Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 16
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Hvað með Siggu á borði 22? Fréttablaðið hefur sagt frá stór- bættum hag íslensks sjávarútvegs. Ekki er að efa að það fólk sem vinnur að nýjum afurðum, nýjum tekjum, fái umbun erfiðis síns. Skárra væri það nú. Um árið söng Bubbi Morthens um Siggu á borði númer 22, sem hætti í gær, í texta Bubba. Sigga og stallsystur hennar njóta seint góðrar afkomu. Laun þeirra eru ákveðin á fundi peningastefnunefndar Seðla- bankans. Þrjú þúsund krónur eru hámarkshækkun, segir í frétt úr Svörtuloftum. Allt bendir til að Sigga og stallsystur hennar verði áfram hálfdrættingar í launum miðað við stallsystur sínar í Noregi. Það hvessir, það lygnir Að venju er þess beðið, eftir að pen- ingastefnunefnd Seðlabankans hefur talað og gefið út hverjar launabreyt- ingar láglaunafólks megi mestar verða, að umræðan hefjist. Vilhjálm- ur Birgisson á Akranesi fer oftast þar fremstur og hann mun tjá sig um ákvörðun Seðlabankans, ákvörðun sem mun trúlega halda, sama hvað hver segir eða æpir. Allt er óbreytt og þó einn og einn rífi kjaft í hánorður, eins og sagt var á sjónum áður fyrr. Eins og segir í laginu: „Það hvessir / það rignir / en það styttir alltaf upp og lygnir.“ Einmitt, það lygnir. Hvað sem orðhvössustu menn segja má reikna með að ekkert breytist og áfram ráði Seðlabankinn launaþróuninni. Taka Reykjavík yfir Alþingismaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, ásamt fleiri þingmönn- um, undirbýr að nota afl Alþingis til að taka yfir vald borgarstjórnar Reykjavíkur, eða hluta þess, þar sem þingmennirnir eru ekki sáttir með stjórnun lýðræðiskjörinnar borgar- stjórnar. Sem betur fer eru ekki mörg fordæmi um ámóta inngrip af hálfu þingsins. Eitt er að vera á móti vilja borgarinnar, hitt er annað og vafasamara mál að ímynda sér að meirihluti alþingismanna sé betur til þess fallinn að ráða hvar eigi að byggja, hvar eigi að lenda flugvélum og þess háttar. Afstaðan sýnir hvað misvægi atkvæða getur verið mikið mál. sme@frettabladid.is Þetta er ekki fyrsta greinin sem við undirrituð sendum frá okkur í tilefni af alþjóðlegum degi gegn einelti, 8. nóvem- ber. Upphaflega áttum við samræður um einelti á árinu 2009 þegar annað okkar var heilbrigðisráðherra og hitt aktívisti sem beitti sér fyrir aðgerðum gegn ein- elti, þar á meðal að komið yrði á raun- verulegu samstarfi milli ráðuneyta um að takast á við eineltisvandann í skólum, á vinnustöðum og í þjóðfélaginu. Samráðs- hópur varð til og síðar var fagráðið sett á laggirnar, sem án efa hefur haft þýðingu málefninu til framdráttar. Úrræðaleysinu að bráð Sama má segja um þá aðila aðra sem hafa beitt sér í baráttunni gegn einelti og alla þá einstaklinga sem stigið hafa fram og sagt frá reynslu sinni svo draga megi af henni lærdóma. Slík framganga krefst mikils hugrekkis og er lofsverð. Þrátt fyrir allt þetta þrífst eineltið og verður oftar en ekki úrræðaleysinu að bráð. Eða viljaleysinu. Staðreyndin er sú að ráðuneyti, stofnanir, skólar og fyrir- tæki ráða illa við einelti og kynferðis- áreiti. Stundum er neitað að ræða vand- ann, meðal annars á þeim forsendum að það sé ekki í verkahring viðkomandi að ræða eða takast á við „einstök mál“. Þann- ig talar fólk á flótta. Hringjum bjöllum! Morgundagurinn, 8. nóvember, er hugs- aður til að halda okkur við efnið. Þess vegna eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að hringja bjöllum eða þeyta flautur, um allt land, helst um allan heim, á slaginu 13.00 í sjö mínútur, eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Með þessu móti sýnum við táknræn- an stuðning við fórnarlömb eineltis og heitstrengingu um að rjúfa þögnina sem hefur lengi