Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 59

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1964, Side 59
ALMANNATRYGGINGAR Á ÍSLANDI 5 og á mynd 4 er sýnt hvernig hlutfall bóta á bótaþega og hreinna þjóðartekna á mann hefur þróast á tímabilinu. Aftur er miðað við 1950 = 100. Skýrt skal tekið fram, að með því að velja árið 1950 sem grundvallarár, er ekki verið að halda því fram, að það ári hafi þetta hlutfall verið eðlilegt. í sjálfu sér er ekkert ákveðið hlutfall eðlilegt. þar sem aðstæður geta breytzt á löngu árabili. Hér er aðeins leitazt við að svara þeirri spurningu, hvernig þróunin var á tímabilinu. Þetta hlut- fall fer batnandi fyrir bótaþega almennt til og með 1952, en allt til 1953 fyrir fjölskyldu- bótaþega. Síðan verður þróunin bótaþegum í óhag. Árið 1960 breytist svo hlutfallið aftur bótaþegum í hag, en versnar aðeins aftur árin 1961 og 1962, enda mun upphæð þjóðar- tekna á mann hafa aukizt mjög þau tvö ár. í ljós kemur við lestur töflunnar, að þau árin, sem þjóðartekjur á mann hafa vaxið mest, hefur hlutfallið breytzt bótaþegum í óhag. Hins vegar hefur hlutfallið breytzt bótaþeg- um í hag, þau árin, er þjóðartekjur á mann stóðu í stað eða minnkuðu. Er þetta eðlilegt, þar sem þjóðartekjurnar eru ákveðnar af mörgum þáttum, en aðeins sumir þessara þátta standa í eðlilegu samhengi við hlutskipti bótaþega. Ef litið er á allt tímabilið 1947—1962 í heild sézt, að kaupmáttur bótanna hefur farið mjög vaxandi. Einnig hefur bótaþegum farnast vel í samanburði við aðra þjóðfélagsþegna, að vísu mjög misjafnlega á einstökum árum. Fjölskyldubæturnar eru alveg sér í flokki, enda hefur grundvelli þeirra verið breytt mikið. 57

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.