Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 6
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvert er útfl utningsverðmæti makrílafl a frá 2007? 2. Undir stjórn hvaða fl okks verða báðar deildir Bandaríkjaþings? 3. Um hversu mikið dróst hagnaður álveranna þriggja saman milli 2012 og 2013? SVÖR: 1. Nálægt 100 milljörðum. 2. Repúblikana- fl okksins. 3. Um 90 prósent. MENNTAMÁL Skóla- og frí- stundaráð Reykjavíkur- borgar hefur samþykkt tillögu þar sem lýst er yfir eindregnum vilja til að veita börnum sem ekki hafa kennitölu leikskóla- pláss í borginni. Sam- kvæmt núgildandi reglum verða börnin að hafa lög- heimili og fasta búsetu í Reykjavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu mörg börn þetta gætu verið að jafnaði. Á undanförnum árum hefur verið hringt og óskað eftir leikskólaplássi fyrir eitt til þrjú börn á ári en ekki hefur verið hægt að verða við því. Við getum ekki fullyrt hvernig þetta verður í framtíðinni,“ segir Skúli Helgason, formaður ráðsins. Reiknað er með að kostn- aður borgarinnar fyrir hvert barn verði 600 þúsund eða það sama og borgin ber vegna barna fæddra hér, að því er Skúli greinir frá. Hann tekur fram að það sé sann- gjarnt og eðlilegt að veita börn- um þessa þjónustu þótt foreldrar þeirra séu tímabundið með óljósa stöðu í kerfinu. „Þetta samrýmist mannréttindastefnu borgarinnar, jafnræðisreglu stjórnarskrárinn- ar og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna ekki síst, sem við höfum nýlega lögfest.“ Þegar samþykkt hefur verið breytingartillaga á regl- unum verður málinu vísað til borg- arráðs. - ibs Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkir tillögu um vilja til að veita undanþágu frá reglum: Börn án kennitölu fái leikskólapláss ÁN PLÁSS Vegna reglna hefur leikskóla- umsóknum vegna barna án kennitölu verið hafnað. SKÚLI HELGASON FJARÐABYGGÐ Íbúar Fjarðabyggð- ar eru ósáttir við þær hugmynd- ir meirihluta bæjarstjórnar að keyra börn á milli þéttbýliskjarna í sveitar félaginu til að mæta hag- ræðingarkröfu. Íbúasamtök hafa sent frá sér ályktanir um málið. Meirihlut- inn hefur fallið frá því að keyra börn frá Stöðvarfirði á Fáskrúðs- fjörð. Enn eru uppi hugmyndir um að flytja börn frá Eskifirði og Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar. „Opin umræða um samfélagið okkar og að við verðum meðvituð í þeirri tímabundnu stöðu sem við erum í að fá alla til að koma að borð- inu og velta því fyrir okkur saman hvernig við nýtum fjármagnið sem okkur er skammtað sem best hlýt- ur að vera öllum til hagsbóta,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar. Jens segir verkefnin framund- an ærin og menn þurfi að velta upp ýmsum mögu- leikum til að fjár- hagsáætlun 2015 verði rét tum megin við núllið. „Laun opin- berra starfs- manna hækkuðu á árinu um 8-10 prósent, mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig var loðnu- vertíðin hvorki fugl né fiskur sem hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu okkar hér í Fjarðabyggð. Við erum að reka sex grunnskóla með 13 stjórnendum og við þurfum að velta fyrir okkur hvernig við nýtum fjár- magnið sem best og höldum uppi góðri þjónustu fyrir börnin okkar.