Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Page 53

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Page 53
ALMANNATRYGGINGAR Á ÍSLANDI um tölum með nokkurri varúð. Tölurnar urn fjölda bótaþega ná yfir alla þá, er einhverra bóta hafa notið á árinu. Hér er því um há- markstölu að ræða. Með ellilífeyrisþegum eru þannig taldir þeir einstaklingar, sem nutu bóta framan af árinu en létust á árinu, og sömuleiðis þeir, sem byrjuðu að taka bæt- ur sínar seinni hluta árs. Sama máli gegnir um fleiri bætur. Þannig nær tala þeirra bóta- þega, þar sem bætur miðast við börn innan 16 ára aldurs, yfir börn sem verða 16 ára á árinu, svo og yfir þau börn er fæddust á því ári. Af þessum sökum verður að taka samanburði milli fjölda bótaþega og fólks- fjölda hvert ár með nokkurri varúð. Hins vegar breytir þetta litlu sem engu um þróun- ina milli einstakra ára, eða um lengri tíma- bil. Fjöldi bótaþega lífeyristrygginga hefur rúm- lega tvöfaldast frá 1947 til 1959 en heildar- fólksfjöldi hefur aðeins aukizt um tæp 28%. Þess ber að gæta, að sami einstaklingur getur notið fleiri en einna bóta. Svo hefur hins vegar verið frá upphafi almannatrygginga- kerfisins, þannig að þegar á allt tímabilið er litið, jafnast þessi áhrif og hafa lítil áhrif á heildarþróunina. Ellilífeyrisþegum hefur farið hlutfallslega fækkandi miðað við fólksfjölda í viðkomandi aldursflokki. A það vafalaust rót sína að rekja til aukinnar starfsemi lífeyrissjóða. Tala bóta- þega, er nutu fjölskyldubóta hækkaði mjög á árinu 1953 en lækkaði síðan aftur árið 1957. Astæðan er sú, að í ársbyrjun 1953 var hafin greiðsla með 2. og 3. barni fjölskyldu, en fram til þess nutu aðeins þær fjölskyldur bóta, er höfðu 4 börn eða fleiri á framfæri. Frá og með 1. apríl 1956 voru greiðslur með 2. barni felldar niður, og olli þetta lækkuninni er varð árið 1957. Hjá slysatryggingunum er sýndur fjöldi til- kynntra slysa, sem mun láta nærri, að sam- svari bættum slysum. Fjöldi samlagsmanna sjúkrasamlaga hefur verið reiknaður út eftir heildarupphæð ið- gjalda, þar sem engin talning samlagsmanna hefur farið fram. Ekki mun þó skeika miklu frá réttum meðalfjölda hvert ár. Einstakir bótaflokkar í aðaltöflunni, töflu 7, er birt reikningslegt heildaryfirlit yfir almannatryggingakerfið. Bótategundirnar eru þar liðaðar í sundur. Skal hér á eftir gerð stutt grein fyrir hinum einstöku bótum. Lýsing ákvæða, er gilt hafa áður, á við lögin frá 1946, nema annars sé getið. Lífeyristryggingar. Rétt til bóta frá lífeyristryggingum hafa, ef öðrum skilyrðum er fullnægt: 1. Islenzkir ríkisborgarar, búsettir hér á landi. 2. Erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi, ef fullnægt er ákvæðum milliríkja- samninga um gagnkvæmar tryggingar, sem Island er aðili að. 3. Aðrir erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi, ef fullnægt er skilyrðum alþjóða- samþykkta um tryggingamál, sem full- gilltar hafa verið af Islands hálfu. Þeir sem rétt eiga til bóta frá lífeyrissjóðum, er starfa samkvæmt sérstökum lögum, eða hlotið hafa viðurkenningu, eiga ekki rétt til ellilífeyris. Þó skal greiða þeim lífeyrisþeg- um lögboðinna sjóða, sem látið hafa af störf- um fyrir 1. jan. 1947 og njóta lægri bóta frá sjóðnum en lífeyristryggingin veitir, það, sem á vantar. Þessi ákvæði munu falla úr gildi 1. jan. 1964. Upp frá því eiga allir, er náð hafa 67 ára aldri, rétt til ellilífeyris, enda þótt þeir séu meðlimir lífeyrissjóða. En jafnframt greiði þeir fullt almannatryggingagjald. Landinu var til ársloka 1962 skipt í tvö verð- lagssvæði. Til fyrsta verðlagssvæðis töldust kaupstaðir og kauptún með 2000 íbúum eða 51

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.