Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Qupperneq 33

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Qupperneq 33
FJÁRMUNAMYNDUNIN 1962 fjármunamyndunin að fara niður fyrir það mark, sem eðlilegt mátti teljast til lengdar. Þær breytingar, sem urðu á fjármunamyndun- inni á árunum 1961 og 1962 voru mjög í sam- ræmi við þetta. Á árinu 1961 minnkaði fjár- munamyndunin úr 31% í 23% af þjóðartekjum, jafnframt því sem afgangur myndaðist á greiðslujöfnuði við útlönd og gjaldeyrisforði tók að myndast. Á árinu 1962 jókst fjármuna- myndunin á nýjan leik og náði nú því hlut- falli samanborið við þjóðartekjur, sem hér að framan var talið eðlilegast, þ. e. 25%. Jafn- framt hélzt afgangurinn á greiðslujöfnuðin- um og gjaldeyrisforðinn hélt áfram að auk- ast. Flokkun fjármunamyndunarinnar í töflum 1—3 er fjármunamyndunin flokk- uð með þrennum hætti: eftir atvinnugreinum, eftir geirum, þ. e. eftir eðli þeirra stofnana, sem að fjármunamynduninni standa, og loks eftir fjármunategundum. Ekki er flokkunin komin í það horf, sem æskilegt væri og stefnt er að. Þó er atvinnugreinaskiptingin komin lengst áleiðis, en hinar skiptingarnar eru enn nánast á byrjunarstigi. Atvinnugreinaskiptingin fylgir, eftir því sem við verður komið, reglum hagstofunnar, sem eru samræmdar alþjóðareglum. Þessi skipting er í beinu framhaldi af sams konar skiptingu í 12. hefti þessa rits, að öðru leyti en því, að skrifstofuvélar hafa verið færðar úr flokkn- um verzlun, veitingar og skrifstofuhús í flokk- inn ýmsar vélar og tæki, en sá háttur var einnig á hafður í þjóðhags- og framkvæmda- áætluninni. Geiraskiptingunni hefur áður verið lýst í þessu riti, einkum í grein um búskap ríkisins í 12. hefti ritsins. Aðalmarkalínur eru dregn- ar á milli fyrirtækjanna eða atvinnuveganna, heimilanna og hins opinbera. Þar sem upp- lýsingar um framkvæmdaaðila við íbúðabygg- ingar eru mjög ófullkomnar, eru heimilin ein talin standa að þeim byggingum. Öll sam- göngumannvirki, virkjanir og veitur eru talin til geira hins opinbera. Þessi skipting er í sam- ræmi við aðalflokkun þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunarinnar. Tegundaskipting sú, sem hér er sýnd, er í beinu framhaldi af samsvarandi flokkun í þjóðhags- og framkvæmdaáætluninni. Því mið- ur eru markalínur þær, sem við er stuðzt, fremur óglöggar. Þess er helzt að geta, að all- ar raforkuframkvæmdir teljast til flokksins vél- ar og tæki. Auk verðmætis fjármunamyndunarinnar á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 1960, sem birt er í töflu 1, eru birtar hlutfallstölur í töflu 2, og loks magnvísitölur og hundraðstöl- ur magnaukningar frá ári til árs í töflu 3. Magnvísitölurnar eru settar sem 100 árið 1960, þannig að þær tengjast beint tilsvarandi vísi- tölum í 12. hefti þessa rits, en þær hafa einnig árið 1960 = 100. En á það skal bent, að það viðmiðunarár á sérstaklega illa við um fisk- veiðarnar með tilliti til hinna óvenjulega miklu fiskiskipakaupa það ár. Þýðingarmiklar breytingar hafa átt sér stað á samsetningu fjármunamyndunarinnar á tímabilinu 1957—1962. Þessar breytingar eru ekki mjög áberandi í atvinnugreinaskipting- unni, þegar litið er yfir tímabilið sem heild. Á hinn bóginn hafa orðið miklar sveiflur í hlutfalli einstakra atvinnugreina í fjármuna- mynduninni frá ári til árs. Um hina einstöku flokka þessarar skiptingar verður fjallað hér á eftir. Greinilegar breytingar hafa orðið á skipt- ingu fjármunamyndunarinnar eftir geirum. Hlutfall íbúðarhúsanna hefur minnkað úr 31.7% af heildarfjármunamyndun árið 1957 í 22.1% árið 1962 og þar með rýmt fyrir bæði atvinnuvegunum og framkvæmdum hins opin- bera. Hlutfall atvinnuveganna fór vaxandi úr 44.5% árið 1957 í 50.1% árið 1962, en hlutfall hinna opinberu framkvæmda úr 23.8% í 27.8% sömu ár. Þessi þróun kemur ekki aðeins fram 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.