að greina á milli einkaneyzlu og neyzlu
stjórnarvalda. Hins vegar getur verið vandi
að draga mörkin milli neyzlu sjórnarvalda og
taps stofnana eða fyrirtækja, sem rekin eru
fyrir reikning opinberra aðila. Fyrsta skrefið
í þá átt að leysa síðara vandamálið er að sjálf-
sögðu að skýrgreina nógu nákvæmlega, hverja
þætti í starfsemi hins opinbera sé eðlilegast að
telja til fyrirtækja, sem séu þá í þjóðhagsreikn-
ingunum gerð sömu skil og venjulegum einka-
fyrirtækjum. Nettógjöld einhverrar tiltekinnar
starfsemi, t. d. skólahalds eða hafnarreksturs,
mundi koma til viðbótar útgjöldum hins opin-
bera til neyzlu, ef stofnunin, sem stendur á bak
við starfsemina, væri ekki talin til fyrirtækja.
Tap (eða ágóði) fyrirtækja er hins vegar óvið-
komandi uppgjöri neyzlunnar. Getur þess
vegna mikið oltið á því, hvemig hugtakið fyr-
irtæki er skýrgreint.
Fyrra vandamálið, sem getið var að ofan,
stafar af því, að kaup vöru og þjónustu em
oft færð til gjalda hjá öðmm aðilanum, enda
þótt hinn aðilinn hafi lagt fram hluta fjár-
ins til kaupanna, eða jafnvel það allt. Er þá
gjarnan lagt til, að kaupin skuli færð til gjalda
hjá þeim aðila, sem hefur fmmkvæði að því
að ákveða hæð þessara tegunda útgjalda. —
Þannig eru hér öll útgjöld sjúkrasamlaga talin
til opinberrar neyzlu. Á sama hátt er farið,
með hina svohölluðu ríkisframfærslu.
Tiltölulega góðar frumupplýsingar liggja
fyrir um starfsemi opinberra aðila, og hafa þær
verið teknar saman á skipulegan hátt. En
vegna þess að vafi getur leikið á, hvernig skyn-
samlegast sé að skýrgreina opinbera neyzlu,
er alls ekki víst, að tölur þær, sem hér eru
fram taldar, verði hinar sömu og þær, sem
réttastar verða taldar síðar.
Um fjármunamyndunina hafa oft áður ver-
ið birtar tölur í þessu riti. Hefur mikil áherzla
verið á það lögð í Framkvæmdabankanum að
áætla fjármunamyndunina í hinum einstöku
flokkum allt aftur til 1945. Tölur þær, sem áð-
ur hafa verið birtar um tímabilið fyrir 1954,
hafa ekki verið eins vel undirbúnar og þær
tölur, sem hér eru settar fram. Uppgjör fjár-
munamyndunarinnar er háð ýmsum erfiðleik-
um. Eitt meginvandamálið er að taka ákvörð-
un um mörkin milli kaupa á vörum til rekstrar
og til fjárfestingar. Þetta vandamál þekkja all-
ir, sem fást við rekstur fyrirtækja. í erlendum
uppskriftum að þjóðhagsreikningum er oft
mælt með því að telja til fjármunamyndunar
þær vörur, sem ætlað er lengra æviskeið en
eitt ár. Sums staðar, t. d. í Noregi, eru við-
gerðir og viðhald tekin með í fjármunamynd-
uninni. Rýrnun fjármunanna vegna slits og
úreldingar mundi þá vera talin meiri heldur
en hún væri, ef viðhald og viðgerðir væru
ekki talin með. íslenzku tölurnar ná aðeins
yfir nýja fjármunamyndun, en ekki viðhald
og viðgerðir. Sennilega eru þær ekki nógu
yfirgripsmiklar. í þeim yfirlitum um fjármuna-
myndunina, sem svo oft hafa verið birt, sést,
hvernig fjármunamyndunin er samsett eftir at-
vinnugreinum. Allar bifreiðir aðrar en fólks-
5