Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 4
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
50.000 tonn af þorskhausum
eru þurrkuð af 10 til 12 fyrirtækjum
á Íslandi.
Útflutningsverðmætið var átta
milljarðar króna í fyrra.
UMHVEFRFISMÁL Bæjarstjórn
Grindavíkur er afar ósátt við að
fá ekki að vera með í ráðum við
endur skoðun vatnsverndar á höf-
uðborgarsvæðinu. Vinna ætti verk-
ið í nánu samstarfi við Grindavík.
„Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu hafa ekki svarað
þeirri kröfu Grindavíkurbæjar og
með því telur Grindavíkurbær að
verið sé að sýna ákveðna vanvirð-
ingu og yfirgang.“ - gar
Endurskoðun vatnsverndar:
Telja sig verða
fyrir yfirgangi
SKIPULAGSMÁL Eigendur í Þór-
unnartúni 2 og Borgartúni 8 til 16
krefjast stöðvunar framkvæmda
við Þórunnartún 4 og að ógilt verði
ákvörðun borgaryfirvalda um að
leyfa þar viðbyggingu og 93 her-
bergja hótel.
Kærendur segja forsendur ger-
breyttar „enda var ekki gert ráð
fyrir að annað stórt hótel yrði reist
í Þórunnartúni“, segir í kæru til
úrskurðarnefndar. - gar
Ósamkomulag á Höfðatorgi:
Framkvæmdir
verði stöðvaðar
UPPBYGGING Nóg um að vera við
Höfðatorg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KALDÁRBOTNAR Vatnsvernd endur-
skoðuð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Aðventuferð til Vínarborgar
27. - 30. nóvember
VITA
Skógarhlíð 12
Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Verð frá 89.900 kr.*
og 12.500 Vildarpunktar
á mann m.v.í tvíbýli á Hotel Artis.
Innifalið er flug og gisting með morgunverði.
*Verð án Vildarpunkta 99.900 kr.
HEILBRIGÐISMÁL „Við erum að búa
til nýja insúlín sprautu,“ segir
Sigur jón Lýðsson hjá nýsköpunar-
fyrirtækinu Medilync. Fyrirtækið
hefur að undanförnu þróað og
hannað tæki sem er ætlað að halda
og safna saman upplýsingum um
lyfjagjöf sykursjúkra.
Tækið sem gengur undir nafn-
inu Insulync mælir blóðsyk-
ur og gefur insúlín. Svo er hægt
að geyma á tækinu upplýsingar
um insúlíngjafir og blóðsykurs-
mælingar sem síðan eru sendar í
miðlæga gagnageymslu í skýinu
Cloud lync.
Notandinn getur svo nálgast
sín gögn í gegnum vafra eða þar
til gert app. Einnig getur notand-
inn gefið öðrum aðgang að sínum
gögnum svo sem aðstandanda eða
lækni. Með þessu geta foreldrar til
dæmis fylgst með insúlíninntöku
barna sinna.
„Insúlínpennarnir eins og þeir
eru í dag eru mjög einfaldir,“ segir
Sigurjón. Þessir pennar séu ekki
hannaðir til þess að geyma upp-
lýsingar. „Við viljum að notand-
inn geti fengið þessar upplýsingar
vistaðar á daginn.“
Tækið er einnig blóðsykurs-
mælir. „Þú getur mælt blóðsykur
á tækinu þannig að þú ert að fá eitt
og sama tækið. Við erum að fækka
hlutunum og einfalda fyrir sjúk-
linginn,“ segir Sigurjón sem kveð-
ur persónulega reynslu hafa orðið
til þess að hann fór að þróa tækið.
„Við erum að breyta því hvern-
ig sykursjúkur getur meðhöndl-
að sinn sjúkdóm,“ segir Sigurjón.
Þarna verði til ákveðin gögn sem
sjúklingur getur komist í. Sykur-
sjúklingar hafi oft háan blóðþrýst-
ing um langan tíma og það geti
haft áhrif á skammtímaminni.
„Ítrekað hef ég upplifað þetta
með pabba minn,“ segir Sigurjón.
Faðir hans hafi haft sykursýki í 35
ár og stundum þegar hann sprauti
sig sé hann búinn að gleyma því
fimm mínútum seinna.
Eigendur Medilync fengu nýlega
boð frá höfuðstöðvum Microsoft í
Bandaríkjunum um að koma til
Seattle og vinna með tölvunar-
verkfræðingum Microsoft að hug-
búnaðinum og skýinu sem tengist
lausnum Medilync.
„Það sem við erum að fara að
gera með Microsoft er að við erum
að fara að vinna að þeim hluta sem
tengir tækið við skýið þeirra,“
segir Sigurjón, sem áður vann hjá
Microsoft í níu ár.
