Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 11
Páll V. Daníelsson: Búskapur ríkisins og sveitarfélaganna 1945 -1954 Eftirfaraiidi skýrslur eru unnar sem liður í þeirri starfsemi Framkvæmdabankans, er mið- ar að því að koma upp heilsteyptu kerfi þjóðhagsreikninga. En úrvinnsla opinberra reikn- inga er ómissandi þáttur í slíku kerfi. Skýrslurnar ná að þessu sinni ekki lengra en fram til 1954. En með tilliti til þess, að um umfangsmikið grundvallarverk er að ræða, og ennfremur, að Páll V. Daníelsson, viðskipta- fræðingur, er hefur að mestu annast þéssi mál, hverfur til annarra starfa, þótti rétt að birta nú það, sem fullunnið er. Hér er fjallað um starfsemi ríkis og sveitarfélaga samkvæmt þeim skilgreiningum, sem að neðan greinir, en þó teygja skýrslurnar sig út fyrir það svið, þar sem bátagjaldeyriskerfið er tekið með. Hins vegar hafa almannatryggingar og sjúkrasamlög ekki enn verið tekin til sams konar úrvinnslu. Vantar því enn nokkuð á fulla yfirsýn yfir millifærslukerfi hins opinbera og því eigi heldur færst að gefa samandregið yfirlit um alla opinbera starfsemi. Þrátt fyrir þessa annmarka má telja skýrslurnar gagnlega heimild um ýmis stærðarlilut- föll, er breytast treglega, svo og að sjálfsögðu um allar afstöður til annarra þjóðhagsstærða á sama tíma. Gerð þjóðhagsreikninga hér á landi er skammt á veg komin, og er því eðlilegt við uppbyggingu þeirra að sækja fyrirmyndir til annarra þjóða, sem framar standa í þeim efn- um, og þá helzt þeirra, sem hafa svipað at- vinnulíf og þjóðfélagshætti og íslenzka þjóðin býr við. Hvað viðvíkur þeim hluta þjóðhagsreikn- inganna sem hér er tekinn til meðferðar, bú- skap hins opinbera, hefur það orðið að ráði að styðjast við þjóðhagsreikninga Noregs, því margt er svipað um atvinnulíf þar og hér. Þó hefur orðið að gera ýmsar breytingar til að laga formið eftir íslenzkum staðháttum. Að sjálfsögðu er all erfitt að draga glöggar línur á milli búskapar hins opinbera og annarra geira í þjóðarbúskapnum og einn- ig innbyrðis á milli geiranna í opinbera bú- skapnum. Þar verður oft um matsatriði að ræða. Varðandi skilgreiningu opinbera geir- ans hefur það höfuðsjónarmið verið látið ráða að telja til hans alla þá starfsemi, sem aflað er tekna til með skattlagningu í einni eða ann- arri mynd á efnahagsstarfsemina í landinu eða árangur hennar. Hins vegar er starfsemi ým- issa fyrirtækja, þótt ríkið eða sveitarfélög eigi þau, ekki tekin með, ef þau afla tekna sinna að mestu leyti með sölu á vöru og þjónustu á líkan hátt og önnur atvinnufyrirtæki. Sem dæmi slíkrar starfsemi má nefna póst, síma, skipaútgerð, hvort sem er til flutninga eða fiskveiða, iðnaðarfyrirtæki og fleira. Búskap hins opinbera má flokka á ýmsa vegu. Hér á eftir er gerð sú þrískipting, sem venjulegust er, eftir því hvort starfsemin er tengd landsstjórn eða héraðastjóm, en al- mannatryggingar taldar standa sér í flokki. 9

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.