“ Jens Garðar segir að öllum þess- um hugmyndum hafi verið kastað fram til að reyna að fá umræðu um hlutina í bænum því fræðslumál snerti allflesta íbúa sveitarfélags- ins. „Þessu er öllu kastað fram sem hugmyndum til að fá upp umræðu. Þetta er markmið, að vera með opna og gagnsæja stjórnsýslu og fá upp umræðu í sveitarfélaginu,“ segir Jens Garðar. Í umræðu um fjárhagsáætlun 2015 í bæjarstjórn Fjarðabyggðar voru viðraðar hugmyndir til að ná sparnaði í fræðslumálum. Bæjarstjórn stendur frammi fyrir því að þurfa að stoppa í um 70 milljóna króna gat í fjárhagsáætlun næsta árs. Til stóð að aka börnum á morgnana frá Stöðvarfjarðarskóla á Fáskrúðsfjörð. Sú hugmynd fór illa í íbúa svæðisins. Jens Garðar og Jón Björn Hákonarson, forseti bæjar- stjórnar, lögðu til að það yrði ekki að veruleika. sveinn@frettabladid.is Börn verði ekki send á Reyðarfjörð í skóla Íbúasamtök Eskifjarðar hafa ályktað gegn því að elstu grunnskólabörnin verði send til Reyðarfjarðar í skóla. Bæjarstjórn hefur fallið frá því að börn á Stöðvarfirði verði send til Fáskrúðsfjarðar. Stoppa þarf í um 70 milljóna króna gat á næsta ári. STÖÐVAR- FJÖRÐUR Í sveitarfélaginu Fjarðabyggð eru sex grunn- skólar með þrettán stjórn- endum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALI JENS GARÐAR HELGASON VIÐSKIPTI Landsbankinn hagnaðist um 5,1 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi. Fyrirtækið var rekið með 6,7 millj- arða hagnaði á sama tíma í fyrra og er samdrátturinn milli ára því 24 prósent. Afkoma bankans á fyrstu níu mánuðum ársins var því jákvæð um 20 milljarða króna miðað við 22 milljarða hagnað á sama tímabili 2013. Í uppgjörstilkynningu bankans segir að lækkunin skýrist aðallega af hærri sköttum, sem hækki um tvo milljarða króna milli ára. Bankinn hafi greitt 8,7 millj- arða í tekjuskatt og sérstaka skatta á fjármálafyrirtæki á fyrstu níu mánuðum ársins. „Lækkun á vaxtamun og á verðbréfamörkuðum hefur áhrif til lækkunar á tekjum en á móti kemur virðisaukning útlána, meðal annars vegna hratt lækkandi vanskila. Bæði inn- og útlán hafa vaxið töluvert sem er til marks um vaxandi umsvif í hagkerfinu,“ segir Steinþór Páls- son, bankastjóri Landsbankans, í tilkynningunni. - hg Afkoma Landsbankans á þriðja ársfjórðungi jákvæð en hagnaður minnkar: Hagnaður 5,1 milljarður króna BANKASTJÓRINN Steinþór Pálsson segir rekstur Landsbankans hafa gengið vel fyrstu níu mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HEILBRIGÐISMÁL Ávísunum á sterk verkjalyf fjölgaði um fimm prósent milli áranna 2012 og 2013, að því er segir á vef Landlæknisembættisins. Ávísunum lyfja sem innihalda Oxycodon fjölgaði. Árið 2013 kom á mark- að samheitalyf verkjalyfsins OxiContin sem bæst hefur í flokk sterkra ávanabindandi lyfja á ólöglega vímuefnamarkaðnum hér á landi. Ólafur Einarsson, verkefnisstjóri lyfjagagnagrunns hjá Landlækni, segir ávísunum á OxiContin hafa fækkað á tímabilinu eða úr 60.073 dags- kömmtum í 45.756. Dagskammar samheitalyfsins hafi verið 32.115 árið 2013 þannig að samtals hafi dagskammtar lyfja sem innihalda Oxycodon verið nær 78 þúsund árið 2013. Langmest er ávísað af Parkodin forte af sterkum verkjalyfjum. Árið 2012 var ávísað 978 þúsund dagskömmtum en rúmlega milljón í fyrra. - ibs Samantekt Landlæknis á umfangi ávísana lyfjategunda: Ávísað oftar á sterku verkjalyfin LYF Langmest er ávísað af Parkodin forte í flokki sterkra verkjalyfja. VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.