Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 27
Erlendar skuldir í árslok 1959
í 6. hefti þessa tímarits birtist grein eftir Sigurgeir Jónsson, viðskiptafræðing, um erlend-
ar skuldir í árslok 1957 og um greiðsluáælanir 1958—1964. Gunnar Gunnarsson, viðskiptafræð-
ingur, sem tók við verki Sigurgeirs, hefur fært tölurnar til ársloka 1959, breytt til hins mjja
gengis og samið mjfar endurgreiðslutöflur fyrir erlendar skuldir íslands.
Hér skal gerð grein fyrir erlendum skuld-
um íslands í árslok 1959, ásamt þeim breyt-
ingum, sem orðið hafa frá árslokum 1957. í
6. hefti þessa tímarits, er erlendum skuldum
íslands í árslok 1957 gerð all ýtarleg skil. Hins-
vegar hafa síðan orðið all verulegar breyting-
ar. Ný lán hafa verið tekin og auk þess var
skráðu gengi ísl. krónunnar breytt þann 22.
febrúar 1960 og breyttist þá gengi krónunnar
gagnvart bandarískum dollar samkvæmt 1. gr.
efnahagsmálalaga úr kr. 16. 2857 í kr. 38.00
hver dollar. Af báðum þessum ástæðum er um
miklar breytingar að ræða á höfuðstól hinna
erlendu lána og greiðslubyrði lánanna vegna.
I því, sem hér fer á eftir, eru allar krónu-
upphæðir miðaðar við núverandi gengi sé
annað ekki tekið fram.
f greininni í 6. hefti eru erlendar skuldir í
árslok 1957 taldar 867,0 mkr miðað við þá-
verandi gengi, en sé miðað við núverandi
gengi samsvarar þessi upphæð 2020 mkr.
í meðfylgjandi skrá yfir erlend lán í árslok
1959 eru skuldirnar hins vegar taldar 2725
mkr.
Eftirfarandi tafla sýnir nánar samband þess-
ara upphæða. í töflunni eru raktar breyting-
ar á þessum tveim árum, í fyrsta lagi vegna
töku eiginlegra fastra lána og afborgana af
þeim, í öðru lagi við breytingu lausra skulda
í lán, og loks við upptöku fiskibátalána á yfir-
litið, en þau hafa ekki verið talin áður.
TAFLA I.
Breytingar á skráSum erlendum lánum
31. des. 1957 til 31. des. 1959, miðað við
hið nýja gengi
A. Skráð lán pr. 31. des. 1957 mkr mkr
1. Skuld pr. 31. des. 1957 ........ 2020
2. Hækkun á láni vegna fiskiskipa-
kaupa í A.-Þýzkalandi ........... 9 2029
B. Ný lán tekin
1. A vegum Framkvæmdabankans,
Landsbankans og ríkissjóðs .... 519
2. Önnur ný lán (sbr. þó C.)..... 293 812
C. Skuldir, áður ekki taldar til lána
1. EPU-yfirdrætti breytt í lán, staða
pr. 31. des. 1959 '............ 259
2. Lán v/fiskibátakaupa (samsvar-
andi lán áður ekki talin) staða
pr. 31. des. 1959 ............. 65 324
Alls A-C 3165
D. Afborganir af lánum Aj-B árin 1958
og 1959 .......................... -4- 440
Alls skuld pr. 31. des. 1959 2725
Hér skal sérstaklega gerð grein fyrir lánum
Framkvæmdabankans, Landsbankans og rík-
issjóðs.
Framkvæmdabankinn tók á árinu 1958 þrjú
lán. Fyrsta lánið var tekið hjá Kreditanstalt
fúr Wiederaufbau, Frankfurt am Main, að
upphæð DM 8.400.000. Lánsfénu var varið til
25