Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 39

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 39
FJÁRMUNAMYNDUNIN 1962 gerðra á árinu. Framkvæmdaupphæðin skipt- ist þannig: Reykjavík 292 m.kr., kaupstaðir 195 m.kr., kauptún 98 m.kr. og sveitir 40 m.kr. Að magni voru íbúðabyggingarnar tæplega 13% meiri en árið áður. Samt sem áður voru þær enn talsvert minni en um árabil þar á undan. Þróun íbúðabygginganna árin 1957— 1962 er sýnd í töflum 1—3, og sundurliðun þeirra eftir byggðarflokkum í töflu 4. Lokið var við 1272 íbúðir á árinu, eða 63 íbúðum fleiri en árið áður. Hins vegar er þessi fjöldi talsvert lægri en á árunum 1956 til 1960, en þá voru yfirleitt á milli 1430 og 1530 íbúðir fullgerðar á ári hverju. Þess ber þó að gæta, að á þessum árum var byggt mjög mikið umfram aukningu húsnæðisþarfarinnar. Leiddi þetta til stórfelldra bóta á húsnæðis- ástandinu, enda námu íbúðabyggingamar allt að 41% af fjármunamynduninni allri. í þjóð- hagsáætluninni er komizt að þeirri niðurstöðu, að 1400—1500 íbúðir á ári næstu árin nægi til tilsvarandi bóta á húsnæðisástandinu og varð að jafnaði á undanfömum áratug. Heildarrúmmál þeirra íbúðarhúsa, sem lok- ið var við á árinu 1962, var 477.6 þús. rúm- metrar, og er það 6.8% aukning frá árinu áður. Hafin var bygging 1177 íbúða árið 1962 eða mjög miklu fleiri en árið áður, er aðeins var hafin bygging 789 íbúða. Tala hafinna íbúða hefur verið mjög misjöfn á undanfömum ár- um. Var hún hæst árið 1955, 2135 íbúðir. — Standa sveiflumar að nokkru í sambandi við úthlutun byggingarlóða, en eru þó fyrst og fremst háðar almennum hagsveiflum og íbúða- þörfinni á hverjum tíma. Mismunur á tölu hafinna og fullgerðra íbúða hvert ár leiðir til breytinga á tölu íbúða í smíðum í árslok. í töflu 11 er þessum tölum stillt saman fyrir hvert ár frá 1957 til 1962. íbúðum í smíðum fór fækkandi frá 1959 til 1962, alls um nálega 1000 íbúðir. Síðustu árin lætur nærri, að tala íbúða í smíðum samsvari tvöfaldri tölu fullgerðra íbúða. Stærð og herbergjafjöldi íbúða. Meðalstærð íbúða virðist stöðugt fara vaxandi, eins og sést á eftirfarandi yfirliti yfir meðalstærð haf- inna íbúða í rúmmetrum. 1958 1959 1960 1961 1962 m3 m3 m3 m3 m3 Reykjavík .... ... 335 343 337 380 391 Kaupstaðir . .. ... 384 417 423 431 439 Kauptún ... 360 378 371 404 414 Sveitir ... 422 479 468 406 408 Allt landið . . . ... 365 385 376 398 408 Sundurliðun á íbúðum eftir herbergjafjölda í Reykjavík, kaupstöðum og kauptúnum er sýnd í töflu 12. Miðað við árið 1961 hefur þróunin orðið sú, að bygging hinna smærri íbúða, einkum þó eins og tveggja herbergja íbúða, auk eldhúss, hefur dregizt mjög saman í Reykjavík, en bygging miðlungsíbúða, eink- um þó þriggja herbergja íbúða, hefur aukizt verulega. Bygging stórra íbúða, 6 herbergja og stærri, minnkaði mikið, en mjög fáar íbúð- ir eru í þeim stærðarflokki. Þróunin í kaup- stöðum og kauptúnum virðist vera til stækk- unar, og er yfirgnæfandi hluti íbúðanna með 4—5 herbergjum. Sé litið á heildina hefur smíði eins og tveggja herbergja íbúða dregizt saman, en smíði þriggja og fjögurra herbergja íbúða aukizt. Samgöngumannvirki Fjármunamyndun á sviði samgöngumála hefur færzt mjög í aukana síðustu árin. Þannig voru framkvæmdir ársins 1962 19% meiri að magni en árið áður, og 41% meiri en árið 1959. Á verðlagi ársins nam framkvæmdaupphæðin alls 380 millj. kr. Vegir og brijr. Aukningin varð langmest í vega- og brúagerð. Af framkvæmdaupphæð ársins, 101.8 millj. kr., nam bygging brúa 30.0 millj. kr., framkvæmdir við Reykjanesbraut 28.9 m.kr. og önnur vegagerð 42.9 millj. kr. Tölur þessar taka til raunverulegra fram- kvæmda, hvort sem unnið er fyrir fjárveiting- 37

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.