Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 28

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1960, Blaðsíða 28
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM kaupa á vörum í Vestur-Evrópu, en andvirði lánsins í íslenzkum krónum skal notað til fram- kvœmda innanlands á vegum ríkisstjórnarinnar, þ. e. Raforkusjóðs, Ræktunarsjóðs og Fisk- veiðasjóðs. Annað lánið var tekið hjá Export- Import Bank of Washington að jafnvirði $ 1.698.000 og er veitt af fé því er Bandaríkin eignast hér á landi vegna sölu á landbúnaðar- afurðum. Lánsfénu er varið til þess að standa straum af innlendum kostnaði við virkjun Efra- Sogs og lagningar línu þaðan til Keflavíkur. Þriðja lán bankans 1958 var viðbótarlán, að upphæð Sfr 500.000 við lán, sem Framkvæmda- bankinn tók hjá Union Bank of Switzerland 1955. Lánið var notað til vörukaupa í Sviss, en jafnvirði þess endurlánað innanlands til ýmissa framkvæmda. A árinu 1959 tók bankinn einnig þrjú lán. Hið fyrsta hjá Export-Import Bank of Was- hington, sams konar lán og tekið var 1958 hjá sama banka, að jafnvirði $ 1.760.000 og er not- að vegna innlends kostnaðar við Efra-Sog, svo og annarra þeirra framkvæmda, er samkomu- lag verður um milli lánveitanda og lántakanda. Annað lánið var tekið hjá Habag G.m.b.H., Dússeldorf, að upphæð DM 1.500.000, sem notast til kaupa á vélum frá V.-Þýzkalandi. Þriðja lánið var tekið hjá Kooperativa För- bundet, Stokkhólmi, að upphæð Skr 1.000.000. Lánið er notað til vörukaupa í Svíþjóð, en jafnvirði þess í íslenzkum krónum notað til lúkningar byggingu hraðfrystihúss í Þorláks- höfn. Landsbanki íslands tók á árinu 1958 lán hjá Rússneska Þjóðbankanum, að upphæð 50 mkr, miðað við þáverandi gengi, en sé miðað við núverandi gengi samsvarar þessi upphæð 116,5 mkr. Aðeins helmingur þeirr- ar upphæðar hefur verið notaður og er ófyrir- sjáanlegt, hvort meira verði notað af þessu láni. Sú upphæð var notuð til kaupa á tólf fiskiskipum, smíðuðum í A.-Þýzkalandi. Þetta lán kemur í staðinn fyrir lán, sem tekið var í A.-Þýzkalandi 33,1 mkr og lán í V.-Þýzka- landi 16,3 mkr vegna áðurnefndra skipa- kaupa. Ríkissjóður tók á árinu 1959 lán hjá Export- Import Bank of Washington að upphæð $ 3.000.000. Er það hluti af $ 6.000.000 láni, en seinni hluti þess var tekinn í janúar 1960 og er reiknaður sem ónotaður útistandandi höfuð- stóll 31. des. 1959. Lánið er notað til vöru- kaupa og endurlánað til Raforkusjóðs, Rækt- unarsjóðs og til hafnarframkvæmda. A aðalskrá Framkvæmdabankans eru færð þau lán, sem skráð eru á skýrslum bankans til Alþjóðabankans í Washington. Tafla II sýnir útistandandi höfuðstól þessara lána, notaðan og ónotaðan í mkr um síðustu áramót. TAFLA II. Notað og ónotað lánsíé 31. des. 1959, miðað við hið nýja gengi Notað Ónotað Samtals EPU-lán mkr 259 mkr mkr 259 Lán frá Alþjóðabankanum . . 00 00 l—H — 188 Lán frá Export-Import Bank 793 356 1149 Onnur löng dollar lán .... 89 — 89 Lán í Sterlingspundum .... 117 — 117 Lán í V.-þýzkum mörkum . 122 7 129 Lán í tékkneskum krónum . 41 — 41 Lán í svissneskum frönkum . 34 — 34 Lán í sænskum krónum . . . — 7 7 Lán í dönskum krónum . . . 1 — 1 Lán í íslenzkum krónum . . 53 - 53 Alls 1697 370 2067 Taflan sýnir að 370 mkr voru ónotaðar um áramót. Af lánum frá Export-Import Bank nemur ónotaður höfuðstóll 356 mkr. Af V.- þýzkum mörkum er ónotað 7 mkr, en sviss- neskir frankar nema 0,3 mkr. Lán, sem tekið var í Svíþjóð 12. október 1959 að fjárhæð 7 mkr. er talið ónotað um áramót. Eftirfarandi tafla sýnir greiðslur afborgana og vaxta þeirra erlendu lána, sem samið hafði verið um í árslok 1959, árin 1960—1965. 26

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.