Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Page 38

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Page 38
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Flutningatæki Fjármunamyndun í þessari grein hefur ver- ið tiltölulega jöfn að magni um árabil, utan árið 1958, er hún var með minnsta móti. Sveifl- ur frá ári til árs hafa aftur á móti verið mjög verulegar í hinum einstöku undirgreinum, svo sem eðlilegt er, þar sem miklu munar að til- tölu um hvert hinna stærri skipa eða flugvéla. Sundurliðun er sýnd í töflu 4. Farskipastóllinn. Skipakaupin námu 94.4 millj. kr. á verðlagi ársins. Að magni til var þetta 69% meira en árið áður, en hins vegar mjög nærri meðaltali áranna 1957—1962. Tvö ný flutningaskip bættust í flotann á árinu, vitaskipið Arvakur, 381 brúttólest, smíðað í Hollandi, og Rangá, 976 brúttólestir, smíðað í V-Þýzkalandi. Tvö olíuskip bættust í flotann, Bláfell, 148 brúttólestir, smíðað í Grikklandi, og Stapafell, 895 brúttólestir, smíðað í Hol- landi. Einnig var keypt til landsins sanddælu- skipið Sandey, 499 brúttólestir, smíðað í Hol- landi. Flugvélar. Flugvélar voru keyptar til lands- ins fyrir 29.5 millj. kr., á verðlagi ársins. Var það að vísu litlu meira en þriðjungur að magni rniðað við árið áður, en um tveir þriðju af meðaltali áranna 1957—1962. Flugvélarnar, sem við bættust, voru Snorri Þorfinnsson og Sif, flugvél landhelgisgæzlunnar, auk nokk- urra smáflugvéla. Bifreiðar til atvinnurekstrar. Fjármuna- myndun í þessari grein var áður mjög skrykkj- ótt, en hefur síðustu árin verið mikil og tiltölu- lega jöfn. Nam hún 153.7 millj. kr. árið 1962, reiknað á verðlagi ársins. Bifreiðakaupunum er skipt milli fjármuna- myndunar og neyzlu eftir tegundum fremur en tilætlaðri notkun, svo sem vera ætti. Til atvinnurekstrar teljast vöru-, almennings-, sendi- og „station“ bifreiðar, svo og bifreiðar til sérstakra nota, svo sem kranabifreiðar. — Jeppar voru áður taldir til atvinnurekstrar. Vegna hinnar miklu aukningar á innflutningi þeirra síðustu árin hefur verið horfið frá þess- ari reglu. Hefur svipuð upphæð og á undan- förnum árum verið talin til fjármunamyndun- ar, en meginið verið talið til neyzlu. Undir neyzlu flokkast allar fólksbifreiðar 6 manna og minni, þótt nokkur hluti þeirra fari til leiguaksturs. Er ætlunin, að það vegi upp það, sem oftalið kann að vera til atvinnunota af öðrum tegundum bifreiða. Innlendar yfirbyggingar bifreiða eru nú, fyrsta sinni, taldar með, og er svo gert fyrir öll ár skýrslunnar. Námu þær 20.3 millj. kr. árið 1962, á verðlagi þess árs. Verzlun, veitingar og skrifstofuhús Auk húsrýmis fyrir eiginlega verzlun og veitinga- og gistihús, fela þessar framkvæmd- ir í sér allt skrifstofuhúsnæði annað en í opin- berum byggingum. Fjármunamyndun þessi er því í þágu fjölmargra greina iðnaðar og þjón- ustu, auk verzlunarinnar. Alls nam fjármuna- myndunin 137.6 millj. kr. árið 1962, á verð- lagi ársins. En þar af voru framkvæmdir við olíu- og benzínstöðvar 3.0 millj. kr. Framkvæmdum þessum var lengst allra haldið niðri með takmörkun fjárfestingarleyfa, en árin 1960—1962 verða þær um tvöfalt meiri að magni en næstu árin á undan, 1957—1959, eða 97 til 111 millj. kr., á verðlagi ársins 1960, á móti 47 til 57 millj. kr. Framkvæmdir ársins 1962 voru að heita má jafnar að magni og árið áður. Stærsta einstaka framkvæmdin, sem í þenn- an flokk fellur, er Bændahöllin. Teljast fram- kvæmdir við þá byggingu hafa numið nálægt fimmtungi heildarframkvæmdar árið 1962. íbúðabyggingar Bygging íbúðarhúsa nam 625 millj. kr. árið 1962, reiknað á verðlagi ársins. Er hér átt við áætlað verðmæti þeirra framkvæmda, er áttu sér stað á árinu, en ekki verðmæti húsa full- 36

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.