Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 18
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18
Verkfall tónlistarkennara
hefur nú staðið í um þrjár
vikur. Undirrituð er með
þrjú börn í tónlistarnámi
og hefur horft upp á áhrif
verkfallsins á hvert og eitt
þeirra. Elsta barnið sem er
á sjötta ári í píanónámi æfir
enn en stendur í stað, mið-
barnið er byrjandi í harmon-
ikkunámi og hefur það við-
horf, eins og mörg börn, að
það væri að æfa fyrir kenn-
arann sinn og sér engan til-
gang í að æfa út í loftið. Yngsta barnið er
svo heppið að hafa kennara sem ekki er
í verkfalli og eru bæði nemandi og for-
eldrar himinlifandi yfir því.
Verkfall kennara í Félagi tónlistar-
skólakennara er aðgerð sem bítur fyrst
og fremst á þá sem síst skyldi, ung börn
sem eru að feta sín fyrstu skref á tón-
listarbrautinni. Að koma barni að í tón-
listarskóla getur stundum verið eins og
að vinna í happdrætti. Tónlistarskólar
landsins anna ekki eftirspurn og oft
eru langir biðlistar eftir því að komast
í nám. Það kostar líka sitt að mennta
börn í tónlistarskólum og tekur
verulega í veskið að veita börnum
sínum slíka menntun. Þrátt fyrir
það eru foreldrar barna í tónlistar-
skólum þverskurður af þjóðfélaginu.
Fyrir foreldra er sérlega súrt í broti
ef verkfall tónlistarkennara dregst
á langinn, skólagjöldin eru ekki end-
urgreidd. Súrara er þó ef nemend-
urnir missa móðinn og hætta hrein-
lega í tónlistarnámi. Þá er verkfallið
hætt að snúast um það að þreyta
kennara til hlýðni heldur snýst það
um að þreyta nemendur úr námi.
Slíkt er engum stjórnvöldum sæmandi.
Óskiljanlegt
Í tónlistarnámi nýtur nemandinn þess
að hann er einn í tímum með kenn-
ara sínum og fær athygli hans óskipta.
Það gerir aftur þá kröfu á nemandann
að hann undirbúi sig vel fyrir tímann.
Hann lærir aga og einbeitingu. Senni-
lega hafa flestir foreldrar tónlistar-
nemenda upplifað það að þegar áhug-
inn kviknar og æfingum fjölgar eykst
færni nemendanna og samhliða því
eykst áhuginn enn frekar. Það að fara í
tíma til tónlistarkennarans í hverri viku
er nauðsynlegt til að þjálfa nemandann í
þeim tækniatriðum sem eru til umfjöll-
unar hverju sinni en einnig er það mik-
ilvægt aðhald fyrir nemandann, aðhald
sem nú er ekki til staðar.
Frá sjónarhóli leikmanns er óskiljan-
legt hvers vegna ekki er hægt að ganga
að þeim eðlilegu kröfum tónlistarkenn-
ara að þeir sitji við sama borð og aðrir
kennarar, þar ætti jafnræðissjónarmið
að ráða.
Ég styð tónlistarkennara heils hugar í
kjarabaráttu þeirra en nú er þetta verk-
fall farið að pirra mig. Ég er þó alls ekki
pirruð út í kennarana, þeir eiga allt gott
skilið og vonandi ber barátta þeirra
þann árangur sem hugur þeirra stend-
ur til. Ég er hins vegar mjög pirruð út
í þá ráðamenn sem ekki veita samn-
inganefnd sveitarfélaganna umboð til
að leiða þetta verkfall til lykta nú þegar.
Frá því undirritaður kjarasamningur
er samþykktur af báðum aðilum og þar
til hann er útrunninn eða hefur verið
sagt upp ríkir friðarskylda milli þeirra.
Friðarskyldan er óskrifuð meginregla í
íslenskum vinnurétti og grundvallast á
því meginsjónarmiði að samninga beri
að halda. Samningsaðilar mega þannig
ekki á samningstímabilinu knýja með
skipulögðum aðgerðum fram breyting-
ar á því sem um hefur verið samið.
Hvað launþega varðar þýðir þessi
skylda að þeir láta af rétti sínum til
aðgerða til að framfylgja kröfum um
bætt kjör.
Í 14. grein laga um stéttarfélög og
vinnudeilur er fjallað um heimildir til
verkfalla og verkbanna. Það er löngu
tímabært að skoða hversu vel þau spegla
þann vinnumarkað sem við okkur blas-
ir í dag. Á undanförnum áratugum hafa
orðið verulegar breytingar á gerð og
framkvæmd kjarasamninga. Atvik á
vinnumarkaði síðustu ár hafa sýnt að
sú þróun hefur meðal annars orðið til
þess að illmögulegt er að verja þau kjör
sem þó hafði verið samið um og birting-
armynd friðarskyldunnar orðin á þann
veg að kjarasamningar verja ekki leng-
ur lágmarkskjör, hvað þá raunkjör eins
og þau hafa birst við ráðningu.
