Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 12
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 1. Búskapur ríkisins Upplýsingar um búskap ríkisins er fyrst og fremst að finna í ríkisreikningnum, en til við- bótar hafa verið fengnar upplýsingar um ýmsa starfsemi, sem hefur þótt rétt að flokka undir þennan geira, og er þess getið nánar í með- fylgjandi töflu og skýringum á einstökum lið- um hennar. 2. Búskapur sveitaríélaga Upplýsingar um þennan geira er að lang- mestu leyti að finna í reikningum sveitarfélag- anna, og hér er starfsemi sýslufélaganna talin með. 3. Almannatryggingar Undir þennan geira falla almannatrygging- ar, sjúkrasamlög, lífeyrissjóðir o. fl. Þá hafa tilfærslur frá geirum 1 og 2 til sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana verið fluttar til þessa geira til úrvinnslu síðar. Búskapur ríkisins 1945 — 1954 Báðum hliðum, innhlið og úthlið, meðfylgj- andi reikninga yfir ríkisbúskapinn er skipt í aðalflokka, sem merktir eru I til X. Aðalflokk- arnir eru færri í innhliðinni, en bera tölu- merkingu í samræmi við flokka úthliðarinnar. Flokkarnir I—III varða breytingar á fjár- munum ríkisbúskaparins. Flokkamir IV og V varða viðskipti ríkisins við atvinnufyrirtæki, heimili og útlönd. Flokkarnir VI—IX varða tilfærslur milli rík- isins og annarra geira þjóðarbúskaparins. I þessu sambandi þykir ástæða til að benda á, að orðin „viðskipti“ og „tilfærslur" eru not- uð í sérstökum þjóðhagsreikningslegum skiln- ingi. Viðskipti eru talin eiga sér stað þeg- ar skipt hefur verið á verðmætum, ríkisbú- skapurinn fær eða afhendir vöru eða þjónustu gegn greiðslu. Um tilfærslur er talað, þegar ríkisbúskapurinn fær greiðslu, t. d. skatta án þess að veita nánar tiltekna þjónustu (eða vöru) í þess stað, eða þegar einhverjum aðila er greitt án sérstaks mótvirðis. Loks varðar X. flokkur kröfubreytingar gagnvart öðrum geimm þjóðarbúskaparins. Hér er um „tilfærslur" að ræða í þeim skiln- ingi, að vöru- eða þjónustuframlag kemur ekki á móti greiðslu, en hins vegar fær ríkið eða af- hendir kröfuréttindi á aðra geira. Hrein eign ríkisins breytist því ekki við þessar færslur. Þessir reikningar eru færðir þannig, að inn- hliðin segir til um það fé, sem komið hefur til ráðstöfunar á ári hverju, og er það, eins og áður er sagt, flokkað eftir því, hvers eðlis tekjurnar eru og hvaðan runnar. Innhliðin er því debetfærsla í sjóð eða greiðslufjárreikn- inga almennt, samkvæmt almennum bókhalds- reglum. í innhlið hefur verið reynt að ná til allrar skattlagningar, sem ekki tilheyrir öðrum geir- um búskapar hins opinbera. Helztu upplýs- ingarnar er, eins og fyrr segir, að sækja í ríkis- reikninginn. Allmikil skattlagning er þó ekki færð á rekstrarreikning ríkisins. Hins vegar er hennar að nokkru getið í öðrum upplýsingum í ríkisreikningnum, bæði hvers eðlis hún er og hvernig þeim tekjum er ráðstafað. Má í þessu sambandi nefna útflutningsgjald af sjáv- arafurðum, fiskimálasjóðsgjald, skemmtana- skatt, menningarsjóðsgjald, námsbókagjald, rafmagnseftirlitsgjald o. fl. Þá er ýmis skatt- lagning, sem hér er talin til ríkisbúskaparins, en ekki er gerð grein fyrir í ríkisreikningnum. Má þar nefna tekjuöflun vegna útflutnings- styrkja, þar á meðal bátagjaldeyrisálag, gjald af eldspýtum til lamaðra og fatlaðra, gjald af vindlingum til Landgræðslusjóðs, kirkjugjald og kirkjugarðsgjald, búnaðarmálasjóðsgjald, tekjur Happdrættis Háskóla íslands að frá- 10

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.