Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 8

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 8
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM bifreiðir 6 manna og minni eru taldar með í fjármunamynduninni. Birgðir taka yfir allt hráefni og rekstursvör- ur, allar hálfunnar og fullunnar afurðir, sem annaðhvort á að nota í framleiðslu eða selja til neyzlu. Er talið rétt að halda verðhækkun- um eða verðlækkunum fyrri birgða utan við uppgjör á verðmæti birgðabreytinga. Upplýsingum um áramótabirgðir útflutn- ingsafurða hefur verið aflað um mörg undan- farin ár. Um birgðabreytingar annarra afurða hefur ríkt meiri eða minni óvissa. Reyndist þó tiltölulega auðvelt að fá yfirlit um birgða- breytingar landbúnaðarafurða. Tilraun var gerð til þess að meta birgðabreytingar annarra vara með því að rannsaka þróun innflutnings- ins í nokkrum stórum vöruflokkum. Kom fljótt í ljós, að hinir einstöku innflutningsflokkar sveifluðust á allt annan veg heldur en þeir þættir þjóðarframleiðslunnar, sem ætla mátti að innflutningurinn hefði samfylgd við. Þann- ig varð ljóst, að sum árin hlaut að hafa orðið birgðaaukning í sumum flokkum og birgða- minnkun í öðrum. Með því að ganga út frá því, að á tímabilinu í heild hefðu ekki orð- ið aðrar breytingar en þær, sem eðlilegar væru, var hægt að reikna út á grófan hátt hinar ár- legu birgðabreytingar. Eru þær hér færðar upp á heildsöluverði. Þessar birgðabreytingar taka aðeins yfir innfluttar vörur, bæði þær, sem hafa verið hér óunnar á árinu eða verið í vinnslu. Fer ekki milli mála, að þessir út- reikningar eru mjög ónákvæmir. Þar að auki ná tölurnar, sem hér eru gefnar upp, ekki til allra birgðabreytinga. Tölumar um inn- og útflutning eru teknar úr greiðslujöfnuðinum við útlönd. Þessar tölur gefa mjög villandi hugmyndir um þróun þess- ara stærða undanfarin ár og um samband þeirra við brúttóþjóðarframleiðsluna, vegna rangrar gengisskráningar. Bæði inn- og út- flutningur hafa verið gerðir upp á hinu lög- lega gengi. Eins og kunnugt er hefur verið reynt að bæta fyrir hina röngu skráningu gjaldeyris með hinu svokallaða bóta- og gjalda- kerfi. Hluti hins raunverulega útflutnings- og innflutnings kemur þess vegna fram í tölu- röðunum styrkir og óbeinir skattar. Með styrkj- um eru taldar allar greiðslur til útgerðarinnar umfram hið löglega gengi, svo og niðurgreiðsl- ur. Með óbeinum sköttum er á sama hátt tald- ir þeir skattar, sem áður runnu til Utflutnings- sjóðs. Engin tilraun hefur verið gerð til þess að meta raunverulega rýrnum fjármuna, og sýnir neðsta tala þjóðhagsreikninganna þess vegna þjóðartekjur að viðbættum afskriftum. ASrar töluraSir töflunnar. Allar þær töluraðir, sem nú hefur verið get- ið, eiga heima í þjóðhagsreikningum. Vegna þeirra, sem hefðu hug á að skýra þróun þess- ara fyrirbæra, eru í neðri hluta töflunnar sett- ar upp nokkrar töluraðir, sem gætu orðið að gagni. Þær hafa allar verið birtar áður að und- antekinni töluröðinni um vinnuafl. Er þar um að ræða reiknaðar tölur. Upplýsingar um fjölda vinnandi fólks og aldurskiptingu þess eru til fyrir árið 1950. Fyrir önnur ár eru að- eins til áætlanir um aldurskiptingu þjóðarinn- ar. Fjöldi vinnandi fólks þau ár var þannig reiknaður, að gert var ráð fyrir sömu hlutfalls- tölu vinnandi fólks í hverjum aldursflokki og var árið 1950. Þetta er auðvitað mjög gróf áætlun. Til þess að finna eina verðvísitölu, sem nota má til þess að gera þjóðhagsreikn- ingatölurnar sambærilegar, mætti vigta vísi- tölur neyzluvöruverðs og byggingarkostnaðar í eina vísitölu með því að nota sem vigtir nevzlu einkaaðila annars vegar og fjármyndun og op- inbera neyzlu hins vegar. Við tölumar um nettótekjur af varnarliðinu er það að athuga, að þær taka ekki aðeins yfir vinnulaun og gróða, heldur einnig ýmis kaup vöm og þjón- ustu innanlands. Því fer fjarri, að hér séu tilfærðar allar þær töluraðir, sem þegar eru þekktar, og gætu orðið gagnlegar við skýringu á þróun þjóðar- framleiðslunnar. Um starfsemi bankakerfisins 6

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.