umleikið einelti. Við neitum að standa þögul hjá og reynum heldur að hafa góð áhrif á okkar eigið umhverfi. Við leitumst við að bera virðingu fyrir fjölbreytileikanum og beita ekki valdi í samskiptum. Það á við um einelti eins og mörg þjóðfélagsmein að það krefst stöð- ugrar árvekni að ná árangri í glímunni við þau. Hringjum bjöllum og þeytum horn klukkan eitt á morgun. Vekjum samfé- lagið, vöknum sjálf. Þeytum fl autur gegn einelti og kynferðisofbeldi SAMFÉLAG Helga Björk Magnúsd. Grétudóttir tónlistarkennari og aktívisti Ögmundur Jónasson alþingismaður N ú stendur yfir Iceland Airwaves í Reykjavík. Um er að ræða sannkallaða tónlistarveislu sem vaxið hefur ár frá ári allt frá árinu 1999 þegar fyrsta hátíðin var haldin. Hátíðin hófst á miðvikudag og stendur alla helgina. Eitthvað um 220 listamenn eru sagðir koma fram á hátíðinni, þar af um 70 erlendar sveitir. Er þá ótalinn fjöldi uppákoma sem fram fer utan dagskrár. Og líkt og undanfarin ár er uppselt á hátíðina. Ekki þarf að fjölyrða um hvað þessi innspýting er mikilvæg fyrir bæði efnahags- og menningarlíf landsins. Raunar er allangt síðan rann upp fyrir ráðamönnum þjóðar- innar að eftir einhverju kynni að vera að slægjast í tónlistar- geiranum, kannski svo langt að það hafi gleymst aftur. Árið 1997 var nefnilega unnin fyrir iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytið skýrslan „Íslenskur tónlistariðnaður – aukin sóknarfæri“. Með dæmið um velgengni tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur og hylli á alþjóðavettvangi áttuðu menn sig á að tónlistargeiranum væru engin vaxtartakmörk sett og að útflutningur á tónlist gæti aflað landinu tekna. „Það er ljóst að jafnvel þótt einhver aukning verði á sölu hljómplatna hér á landi breytir það ekki þeirri staðreynd að Ísland er og verður „dvergmarkaður“,“ segir í skýrslunni og bent á að þá þegar hafi salan á fyrstu tveimur plötum Bjarkar numið liðlega nífaldri árlegri heildarveltu íslenska hljómplötu- markaðarins. Og margir íslenskir tónlistarmenn hafa líka gert það gott í útlöndum. Nærtæk nýleg dæmi eru sveitir á borð við Of Monst- ers and Men og Skálmöld. Svo má líka rifja upp gengi sveita á borð við Sigur Rós, LHOOQ, GusGus, Leaves, Sykurmolanna og Mezzoforte (sem kannski ruddi brautina). Í skýrslu starfshópsins sem skilaði niðurstöðu sinni 1997 kemur fram að höfundarnir áttuðu sig á því að forsenda fyrir útflutningi á tónlist væri gróskumikið tónlistarlíf hér á landi. Og grunnurinn að öflugu tónlistarlífi er lagður í tónlistar- skólum landsins. Meira að segja Björk þurfti eitthvað að læra, en hún hóf tónlistarferilinn með píanónámi ellefu ára gömul. Þótt dæmi séu um einstaka undrabörn á tónlistarsviðinu þá eru hæfileikar alls fjöldans ekki úr lausu lofti gripnir. Með þetta í huga er heldur önugt til þess að hugsa að tón- listarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur. Er von til þess að fulltrúar sveitarfélaganna sem semja eiga við tónlistarkennara um kaup og kjör horfi á heildarmyndina, sem liggur einhver staðar utan Excel-skjalsins? Ekki er nokkur leið til að rökstyðja að tónlistarkennarar eigi að þola lakari kjör en aðrir kennarar. Tími er kominn til að rétta þeirra hlut og hætta þessari vitleysu. Í dag á að setjast aftur að samningaborðinu eftir hlé. Von- andi er ekki of mikil bjartsýni að saman náist áður en Iceland Airwaves-hátíðin er á enda runnin. Það færi vel á því. Verkfallsskuggi yfir hátíð Iceland Airwaves: Tónlistin auðgar sem aldrei fyrr Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is ht.is Næsta bylgja sjónvarpa er komin UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Philips Ambilight sjónvarp með Android stýrirkerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.