Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 36
12 • LÍFIÐ 7. NÓVEMBER 2014 1. Þegar ég var 10 ára fékk ég miða frá Binna bekkjarbróður mínum þar sem hann spurði hvort ég vildi byrja með sér. Ég krossaði við já. Daginn eftir fékk ég miða um að við værum búið spil og að hann væri byrjaður með Önnu bestu vin- konu minni! 2. En núna er ég næstum komin yfir þetta. 3. Ég mun eflaust aldrei skilja hvernig hann gat gert mér þetta. 4. Ég hef ekki sérstakan áhuga á fíkniefnum. Kids, don’t do drugs! 5. Karlmenn eru flottir nema Binni, hann er hálfviti! 6. Ég hef lært að maður á alls ekki að vera í hvítum buxum þegar maður er á túr. 7. Ég fæ samviskubit þegar ég gleymi mikilvægum atburðum í lífi ástvina minna, eins og þegar ég gleymdi ellefu ára afmæli Brynjólfs, litli bróður míns. Hann verður senni- lega aldrei aftur ellefu ára :( 8. Ég slekk á sjónvarpinu þegar ég má. Ég á ekki sjónvarp. Horfi bara á Sarpinn. Þá get ég líka horft aftur og aftur, spólað til baka og hoppað yfir atriði. Hæpið er snilld og Hraðfréttir maður! Og Landinn. 9. Um þessar mundir er ég mjög upptekin af Airwaves og því að vera kynnir á Skrekk. Sem rapp- etta í Reykjavíkurdætrum er ég að rappa utandagskrár á laugardag og á Húrra á sunnudag. Svo er ég líka að hugsa mjög mikið um hvern- ig ég get sigrað hjarta Binna aftur. Binni, ef þú ert að lesa þetta, viltu byrja með mér? 10. Ég vildi óska þess að fleiri vissu af Facebook og væru búnir að fara þar inn og like-a Þrjár basískar sem eru hluti af Reykjavík- urdætrum. BIÐLAR TIL BINNA BEKKJARBRÓÐUR Stíllinn minn er frekar einfaldur, ég fell oftast fyrir dökkum fötum og fallegum efnum og er eiginlega alltaf í svörtu. Ég reyni að kaupa bara föt sem ég veit að ég á eftir að nota og munu endast vel. Á Íslandi kaupi ég öll mín föt í Aftur, Jör, Evu og Urban í Kringlunni. Það sem veitir mér mestan innblástur þegar kemur að fatavali og stíl er tíðarandinn og tónlistin sem ég hlusta á hverju sinni. FATASKÁPURINN NATALIE G. GUNNARSDÓTTIR Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Natalie G. Gunnarsdóttir segist alltaf vera í svörtu 10 SPURNINGAR 1 2 5 4 3 Ég er þó ekki mikið fyrir trend, finnst þau áhugaverð en er mögulega uppfull af mótþróa og fer yfirleitt í öfuga átt. Skyrtan er úr Jör og jafnframt úr hör. Mæli með því að fólk næli sér í skyrtu úr hör, lífið er ekki eins eftir það. Húfan er keypt í Berlin þegar við Júlíana Einarsdóttir, vin- kona mín, vorum þar á loð- húfuveiðum. Trefillinn er úr versluninni Evu. Hann er hreint út sagt frábær fyrir þennan komandi íslenska vetur. Fer ekki út án hans. Sokkarnir eru glænýir og prjónað- ir af elskulegri ömmu minni, Guð- ríði Jensdóttur. Ég er í skýjunum yfir þeim og hlakka til að ganga inn í íslenska veturinn í þeim. CP Shades-kápa sem ég var að fá úr búðinni Aftur. Hún er úr mjúku og afskaplega þægi- legu efni. Hún er framleidd í San Francisco og það fengu allir sína VR-pásu við gerð hennar. Hún er í miklu uppá- haldi. Steiney Skúladóttir, fréttamaður í Hraðfréttum og Reykjavíkurdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.