Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 50
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Mér finnst það vera mjög mik- ill heiður að komast þarna inn í umboðssölu hjá þeim,“ segir Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekkt- ur undir listamannsnafninu Odee. Hann er nú kominn með verkin sín í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. „Ég er tiltölulega nýr listamað- ur, þannig séð, þannig að þetta er mikill heiður. Nú, kannski fara tengdamútta og kærastan mín að trúa mér, að ég sé listamaður,“ segir hann og hlær. Odee gerir verk í klippimynda- stíl og tekur brot, til dæmis úr poppkúltúr og myndasögum. Verk- in eru unnin í ál en hann segir þetta nýja vinnuaðferð á Íslandi. „Ég veit ekki um neinn sem hefur verið að gera svona. Blekið er brætt inn í álið og það er gert fyrir mig í New York þar sem álið er hitað upp í eitthvað um 400 gráð- ur. Blekið síast inn í það og svo er húðað yfir.“ Nokkrar myndirnar eru unnar á þann hátt að þrívíð áhrif komi fram. „Þetta er svolítið sjónarspil sem menn verða að sjá með berum augum.“ - þij Klippimyndir Odee sýndar í Galleríi Fold Segir heiður að fá að sýna verk sín í galleríinu. ODEE Oddur Eysteinn Friðriksson segir að það sé mikill heiður að vera kominn að í gall- eríinu. Nú þegar 47 dagar eru til jóla eru fyrstu jólalög Létt Bylgj- unnar farin að hljóma á stöðinni. Mörg undan- farin ár hefur Létt Bylgjan verið fyrst útvarpsstöðva til að spila jólalögin og árið í ár er engin undantekning. „Það eru þó nokkrar vikur frá því að okkur fór að berast tölvupóst- ur og skilaboð í gegnum Facebook-síðu Létt Bylgj- unnar þar sem fólk var að spyrja hvenær jólalögin færu í loftið,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, dagskrárgerðarmaður á Létt Bylgjunni. „Okkur fannst réttur tími að gera það í dag enda margar verslanir og sum heimili farin að skreyta fyrir jólin. - fb Jólalög í spilun í dag Létt Bylgjan byrjar með jólalögin 47 dögum fyrir jól. HLUSTAR Á JÓLALÖG Létt Bylgjan er byrjuð að spila jólalögin, 47 dögum fyrir jól. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sophia Loren er andlit AFI-kvikmyndahátíðarinnar í ár en hún er áttatíu ára gömul. Á hátíðinni verður ein af hennar þekktustu myndum, Marriage Italian Style frá árinu 1964, sýnd. Þá verður stuttmyndin The Human Voice einn- ig sýnd á hátíðinni en leikstjóri henn- ar er Edoardo Ponti, annar tveggja sona sem Lauren átti með eiginmanni sínum heitnum, Carlo Ponti. Lauren segir í samtali við Holly- wood Reporter að margir hafi hvatt hana til að fara í lýtaaðgerðir þegar hún hóf leiklistarferilinn. Hún tók hins vegar fyrir það. „Ég reyndi að hlusta ekki á þetta fólk. Þau sögðu að nefið á mér væri of langt og munnur- inn of stór. Þetta særði mig ekki því þegar ég trúi á eitthvað er ég eins og í stríði. Þetta er orrusta,“ segir leik- konan og bætir við að eiginmaður sinn sálugi hafi meira að segja mælt með nefaðgerð. „Carlo sagði: Þú veist að töku- mennirnir segja að nefið á þér sé of langt. Kannski ættirðu að láta laga það aðeins. Og ég sagði: Heyrðu, ég vil ekki laga neitt á andlitinu mínu því mér líkar við það.“ Neitaði að fara í lýtaaðgerðir Sophia Loren segir að margir hafi hvatt hana til að láta laga á sér nefi ð. SOPHIA LAUREN Leikkonan áttræða er andlit AFI-kvikmyndahátíðarinnar í ár. NORDICPHOTOS/GETTY Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Tilboð: 8.950.000 kr. Toyota Land Cruiser VX FDM35 Skráður janúar 2012, 3,0TDCi dísil, sjálfskiptur Ekinn 87.000 km. Ásett verð: 9.490.000 kr. Tilboð: 3.160.000 kr. Ford Kuga Titanium S RVZ65 Skráður apríl 2012, 2,0TDCi dísil, beinskiptur Ekinn 81.000 km. Ásett verð: 3.590.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖR FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair NOTAÐIR BÍLAR Vertu með! Hvert myndir þú fara? Tilboð: 3.990.000 kr. Volvo S60 Momentum HVB97 Skráður júlí 2012, 1,6Di dísil, sjálfskiptur Ekinn 52.000 km. Ásett verð: 4.290.000 kr. Í MIKLU ÚRVALI Auglýsingaherferðin „komdu með skilríki frekar en afsakanir“ var á dögunum birt í tímaritinu Lür- zer’s Archive, virtu tímariti á sviði skapandi auglýsingagerðar á heimsvísu. Hún hafði áður birst í tímaritinu Shots. Íslenska auglýsingaskrifstofan Ennemm gerði auglýsinguna fyrir Vínbúðina í samstarfi við fram- leiðslufyrirtækið Pegasus en leik- stjóri auglýsingarinnar er Börkur Sigþórsson. „Þetta er sem sagt herferð sem við gerðum fyrir Vínbúðirnar í sumar, að fá fólk til þess að sýna skilríki þegar það kaupir áfengi. Það skemmtilega við þessa hug- mynd er að hún byggist svolítið á þessum afsökunum sem fólk ber upp þegar það er ekki með skil- ríki,“ segir Jón Árnason, „cre ative director“ auglýsingastofunnar Ennemm og einn þeirra sem komu að gerð herferðarinnar. Auglýsendur og auglýsingastof- ur geta sent inn efni í tímaritið sem ritstjórn fer svo yfir og velur úr. Í þessu tilfelli hafði tímarit- ið samband og kallaði eftir að fá að birta auglýsinguna og er það í fyrsta skipti sem íslensk auglýs- ing er birt í tímaritinu eftir þess- um leiðum. „Þetta er gott „búst“ og klapp á bakið, bæði fyrir Ennemm, Pegasus og Vínbúðina og setur Ísland á kortið í þessum alþjóðlega auglýsingaheimi.“ - gló Vínbúðarauglýsing birtist í virtu tímariti Fjallað hefur verið um herferð Vínbúðarinnar í tveimur þekktum fagtímaritum á sviði auglýsinga. STOLTIR Hjörvar Harðarson, Jón Árnason og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndateymi og Börkur Sigþórsson leikstjóri. MYND/HRAFNHILDUR HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.