Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 46
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 26
Umræðan býr til
hatur og verður til þess
að múslimar einangra sig
enn frekar og missa
áhugann á að verða hluti
af dönsku samfélagi.
BÆKUR ★★★ ★★
Stundarfró
Orri Harðarson
SÖGUR
Fyrsta skáldsaga Orra Harðarson-
ar, Stundarfró, er fyrst og fremst
um böl áfengis. Sagan fjallar um
afleiðingar skyndikynna ungr-
ar stúlku á Akureyri, Dísu, og
drykkfellds ungskálds að nafni
Arinbjörn Hvalfjörð. Dísa býr hjá
ömmu sinni, Aðalsteinu, sem verð-
ur örlagavaldur í sögu þeirra. Inn í
söguna er fléttað frásögnum af ætt-
ingjum og vinum sem mjög gjarnan
eiga við áfengisvandamál að stríða
líkt og Arinbjörn. Margar auka-
persónurnar eru jafnvel eins og
skissur af mismunandi tegundum
alkóhólista auk þess sem áfengi og
áhrif þess eru afdrifarík í nánast
öllum mikilvægum senum bókar-
innar.
Það er vert að taka fram að þetta
er bók sem heldur manni ágætlega
og hún er bara nokkuð skemmti-
leg aflestrar. Stíllinn er á köflum
svolítið tilgerðarlegur en líka oft
ansi hnyttinn auk þess sem Orra
tekst stundum mjög vel upp við
stuttar en hnitmiðaðar
lýsingar á aðstæðum og
fólki. Hann notar tónlist
markvisst til að byggja
upp stemningu og í
persónusköpun. Pers-
ónurnar setja lög á
fóninn, vitna í dægur-
lagatexta og tónlistar-
smekkur þeirra segir
oft töluvert um kar-
akter þeirra. Sögu-
maður notar einnig
dægurlagatexta til að
koma með athugasemdir um menn
og aðstæður. Þetta er oft mjög
skemmtilega gert og staðsetur auk
þess söguna kirfilega á níunda ára-
tugnum.
Eitt helsta vandamál sögunn-
ar er hins vegar ójafn frásagnar-
taktur. Orra tekst best upp þegar
framvindan er þannig að hann
leyfir sér að hvíla í textanum.
Þá fá lesendur að fylgjast með
hugsunum persóna og aðstæður
og umhverfi eru dregin sterkum
dráttum. Dæmi um þetta eru lýs-
ingar hans á timburmönnum og
sjálfsréttlætingu drykkjumanns-
ins Arinbjarnar. En stundum
skautar höfundur svo hratt yfir að
sagan verður yfirborðskennd. Til
dæmis er sagt er frá
skelfilegum og mann-
skemmandi atburð-
um eins og t.d. nauðg-
un Aðalsteinu nánast
sem um aukaatriði sé að
ræða. Okkur er sagt að
atburðir hafi alvarlegar
afleiðingar fyrir persón-
urnar en sagan sýnir ekki
að svo sé, nema að mjög
takmörkuðu leyti. Þetta
tengist mögulega þeirri til-
finningu að höfundur virðist
halda sig (og þar með lesendum) í
írónískri fjarlægð frá persónun-
um og atburðum sögunnar. Írón-
ískur stíllinn ýtir undir þá tilfinn-
ingu að við séum að fylgjast með
persónum sem okkur ber að vor-
kenna en séum jafnframt yfir þær
hafin. Sögulokin eru svo þannig að
maður veit varla hvort eigi að líkja
þeim við sápuóperu eða amerískan
raunveruleikaþátt.