Friðarskyldan leggur nefnilega ekki
sömu höft á launagreiðanda og launa-
mann. Launagreiðandi getur, í krafti
yfirburðastöðu sinnar, ráðist gegn kjör-
um og réttindum launafólks takmarka-
lítið. Ef ekki með aðgerðum sem rúmast
innan hefðbundinna samskipta á vinnu-
markaði, þá í krafti óttans.
Þannig getur launagreiðandi ráðist
einhliða gegn launakjörum öðrum en
taxtalaunum, þvingað fram breytingar
á framkvæmd taxtalaunanna sjálfra,
ráðskast með starfssvið og starfsþætti
og ákveðið breytingar á hlutfalli fram-
lags og andlags í ráðningarsambandi.
Alvarlegt brot
Launagreiðandi getur jafnframt svipt
launamann grundvallarréttindum með
því að skapa ótta um röskun á ráðning-
arsambandi. Þannig hafa margir ungir
karlmenn hikað við töku feðraorlofs, eða
rýrt það með aðlögun að starfsskyldum,
vegna ótta við viðbrögð launagreiðanda.
Jafnframt hefur borið í auknum mæli á
því að launagreiðendur þverskallist við
að uppfylla réttindi sem þó eru skil-
greind í kjarasamningi. Nægir þar að
benda á tregðu opinberra stofnana við
uppfyllingu ákvæða um rétt til náms-
leyfis undanfarin tvö ár.
Friðarskyldan er talin ekki einung-
is ná til þess sem í kjarasamningum
stendur, heldur einnig til þeirrar venju,
sem kann að hafa skapast um fram-
kvæmd kjarasamningsins og til þeirra
atriða, sem um var deilt við gerð hans
en náðu ekki fram að ganga. Við túlkun
á kjarasamningum og umfangi friðar-
skyldunnar með vísan til samninganna
ber að hafa í huga að friðarskyldan er
meginregla. Undantekningar frá friðar-
skyldunni í kjarasamningi eru því túlk-
aðar þröngt. Dómstólar hafa hins vegar
aldrei tekið til úrskurðar atriði sem
varða friðarskyldu launagreiðenda og
síðustu fimm ár hafa launagreiðendur
virt algerlega að vettugi þær samskipta-
reglur sem launþegahreyfingin taldi sig
búa við á vinnumarkaði. Umfangsmikl-
ar einhliða kjaraskerðandi ákvarðanir
launagreiðenda eru í raun alvarlegt brot
á friðarskyldu.
Margar aðgerðir launagreiðenda á
undanförnum árum hafa verið bein
atlaga að velferð launþega og þannig
verið alveg við mörk ofbeldis, andlegs
ef ekki líkamlegs. Það er ekkert í reglu-
verki okkar sem veitir launamanninum
vörn gegn slíku framferði.
Við þessar aðstæður hlýtur það að vera
stéttarfélögum áhyggjuefni að friðar-
skyldan virki nær alfarið einhliða og þau
hljóta að krefjast þess að hún verði end-
urskoðuð þannig að jafnræðis verði gætt.
Bandalag háskólamanna hefur sett
fram markmið um leiðréttingar á kjör-
um háskólamenntaðra. Stefnumið sem
fælu í sér að fyrirhöfn og kostnaður við
öflun og viðhald menntunar endurspegl-
ist í afkomu og starfsumhverfi háskóla-
menntaðra. Bandalagið er þar að ganga
fram með ábyrgum hætti, en fáist við-
semjendur bandalagsins ekki til raun-
hæfra viðræðna um þessi mál er ljóst
að leita þarf nýrra leiða í baráttunni.
Stéttar félög geta ekki unað við aðstæð-
ur þar sem þau eru varla virt viðlits, á
meðan gagnaðili getur farið sínu fram
að eigin geðþótta.
Ýmislegt virðist þessa dagana benda
til að þjóðfélag okkar sé að ná sér eftir
skellinn fyrir sex árum þegar guðs bless-
un var til kölluð að bjarga okkur í brim-
róti braskaranna. Nú hefur orðið breyt-
ing. Tekjur streyma úr ýmsum áttum,
ferðamenn flykkjast að, aflabrögð góð,
fyrirtæki skila hagnaði og lánshæfismat
hækkar. Hvar sér þessarar hagsældar
stað í lífi venjulegs fólks? Stöldrum við
og skoðum þessa mynd betur.