Forsvarsmenn Medilync munu
svo hitta Scott Guthrie, aðstoðar-
forstjóra Microsoft Cloud &
Enterprise, í janúar í höfuðstöðv-
um Microsoft í Seattle.
jonhakon@frettabladid.is
Microsoft tekur þátt í
þróun insúlínsprauta
Íslenskir frumkvöðlar þróa nýjar og bættar insúlínsprautur. Þeir hyggja á samstarf
við hugbúnaðarrisann Microsoft um að tengja vöru sína við hugbúnað Microsoft.
Með nýju tækninni gætu foreldrar fylgst með insúlíninngjöf barna sinna á netinu.
ORKUMÁL Samorka, samtök orku- og veitu-
fyrirtækja, beinir því til Alþingis að þeir sex
orkukostir sem Alþingi færði úr nýtingar-
flokki í biðflokk í janúar 2013 fari til baka í
nýtingarflokk.
Um er að ræða Urriðafossvirkjun, Holta-
virkjun og Hvammsvirkjun í Þjórsá, Skrokk-
ölduvirkjun og Hágönguvirkjun I og II.
Eins styður Samorka tillögu til þingsálykt-
unar um færslu Hvammsvirkjunar í nýt-
ingarflokk, og segir tilfærsluna alla hafa
gengið þvert gegn faglegri niðurstöðu verk-
efnisstjórnar Rammaáætlunar.
Í ályktun Samorku er jafnframt farið fram
á að „núverandi verkefnisstjórn ljúki því
verkefni sem henni var falið í skipunarbréfi,
að forgangsraða vinnu við þá tvo aðra kosti
sem jafnframt var fjallað um sérstaklega í
nefndar áliti þáverandi meirihluta umhverfis-
og samgöngunefndar Alþingis í janúar 2013
[Hólmsárvirkjun við Atley og Hagavatns-
virkjun].
Loks gerir Samorka tillögu um að vinnu
verkefnisstjórnar verði forgangsraðað þann-
ig að fjallað verði um þá kosti sem best hafa
verið rannsakaðir og lengst eru komnir í
undir búningi, í ljósi þess tímahraks sem vinn-
an er komin í. - shá
Samorka vill að verkefnisstjórn Rammaáætlunar flýti vinnu og forgangsraði við mat orkukosta:
Vilja sex orkukosti aftur í nýtingarflokk
FRUMKVÖÐULL Sigurjón Lýðsson segir að það hafi haft mikil áhrif á sig að faðir
hans hafi verið með sykursýki í yfir 35 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPRAUTAÐ Tæknin sem Medilync er að
þróa gæfi foreldrum færi á að fylgjast
með insúlíninntöku barna sinna. Þannig
gætu þeir fylgst með því insúlíni sem
barnið tekur þegar foreldrið er ekki við-
statt. NORDICPHOTOS/GETTY
URRIÐAFOSS Þrír orkukostir í Þjórsá meðal annars
eru bitbein. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
DÓMSMÁL „Ég er búinn að biðja
hana endalaust fyrirgefning-
ar,“ sagði maður sem í gær var
dæmdur í Hæstarétt í þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir árás á sambýliskonu sína.
Maðurinn sló konuna, tók um háls
hennar og settist klofvega ofan á
brjóstkassa hennar. Konan lýsti
því fyrir dómi að henni hafi fund-
ist sem hún væri að kafna en náð
að slá manninn með grjóthnull-
ungi í höfuðið svo hún losnaði úr
greipum hans. Árásin var sögð
tilefnislaus og hrottafengin.
- sks
Réðst á sambýliskonu sína:
Barinn með
grjóthnullingi
HÆSTIRÉTTUR Dómur héraðsdóms var
staðfestur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elísabet Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HELGARHORFUR Það dregur heldur úr vindi og úrkomu á landinu til morguns og
kólnar talsvert í veðri. Á laugardag verður fremur ákveðin norðaustanátt með éljum
norðaustantil en á sunnudag verður víðast úrkomulítið og heldur bjartara.
-2°
15
m/s
2°
15
m/s
3°
16
m/s
7°
13
m/s
8-15 m/s.
5-10 m/s.
Gildistími korta er um hádegi
12°
23°
2°
13°
18°
5°
11°
9°
9°
26°
14°
23°
23°
21°
16°
9°
9°
9°
6°
8
m/s
6°
10
m/s
4°
5
m/s
3°
16
m/s
0°
13
m/s
0°
15
m/s
-4°
17
m/s
0°
-1°
-2°
-3°
-1°
-1°
-3°
-3°
-4°
-5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
SUNNUDAGUR
Á MORGUN
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands
hefur staðfest úrskurð Héraðs-
dóms Reykjavíkur um að vísa
beri frá máli Haga, sem reka
meðal annars Bónus og Hagkaup,
gegn íslenska ríkinu.
Málið var höfðað vegna kröfu
Haga um að ógilt yrði með dómi
ákvörðun Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar, sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra, að hafna beiðni
Haga um innflutning á lífrænum
kjúklingi. Héraðsdómur vísaði
málinu frá þann 7. október.
- jhh
Geta ekki flutt inn kjúkling:
Máli Haga var
vísað frá dómi