Eins og fyrr segir er misnotkun
áfengis rauður þráður í gegnum
alla bókina og það sem stendur upp
úr eru lýsingar höfundar á margvís-
legum afleiðingum hennar. Þar er
nægur efniviður fyrir harmræna
frásögn um fólk sem ekki tekst að
skapa gæfu úr gjörvileika sínum
en það er eins og höfundur treysti
honum ekki til að halda bókinni
uppi. Því er kryddað með nauðg-
unum, kynferðislegri misnotkun,
sifjaspellum, foreldrum sem yfir-
gefa börn sín, vændi, bældri sam-
kynhneigð og almennum óheiðar-
leika alls og allra, án þess þó að
gefa nokkru almennilegt rými og
því verður sagan ekki eins áhrifa-
rík og ætla mætti. Stíllinn og frá-
sagnaraðferðin passa einfaldlega
ekki við þá fjölmörgu alvarlegu
mannlegu harmleiki sem tæpt er
á þannig að frásögnin verður með
ólíkindum. Ásdís Sigmundsdóttir
NIÐURSTAÐA: Höfundur lýsir
áfengisbölinu á sannfærandi og oft
skemmtilegan hátt en reynir að taka á
of mörgum og alvarlegum atriðum til
að geta gert þeim almennileg skil.
Afleiðingar áfengisbölsins
ORRI HARÐARSON „Orra tekst best upp þegar framvindan er þannig að hann leyfir
sér að hvíla í textanum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VERIÐ VELKOMIN Í NETTÓ
GRANDA OG MJÓDD
DAG SEM NÓTT
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00
F
A
S
TU
S
_E
_4
3.
11
.1
4
Veit á vandaða lausn
20%
AFSLÁTTURÍ NÓVEMBER
Potturinn og pannan
í góðu eldhúsi
Hágæða stálpottar og pönnur fyrir þá sem
eru metnaðarfullir í eldhúsinu. Má nota á allar
gerðir af hellum, þ.m.t. spanhellur.
Mikið úrval af öllum stærðum og gerðum.
Þremur mánuðum eftir að ljóða-
bókin, sem ber einfaldlega nafn
Yahya Hassan, kom út hafði hún
selst í yfir hundrað þúsund eintök-
um en einnig valdið svo miklum
usla í dönsku samfélagi að höfund-
urinn gengur ekki um götur Kaup-
mannahafnar án þess að hafa líf-
verði sér við hlið.
Hassan er staddur hér á landi
þar sem bók hans er nú komin út
í íslenskri þýðingu. Við sitjum
úti því hann vill geta reykt með
kaffinu sínu. Hann er löngu orð-
inn vanur sviðsljósinu enda orð-
inn afar þekktur í Danmörku
og óhræddur við að tjá skoðanir
sínar. En bjóst hann við þessum
viðtökum þegar hann gaf út bók-
ina?
„Já, ég vissi að það yrði allt
vitlaust og var undirbúinn fyrir
það. Ég hafði fundið það frá mínu
nánasta umhverfi enda hef ég
lengi talað opinskátt um skoðanir
mínar og samið ljóð. Ég hafði áður
kynnst ofbeldinu og hótununum
vegna þessa, en nú er það margfalt
meira. Auðvitað er bókin ákveðið
form uppreisnar og ég skrifa hana
á mjög einföldu og skýru máli því
ég vil að allir skilji mig. Ég hef
engan áhuga á að reyna að vera
flókinn og dularfullur.“
Fjölmiðlar bjuggu til æsinginn
Hassan hefur vakið reiði meðal
múslima en einnig innan eigin fjöl-
skyldu og talar hann til að mynda
ekki við föður sinn í dag. Hann er
sagður alhæfa um múslima út frá
eigin reynslu, er sakaður um að
vera rasisti og múslimahatari því
hann gagnrýnir trúna, hefðirnar
og aðstæðurnar á mörgum heim-
ilum í fátækrahverfunum.
„Ég alhæfi ekkert. Þetta er bara
minn uppvöxtur og mín reynsla.
Ég skrifaði bók í fyrstu persónu og
þetta eru mínar skoðanir. Ég segi
ekki að allir múslimar séu eins.