Hver stéttin af annarri er rekin út í
það óyndi að leggja niður vinnu til að
berjast fyrir sanngjörnum launum, nú
síðast læknar og tónlistarkennarar.
„Hér ríkir eineltisástand í garð kenn-
ara,“ sagði kunningi minn sem ég hitti
á götu um daginn. „Það er liður í vin-
sældakeppni stjórnmálamanna að níðast
á þessari stétt og höfða þannig til rótgró-
innar andúðar í þjóðarsálinni.“ „Taktu
bara eftir,“ hélt hann áfram, „þú heyr-
ir talað í neikvæðum tóni um kennara
og það er hending ef nokkur viðstaddur
tekur málstað þeirra og sjáðu, við horf-
um þögul á er kjarabarátta kennara er
brotin niður æ ofan í æ.“
Batnandi hagur fyrir fáa?
Við felldum niður talið, en orðin hafa sótt
á mig. Er eitthvað til í þessu? Af hverju
gengur svo hægt að bæta kjör þessar-
ar stéttar? Hvers vegna eru vandasöm
störf þeirra ekki hærra metin? Þó eigum
við og börnin okkar svo mikið undir því
að kennarar geti notið sín í starfi og séð
sér og sínum farborða. Getur verið að
batnandi hagur sé hugsaður fyrir fáa?
Er hugsanlegt að við þorum ekki að við-
urkenna hvað það kostar að reka þjóð-
félag með skólum og heilbrigðisþjón-
ustu og öðru því sem við tengjum við
siðmenningu?
„Drengurinn minn skilur ekkert í því
að fá ekki að halda áfram í spilatímun-
um, hvernig á ég að útskýra það?“ sagði
móðir í morgun. Foreldrar hafa áhyggj-
ur, því þó flest sé óbreytt, eru dagarnir
tómlegri og litlausari. Framvinda náms-
ins rofin.
Ísland vill vera þjóð meðal þjóða og
þegar ráðamenn hitta kollega sína í
útlöndum brosa þeir og fara á kostum. En
þegar heim kemur blasir veruleikinn við.
Undirrituðum dettur í hug Jón Helgason
sem ekki gat orða bundist er honum þótti
yfirlætið keyra úr hófi og orti:
Undir blaktandi fánum og herlúðrum
hvellum og gjöllum
sig hópaði þjóðanna safn,
þangað fór og af Íslandi flokkur af
keppendum snjöllum
og fékk á sig töluvert nafn:
í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum
var enginn í heimi þeim jafn.
Tökum brýningu skáldsins, nýtum
vaxandi hagsæld til að bæta kjör vinn-
andi fólks, með því sköpum við hér heil-
brigt, litríkt, hljómfagurt og réttlátt
samfélag.
„Í þeirri íþrótt að komast aftur úr öllum …“
Árið 2007 varð atburður sem leiddi til
þess að ég þurfti síðar að gangast undir 17
aðgerðir á hné og læri. Nýverið gekkst ég
undir 7 milljóna króna aðgerð í Þýskalandi
þar sem stór vöðvi var tekinn úr bakinu
og græddur í lærið. Von mín er að þessi
vöðvi muni bæta upp fyrir tvo vöðva sem
skemmdust í fyrrgreindum atburði og gera
mér kleift að standa aftur, t.d. við matar-
gerð, án þess að þurfa að setja allan lík-
amsþungann á betri fótlegginn. Atburður-
inn sem um ræðir var ekki sprengjuárás
heldur krossbandsaðgerð í Orkuhúsinu.
Fimm ára málsmeðferð
Frá árinu 2009 hefur landlæknisembættið haft kvartanir
mínar til meðferðar, m.a. um að krossbandið hafi verið
rangt staðsett og sjúkraþjálfunarmeðferðin, sem einnig
fór fram í Orkuhúsinu, hafi verið of áköf.
Með áliti embættisins árið 2011 hafði embættið fengið
meðeiganda Læknastöðvar Orkuhússins til að dæma um
krossbandsaðgerðina. Niðurstaða hans var auðvitað sú að
nýja krossbandið væri staðsett á „nákvæmlega sama stað
og hið gamla“ og þar með að það hafi verið rétt staðsett
m.v. anatómíuna.
Árið 2012 sendi velferðarráðuneytið kvörtun mína til
nýrrar meðferðar til landlæknisembættisins þar sem
embættinu var gert að finna nýja álitsgjafa, einnig nýjan
sjúkraþjálfara til að gefa álit sitt á sjúkraþjálfuninni. Til
þess fékk embættið þá Jón Karlsson, prófessor í bæklun-
arskurðlækningum í Gautaborg, og Magnús Örn Friðjóns-
son sjúkraþjálfara.
