Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 10
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 ÍSRAEL Avigdor Libermann, utan- ríkisráðherra Ísraels, gagnrýn- ir harðlínuþingmenn á ísraelska þinginu fyrir að notfæra sér í eigin þágu þá spennu, sem und- anfarið hefur magnast upp í Jerú- salem. Þeir hafi orðið sér úti um athygli „með ódýrum hætti“ þegar þeir héldu upp á Musteris- hæðina til að fara þar með bænir. Á Musterishæðinni er einnig Al Aksa-moskan, ein helgasta bygg- ing múslima og hafa svæði gyð- inga og múslima á hæðinni og við hana verið rammlega aðgreind. Hæðinni var lokað fyrr í vik- unni vegna vaxandi spennu og hafa jafnt múslimar og gyðingar verið afar ósáttir við þá ráðstöfun. Á miðvikudagskvöldið ók Palest- ínumaður bifreið inn í mannfjölda á lestarstöð skammt frá hæðinni, með þeim afleiðingum að ein kona dó og margir slösuðust. Lögregla skaut hann síðan til bana. Svipuð árás var gerð á þriðju- daginn á Vesturbakkanum þegar Palestínumaður ók inn í hóp ísra- elskra hermanna með þeim afleið- ingum að þrír þeirra særðust. Ökumanninum tókst að flýja af vettvangi. Benjamín Netanjahú, forsætis- ráðherra Ísraels, kennir Mahmúd Abbas, forseta Palestínu, um árás- ina í Jerúsalem, segir bæði hann og leiðtoga Hamas hafa verið með hatursáróður og hvatt til ofbeldis: „Við erum í langvarandi baráttu í Jerúsalem,“ segir Netanjahú. „Ég efast ekki um að við munum sigra.“ Stóraukið landrán ísraelskra harðlínumanna á herteknu svæð- unum í Jerúsalem og víðar á samt ekki hvað minnstan þátt í vaxandi spennu undanfarið, ásamt eilífum vonbrigðum með að hvorki gangi né reki í friðarviðræðum. Abdullah Jórdaníukonungur kallaði á miðvikudag sendiherra sinn heim frá Ísrael eftir að ísra- elska lögreglan réðst inn á hin helgu svæði múslima í austur- hluta Jerúsalem, en þeir Netan- jahú ræddust svo við í síma í gær til að finna leiðir til að lægja öld- urnar. gudsteinn@frettabladid.is Spennan vex í Jerúsalem Deilur Ísraela og Palestínumanna um helga staði í austurhluta Jerúsalem hafa magnast dag frá degi. Á mið- vikudag ók Palestínumaður inn í mannfjölda á lestarstöð, drap þar einn og slasaði marga en var svo skotinn.STJÓRNMÁL Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur þegið boð um að vera aðalræðumaður og flytja setningarávarp fjölþjóðlegr- ar ráðstefnu sem haldin verður í Berlín dagana 7. til 10. nóvem- ber í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrs- ins. Ráðstefnan er skipulögð af Insti- tute for Cultural Diplomacy. Auk Einars munu Hall- dór Ásgrímsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, og Árni Svanur Daníelsson prestur flytja ávörp. - aí Mun flytja setningarávarp: Forseti Alþingis til Þýskalands VIÐSKIPTI Alþjóðabandalag rann- sóknarblaðamanna (ICIJ) birti á miðvikudag lista yfir 343 fyrir- tæki sem eru sögð hafa notað Lúx- emborg sem skattaskjól. Á listanum má finna erlend stórfyrirtæki á borð við Amazon, Ikea, Heinz og FedEx. Fullyrt er að fyrirtæki hafi komist hjá skatt- greiðslum í þeim löndum þar sem þau afla tekna. Nafn Arion banka er á listan- um. Haraldur Guðni Eiðsson, for- stöðumaður samskiptasviðs bank- ans, segir ICIJ misskilja tengingu bankans við gamla Kaupþing. Bankinn greiði alla sína skatta hér á landi. - hg Ruglast á Kaupþingi og Arion: Birta lista yfir félög í skjólum ÍSRAELAR MÓTMÆLA Ísraelskir hægrimenn komu saman í Jerúsalem í fyrrakvöld eftir að Palestínumaður hafði ekið þar á hóp fólks á lestarstöð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP PALESTÍNUMENN MÓTMÆLA Stuðningsmenn Hamas komu saman í bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gær og hrópuðu: „Al Aksa-moskan okkar er ekki musterið þeirra.“ Við erum í langvar- andi baráttu í Jerúsalem Ég efast ekki um að við munum sigra. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Nordic Playlist með Símanum og Spotify Upplifðu norræna tónlist á Laugavegi eða í Sjónvarpi Símans Nordic Playlist í samstarfi við Símann og Spotify verða með Pop Up Radio Bar að Laugavegi 91, dagana 7.–9. nóvember. Komdu og fylgstu með því hvað erlent og íslenskt útvarpsfólk hefur að segja um norræna tónlist. Bein útsending verður í Sjónvarpi Símans á rás 230 og á siminn.is/nordic-playlist/ Föstudagur 12:15 - 13:00 Francine Gorman Nordic Playlist 13:00 - 14:00 Matthías Már Magnússon Rás 2 14:00 - 15:00 Þuríður Blær Reykjarvíkurdætur 15:00 - 15:30 Jaakko Eino Kalevi Tónleikar 15:30 - 16:30 Orri Freyr Rúnarsson X977 16:30 - 17:30 Jonas Verwijnen Kaiku Studios 17:30 - 18:30 Shell Zenner Amazing Radio 18:30 - 19:30 Kasper Bjørke Laugardagur 12:00 - 13:00 Francine Gorman Nordic Playlist 13:00 - 14:00 Huw Stephens BBC Radio 14:00 - 15:00 Salka Sól Eyfield Rás 2 15:00 - 16:00 Juhani Kenttämaa YleX 16:00 - 17:00 Ametist Azordegan P3 - SR 17:00 - 18:00 Jan Sneum P6 - DR 18:00 - 18:30 Ásgeir Tónleikar 18:30 - 19:30 Christine Dancke P3 - NRK Sunnudagur 12:00 - 13:00 Francine Gorman Nordic Playlist 13:00 - 14:00 Simone Raymonde Bella union 14:00 - 15:00 Melanie Gollin Flux FM 15:00 - 15:30 Byrta Tónleikar 15:30 - 16:30 Per Sinding Larsen SVT & PSL 17:00 - 18:00 Ólafur Páll Gunnarsson Rás 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.