Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 07.11.2014, Blaðsíða 52
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 32 Iceland Airwaves hafi n í borginni Tónlistarhátíðin vinsæla Iceland Airwaves hófst með pompi og prakt í fyrradag með tónleikum víða um Reykjavíkurborg. Búist er við um 50 þúsund gestum á hátíðina, bæði á utandagskrárviðburði og þá tónleika sem eru á aðaldagskránni. Alls voru rúmir 9.000 miðar í boði og þar af voru í kringum 5.000 keyptir af útlendingum. Ljósmyndari Fréttablaðsins tók púlsinn á stemningunni þetta kvöld. SIN FANG Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, uppi á sviði í Silfurbergi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ÁHORFENDUR Fjöldi áhorfenda mætti í Hörpu og þessir fylgdust grannt með uppi við sviðið. MEÐ HNÉHLÍFAR Hnéhlífar eru mikilvægur hluti af góðri sviðsframkomu eins og sannaðist í fyrrakvöld. SKOÐAR SÍMANN Síminn er aldrei langt undan á tónleikum Iceland Airwaves frekar en á öðrum tónlistarhátíðum. LEAVES Arnar Guðjónsson, forsprakki hljómsveitarinnar Leaves, uppi á sviði. INNLIFUN Sungið var af mikilli einlægni og innlifun í Hörpu. FM BELFAST Hljómsveitin FM Belfast var í miklu stuði í Gamla Bíói eins og sjá má. MIÐVIKUDAGUR 5. NÓVEMBER TÓNLIST ★★★★ ★ Ásgeir Iceland Airwaves HARPA SILFURBERG Fjölmennt var í Silfurbergi í Hörpu þegar Ásgeir, áður þekktur sem Ásgeir Trausti, steig á svið ásamt fríðu föruneyti. Auk hefðbundinna hljóðfæraleikara í poppgeiranum var kallaður til strengjakvartett auk blástursþríeykis sem gerði tónleikana þeim mun þéttari og skemmtilegri. Tónlist Ásgeirs er ekki beint til þess fallin að kalla fram dans- hvatir hjá fólki og var stemning- in róleg eftir því. Greinilegt var að margir vildu heyra í söngvar- anum 22 ára frá Laugarbakka, sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum með útgáfu plötu sinnar Dýrð í dauðaþögn. Þurftu sumir að bíða lengi fyrir utan salinn og á göngum Hörpu, svo löng var röðin. Margir hverjir fengu eflaust valkvíðahnút í magann að þurfa að velja á milli Ásgeirs og Leaves sem spiluðu samtímis í Norðurljósasaln- um. Lítil ferð var á gestum sem voru greinilega sáttir við val sitt. Tveir háværir Danir kepptu um tíma við Ásgeir um athygli mína en smá færsla innan skarans kom mér nær söngvaranum einlæga. Sem betur fer. Ásgeir byrjaði á nýrri og minna þekktum lögum sem fengu fínar viðtökur hjá tónleikagestum. Fólk- ið sötraði sitt öl, sumir lygndu aftur augum, einn og einn sveiflaði hönd- um en aðrir hreyfðu hausinn. Eftir því sem á tónleikana leið fóru kunn- uglegri lög að heyrast og fögnuðu tónleikagestir þegar lagið Leynd- armál fór í gang. Hápunkturinn fyrir flesta var vafalítið þegar fal- legu píanóhljómarnir í lokalaginu, Nýfallið regn, heyrðust. Stórbrotið lag og ljóst að Ásgeir hefði fengið langt uppklapp ef ekki hefði verið vegna óskrifaðra reglna um engin aukalög á Airwaves. Þegar ég sá Ásgeir á Airwaves í fyrra stuðaði mig aðeins hve lítil samskipti hans voru við áhorfend- urna. Nú veit ég nákvæmlega hvar ég hef hann. „Takk, thank you og þetta er lokalagið okkar,“ voru skilaboðin til tónleikagesta í gær. Skilaboðin sem mestu skipta er tón- listin sem var virkilega vel flutt, bæði af Ásgeiri sjálfum og frábær- um hljóðfæraleikurum á sviðinu. Kolbeinn Tumi Daðason NIÐURSTAÐA: Ásgeir klikkar ekki. Falleg tónlist, flutt af einlægni og án allrar tilgerðar. Ásgeir hinn trausti, einlægur og án tilgerðar ÁSGEIR Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti stóð fyrir sínu í fyrrakvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR TÓNLIST ★★★★ ★ Svartidauði Iceland Airwaves GAMLA GAUKNUM Svartidauði steig á svið og var einstaklega þétt, en sveitin spilar níðþungan, níhílískan og öfgakenndan metal. Kapparnir voru vígalegir ásýndum með svarta máln- ingu framan í sér að sönnum svartmálmssið. Andrúmsloft- ið á tónleikum með Svarta- dauða er alltaf þrungið ein- hverri illsku og orku. Þó að enginn almennilegur „pittur“ hafi byrjað á dansgólfinu þá var það frekar vegna hóflátra áhorfenda heldur en frammi- stöðu sveitarinnar, sem bomb- aði út þessu þrumandi sándi sem hún er þekkt fyrir. Hér er nefnilega um að ræða bestu íslensku metalsveitina síðan HAM var upp á sitt besta. A-klassa málmur og tónlist sem hæfir kirkjubrennu frekar en barnaafmæli. Þórður Ingi Jónsson NIÐURSTAÐA: Þrumandi og öfgakenndur metall í heims- klassa. Besti metallinn eft ir HAM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.