Af fjórum álitsgjöfum hefur aðeins Jón Karlsson, einn
álitsgjafanna sem starfar utan Íslands, gefið heiðarlegt
álit. Segir hann að festa krossbandsins við sköflung hafa
verið „verulega aftan við normal (anatómískan) festu-
punkt“. Einnig að festupunkturinn í lærlegg hafi verið
„of hár og of framarlega (sérstaklega of hár í lærlegg)“.
Þetta leiðir til þess að „mekanikin verður ekki rétt“ og
að „þjálfun verður ekki möguleg“. Jón segir að hann sé
sammála mínum lækni í Danmörku sem sé „mjög þekktur
og virtur skurðlæknir“, en sá læknir telur að mistök hafi
verið gerð.
Horft framhjá sérfræðingsáliti
Ég taldi víst að landlæknir myndi viðurkenna mistökin í
nýju áliti sínu, sem var undirritað af Geir Gunnlaugssyni
landlækni. Hins vegar vitnar hann í fæstar af niðurstöð-
um Jóns hér að ofan. Þvert á móti skrifar Geir að segul-
ómmyndir eftir aðgerð sýni „að krossbandsgrafturinn
hafi þá verið í ágætri legu og ekki að sjá neina áverka á
honum“. En þetta kemur ekki fram í greinargerð Jóns
heldur er tekið nánast orðrétt úr gögnum Orkuhússins!
Ennfremur skrifar Geir um staðsetningu krossbandsins
að um hana „sé þó ekki samhljómur meðal sérfræðinga“
sem er staðhæfing sem er tekin orðrétt úr greinargerð
læknis Orkuhússins sem kvörtunin beinist gegn! Niður-
staðan var því sú að engin mistök hafi verið gerð.
Hvað varðar álit Magnúsar er óréttlætið ekkert síðra.
Meginkvörtun mín var að ég var látinn gera æfingar
aðeins átta dögum eftir aðgerð sem mátti ekki gera fyrr
en 6 til 12 vikum eftir aðgerð. Segir Magnús þessar æfing-
ar vera „þvert á það sem almennt er ráðlagt“ og álagið á
vöðvana (sem skemmdust) „töluvert meira en almennt er
mælt með“. Í greinargerð meðferðaraðilans er þessum
æfingum lýst og að þær hefjist almennt í 2. tíma, sem var
8 dögum eftir aðgerðina skv. tímaskrá. Samt kemst Magn-
ús að þeirri niðurstöðu að ég hafi fundið upp á æfingunum
sjálfur! Ég hef lagt fram enn frekari sannanir fyrir því
að æfingarnar hafi verið að ráði meðferðaraðilans, m.a.
fyrir lestrarglærur frá árinu 2006 sem sýna það glögglega.
Magnús svaraði þeim athugasemdum ekki. Þetta er eitt af
mörgum dæmum um verulegt óhlutleysi hans.
Áberandi óréttlát umfjöllun Magnúsar er tekin trúan-
leg á meðan umsögn prófessors er hunsuð og læknarn-
ir sem kvörtunin beinist að fá sjálfir að dæma um eigin
aðgerð! Málsmeðferð Geirs er skrípaleikur og hann hefur
dregið mig á asnaeyrunum allan fimm ára skipunartíma
sinn. Fólk ætti að gera sér í hugarlund ef lögreglan myndi
starfa með þessum hætti og koma sökinni á rangan mann
með meðvituðum og skipulögðum hætti.
Enn af valdhroka
landlæknis
➜ Launagreiðandi getur, í krafti
yfi rburðastöðu sinnar, ráðist gegn
kjörum og réttindum launafólks
takmarkalítið. Ef ekki með aðgerð-
um sem rúmast innan hefðbundinna
samskipta á vinnustað, þá í krafti
óttans. Þannig getur launagreiðandi
ráðist einhliða gegn launakjörum
öðrum en taxtalaunum …
➜ Ég styð tónlistarkennara
heils hugar í kjarabaráttu þeirra
en nú er þetta verkfall farið að
pirra mig.
Endurskilgreining
friðarskyldunnar nauðsynleg
KJARAMÁL
Bragi Skúlason
formaður
Fræðagarðs
Halldór K.
Valdimarsson
framkvæmdastjóri
Hljóðfærin þagna
KJARAMÁL
Sigursveinn
Magnússon
skólastjóri
MENNING
Guðríður
Helgadóttir
móðir þriggja barna
í tónlistarnámi
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Árni Richard
Árnason
verkfræðingur