Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 34
10 • LÍFIÐ 7. NÓVEMBER 2014 G unnar Már Sigfússon venti kvæði sínu í kross og fór úr því að vera einn vinsælasti einkaþjálfari landsins í að vera einn vinsæl- asti og söluhæsti matreiðslubóka- höfundur hér á landi. Meðfram því að vera að skrifa nýja bók er Gunnar með námskeið á netinu sem kennir fólki að hætta að borða sykur á sex vikum. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum væntingum og er Gunnar með íslenska þátttakendur um heim allan. „Sykur- neysla er greinilega hafin yfir landamæri og sykurvandamálið er ekki bundið við Ísland, þetta er alheimsvandamál. Ég er með íslenska þátttak- endur um allan heim; í Dubai, Noregi, Spáni og víðar,“ segir Gunnar. Sykur helsta orsök lífsstílssjúkdóma Árleg sykurneysla á hvern Íslending er talin vera um sextíu kíló á ári og er það álit margra að neyslan sé okkar helsta lýðheilsuvandamál og orsök algengustu lífsstílssjúkdóma sem mannfólkið glímir við á vest- rænum slóðum. „Fyrir mér er það alveg ljóst að sykur er helsti sökudólgur algengustu lífsstílssjúkdómanna. Heilbrigðiskerfið þolir engan veginn aukna tíðni þess- ara sjúkdóma og nú er bara kominn sá tími sem við verðum hvert og eitt okkar að taka ábyrgð á neyslu okkar og minnka verulega sykurneysluna. Þetta er kannski heldur mikil einföldun á málinu en ég held að allir séu sammála um að þetta væri risaskref í rétta átt og gæti verið góð byrjun á fleiri jákvæðum breyt- ingum sem við getum öll gert,“ segir hann og bætir við að með námskeiðunum vilji hann leggja sitt lóð á vogarskálarnar. „Ég er búinn að vera í heilsubransan- um í yfir tuttugu ár svo sykur er eitthvað sem ég hef meirihluta ævinnar takmarkað neyslu á og mælt með því að aðrir geri slíkt hið sama. Það er búin að vera svo hröð þróun í sykurneyslunni á undanförnum ára- tugum. Að mínu mati er þetta stærsta heilsuógn sem við höfum staðið frammi fyrir nokkurn tímann. Með þessum námskeiðum vil ég leggja mitt af mörkum þótt margt fleira þurfi að koma til. Það þarf þjóðará- tak gegn sykurneyslu,“ segir hann. Þarf að taka á rót vandans Námskeiðið Hættu að borða sykur er sem fyrr segir einungis haldið á netinu en það gerir nútímamanneskjunni auðveldara fyrir að nálgast námskeiðin á sínum forsendum og tíma. Daglega fá þátttakendur póst sem fræðir þá um hvernig hægt sé að hætta eða takmarka neyslu sykurs, sykurlausar upp- skriftir, sem og fræðslu um skaðsemi syk- ursins og í hvaða matvöru hann sé að finna. „Ég er sannfærður um það að ef vel á að takast þarftu að vita hvar sykur er að finna í neysluvörunum og geta þannig valið vörur sem innihalda minna af sykri. Ég held að fáir geti tekið þetta á hnefanum og bara hætt að borða sykur til frambúðar, það þarf meira að koma til, það þarf að taka löngunina út úr þessu öllu saman og það er gert með því að borða rétt samsetta fæðu sem tekur á rót vandans, lönguninni í sykur,“ segir Gunnar. Sykurminna 2015 Námskeiðin hafa fengið góð viðbrögð og virð- ist sem ekkert lát sé á eftirspurninni. „Það skín í gegn að allir þeir sem hafa tekið þátt í námskeið- inu eru meðvitaðri um hvar sykur er að finna og hversu skaðlegur hann er í raun. Fólk er farið að hugsa þetta öðruvísi og kaupa öðruvísi inn og það er heila málið. Mörgum hefur tekist að hætta syk- urneyslu og aðrir hafa stórminnkað hana og það er frábært að heyra frá fólki að hugarfarið sé breytt og hugsunarlaust sykurát sé á undanhaldi,“ segir Gunnar og kveðst sannfærður um að það að hætta í sykri muni auka lífsgæði allra sem það gera og bæta heilsu þeirra. „Ég finn að þessi viðbrögð sem ég er að upplifa frá fólki eftir þessar vikur tvíefla mig í þessum málum og nú er bara að spýta í lófana og gera enn betur,“ segir hann að lokum og vonast til þess að árið 2015 verði árið sem Íslendingar taki sig saman, minnki meðvitað sykurneyslu sína og taki með því skref í átt á betri heilsu og lífsgæðum. ÞAÐ ÞARF ÞJÓÐARÁTAK GEGN SYKURNEYSLU GUNNAR MÁR SIGFÚSSON segir sykurinn vera helsta og erfiðasta andstæðinginn sem mannkynið hefur þurft að kljást við. Hann sé ein helsta orsök algengustu lífsstílssjúkdómanna og nú sé kominn sá tími þar sem hver og einn þarf að taka ábyrgð á eigin neyslu. Gunnar Már Sigfússon SYKURLAUSA SÚKKULAÐIKAKA GUNNARS MÁS Einföld og bragðgóð súkkulaði- kaka sem einfalt er að leika eftir 200 g 85% dökkt súkkulaði (því dekkra súkkulaði því minna um sykur) 200 g smjör 1 dl sukrin-sætuefni 1 tsk. vanilludropar 4 egg Hitaðu ofninn í 200°C. Settu súkkul- aðið og smjörið í pott og bræddu á lágum hita. Gunnar vill að Íslendingar leggi frá sér sykurinn. NORDICPHOTOS/GETTY 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík METSÖLULISTI IÐU Koparakur Gyrðir Elíasson Náðarstund Hannah Kent Kata Steinar Bragi Lína langsokkur: allar sögurnar Astrid Lindgren Knúsbókin Jóna Valborg & Elsa Nielsen Ljómandi! Þorbjörg Hafsteinsdóttir 28.10.14 - 04.11.14 Ástríkur og víkingarnir Goscinny & Uderzo Skrímslakisi Áslaug Jónsdóttir o.fl. Maðurinn sem stal sjálfum sér Gísli Pálsson You Are Nothing Hugleikur Dagsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.