Ég segi að það sé ákveðinn strúkt-
ur í þessum hverfum alveg eins
og öðrum hverfum. Þessi strúkt-
ur byggist á glæpum, ofbeldi og
félagslegum vanda. Þannig er það
bara. En eftir að bókin kom út
nýttu danskir fjölmiðlar bókina
mína til að birta æsifréttir. Það
eru fjölmiðlar sem notuðu mín orð
til að alhæfa um alla múslima og
gerðu allt vitlaust í samfélaginu.“
Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð á
þeirri gjá sem hefur myndast milli
múslima og kristinna í Danmörku
að mati Hassans. Hann segir fjöl-
miðla stilla upp öfgasinnuðum
fulltrúum hægriflokka kristinna
og múslima í sjónvarpi eins og
skemmtiefni þar sem fylgst er með
hverjir verða reiðastir eða segja
mest sjokkerandi hlutina.
„Þessir fulltrúar eru á engan
hátt dæmigerðir fyrir samfélagið
en umræðan býr til hatur og verð-
ur til þess að múslimar einangra
sig enn frekar og missa áhugann
á að verða hluti af dönsku samfé-
lagi. Ef gjáin fær að stækka meira
endar þetta með borgarstyrjöld.“
Hassan gagnrýnir einnig inn-
flytjendastefnu danskra stjórn-
valda. Honum finnst innflytj-
endastefna þeirra einnig vera
útilokandi í stað þess að taka utan
um flóttafólk. „Það er ábyrgðar-
leysi að safna öllu flóttafólki
saman á einn stað. Það ætti að
dreifa fólki í hverfin þar sem það á
mun meiri möguleika á að aðlagast
nýju samfélagi. Mér hefur aldrei
fundist ég hluti af dönsku samfé-
lagi, jafnvel þótt ég sé fæddur í
Danmörku. Maður er hluti af sam-
félagi múslima í fátækrahverfi.
Það er ekki sú tilvera sem gefur
manni góðan undirbúning út í lífið,
fólk er illa menntað og menningin
verður mjög frumstæð.“
Trúin notuð sem vopn
Hassan segir fólk iðka trúna á und-
arlegum forsendum og veikbyggðum
grunni. Þannig sé trúin einfölduð
og fari að snúast um siði og póli-
tík frekar en dýpri hugsun. „Í bók-
inni er ég nefnilega ekki að gagn-
rýna íslamska trú sem slíka heldur
hvernig trúin er notuð sem vopn.
Við sem erum fædd í Danmörku
en alin upp í íslamskri menningu
getum ekki dýpkað þennan skiln-
ing eða fræðst um trúna. Fyrir það
fyrsta erum við fæst læs á arabísku
og því lærum við bara af umhverf-
inu, frá foreldrum okkar sem koma
úr flóttamannabúðum og hafa ekki
sjálf fræðst mikið um trúna. Þannig
að á endanum snýst þetta eingöngu
um að borða ekki svínakjöt og fylgja
skrýtnum reglum sem takmarka ísl-
amska menningu.“
En hverrar trúar ert þú?
„Það eru ákveðin gildi og hefð-
ir úr vestrænni menningu sem ég
tek til mín og það er eins með ísl-
amska menningu. En ég bið ekki
enda geng ég ekki upp í helgisið-
unum“ En finnst þér þú þá ekki til-
heyra neinu samfélagi í dag, hinu
danska eða íslamska? „Nei. En
ég hef tungumálið. Ég samsama
mig tungumálinu en ekki þjóð-
um eða táknum,“ segir þetta unga
ljóðskáld að lokum sem er laust
við lífverðina á Íslandi og segist
fagna frelsinu meðan á dvöl hans
stendur.
Vaxandi gjá mun enda með styrjöld
Yahya Hassan sendi frá sér ljóðabók átján ára gamall sem lýsir uppvexti í fátækrahverfi í Árósum. Hann lætur allt fl akka í bókinni, talar
um gegndarlaust ofb eldi föður síns, gagnrýnir bókstafstrú múslima og úrræðaleysi danska samfélagsins í innfl ytjendamálum.
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@365.is
NÍTJÁN ÁRA LJÓÐSKÁLD Ljóðabók Yahya Hassan er nýkomin út í íslenskri þýðingu
en bókin hefur valdið mikilli ólgu í Danmörku og er honum ekki óhætt að ganga
einn um göturnar vegna líkamsárása og aðkasts. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNING