Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 48
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 „Þessi plötuútgáfa fór út um allt í gamla daga og það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tón- list á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos, einn af þeim sem koma fram í kvöld á sérstökum Thule Musik og Strobelight Network tón- leikum á Airwaves í Þjóðleikhús- kjallaranum. Thule Musik sló í gegn í alþjóð- legu teknósenunni um miðjan tíunda áratug en Strobelight Net- work er nýstofnaður sproti útgáf- unnar. „Þetta var plötuútgáfa á hjara veraldar og jafnvel þótt við værum einangraðir frá umheim- inum þá vorum við mörgum árum á undan okkar samtíð í að búa til minímalískt dubteknó,“ segir Addi en plöturnar sem sveitin gaf út á sínum tíma teljast miklir safnara- gripir. Það var plötusnúðurinn frægi Nina Kraviz sem sendi Adda fyr- irspurn um að endurútgefa gamla plötu eftir hann. „Það var út af þessari pressu utan frá sem við ákváðum að endurútgefa allar bestu plöturnar okkar,“ segir Addi en í kvöld munu Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos troða upp. torduringi@frettabladid.is Það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tónlist á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul. FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 07. NÓVEMBER 2014 Tónleikar 12.00 Hádegistónleikaröð Tónlistar- félags Akureyrar fer fram í Menningar- húsinu Hofi í dag. Að þessu sinni kemur fram Daniele Basini gítarleikari. 1862 Nordic Bistro matreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið á meðan tón- leikum stendur. 12.00 Fronting at Airwaves tónleikar í Lucky Records. Tónleikar með sérstakri áherslu á líkamshreyfingar söngvara. Gunnar Ragnarsson úr Grísalappalísu, Kata Mogensen úr Mammút og Unn- steinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson koma fram. 12.15 Ókeypis hádegistónleikar Tríós Reykjavíkur ásamt nemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum verður flutt Haustið úr hinum vinsælu Árstíðum eftir Vivaldi auk stórbrotins píanótríós eftir Smetana. 16.00 The Anatomy of Frank frá Bandaríkjunum troða upp á 871+/-2 í Aðalstræti. 16.00 Hljómsveitin Milkhouse spilar þrisvar í dag, kl. 16.00 á Loft Hostel, kl. 18.00 á Hressó, kl. 18.45 í Hinu húsinu og kl. 19.30 í Lucky Records. 17.00 Mafama spila nýju plötuna Dog á Húrra í dag. 18.30 Lily of the Valley troða upp á neðri hæð Bar 11. 19.30 Kvikmyndin The Miners’ Hymns eftir Bill Morrison verður sýnd í Hörpu með undirspili Jóhanns Jóhannssonar. Miðar frá 2.400 til 4.300 kr. 20.00 Weirdcore, UFO Warehouse og Robot Disco halda tónleikakvöldið 528 hz á Paloma. Á efri hæðinni koma fram Snooze Infinity, Steve Sampling, Kíló, Marlon Pollock, Cryptochrome, Alvia Islandia, Lord Pusswhip, Quadruplos, Shades of Reykjavík og Robot Disco + Cosmic Bullshitter. Á neðri hæðinni þeytir DJ Harry Knuckles skífum. 21.00 Strangely and Shay frá Bandaríkj- unum troða upp í Stúdentakjallaranum í kvöld. 21.00 Marel Blues troða upp á Café Rósenberg. 21.30 Autonomous The Trio troða upp á Café Haiti. 1.000 krónur inn. Leiklist 21.00 Tiny Guy leiklistarhópurinn kemur fram í Mengi. 2.000 krónur inn. Fundir 16.00 Fyrsti kynningarfundur á verk- efninu Vettvangi til félaga MHR og annarra aðkomandi og áhugasamra fer fram í dag. MHR hefur hlotið undir- búningsstyrk frá Myndlistarsjóði fyrir verkefninu Vettvangi. Vettvangur er samstarfsverkefni Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík og Skógræktarfélags Reykjavíkur í formi húss á landi SFR (að líkindum í Esjuskógum). Kvikmyndir 18.30 Þýska sendiráðið í samstarfi við Goethe-Institut sýnir Múrmyndir í Háskólabíói, valdar myndir í tilefni af 25 ára afmæli falls Berlínarmúrsins. Tónlist 21.00 Trúbadorarinn Andri treður upp á English Pub og svo taka við Hjálmar & Dagur. Goðsagnakennd teknóútgáfa Thule Musik hefur snúið aft ur en rifi st er um upprunalegu plöturnar á netinu. ADDI EXOS OG THOR Plötusnúðarnir koma fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓHANN JÓHANNSSON TÓNLISTARMAÐUR ÞÓRARINN ELDJÁRN Myndlist 10.00 Jón Óskar sýnir ný verk eftir sig í Listasafni Íslands. 10.00 Sigurður Guðjónsson sýnir vídeó- verk sín í Listasafni Íslands. 20.00 Þrjár myndlistarsýningar opnaðar í Ekkisens, Bergstaðastræti 25b. Birta Þórhallsdóttir heldur fyrstu einkasýn- ingu sína, Tilorðningar, í Betri stofunni, Freyja Eilíf Logadóttir sýnir Vaxmyndir í Eldhúsinu og Guðrún Heiður Ísaks- dóttir verður með þátttökugjörninginn Syndaaflausn í Heilaga herberginu. Í dag opnar Inga Elín sýningu á nýjum Ljósaskúlptúrum í Gallery Bakarí á Skólavörðustíg 40. Ljósaskúlptúrarnir eru allir úr postulíni og kallast þeir SUNNA. Í dag opna systurnar Elísabet Rún og Elín Edda myndasögusýningu í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á sýningunni verður fyrsta myndasaga þeirra í fullri lengd, Plantan á gang- inum. Umræður 12.00 Þórarinn Eldjárn ræðir um skáld- sögu sína Hér liggur skáld sem kom út árið 2012 og sumir hafa kallað nýja Íslendingasögu. Fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.