Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 50

Fréttablaðið - 07.11.2014, Side 50
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Mér finnst það vera mjög mik- ill heiður að komast þarna inn í umboðssölu hjá þeim,“ segir Oddur Eysteinn Friðriksson, betur þekkt- ur undir listamannsnafninu Odee. Hann er nú kominn með verkin sín í Gallerí Fold á Rauðarárstíg. „Ég er tiltölulega nýr listamað- ur, þannig séð, þannig að þetta er mikill heiður. Nú, kannski fara tengdamútta og kærastan mín að trúa mér, að ég sé listamaður,“ segir hann og hlær. Odee gerir verk í klippimynda- stíl og tekur brot, til dæmis úr poppkúltúr og myndasögum. Verk- in eru unnin í ál en hann segir þetta nýja vinnuaðferð á Íslandi. „Ég veit ekki um neinn sem hefur verið að gera svona. Blekið er brætt inn í álið og það er gert fyrir mig í New York þar sem álið er hitað upp í eitthvað um 400 gráð- ur. Blekið síast inn í það og svo er húðað yfir.“ Nokkrar myndirnar eru unnar á þann hátt að þrívíð áhrif komi fram. „Þetta er svolítið sjónarspil sem menn verða að sjá með berum augum.“ - þij Klippimyndir Odee sýndar í Galleríi Fold Segir heiður að fá að sýna verk sín í galleríinu. ODEE Oddur Eysteinn Friðriksson segir að það sé mikill heiður að vera kominn að í gall- eríinu. Nú þegar 47 dagar eru til jóla eru fyrstu jólalög Létt Bylgj- unnar farin að hljóma á stöðinni. Mörg undan- farin ár hefur Létt Bylgjan verið fyrst útvarpsstöðva til að spila jólalögin og árið í ár er engin undantekning. „Það eru þó nokkrar vikur frá því að okkur fór að berast tölvupóst- ur og skilaboð í gegnum Facebook-síðu Létt Bylgj- unnar þar sem fólk var að spyrja hvenær jólalögin færu í loftið,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, dagskrárgerðarmaður á Létt Bylgjunni. „Okkur fannst réttur tími að gera það í dag enda margar verslanir og sum heimili farin að skreyta fyrir jólin. - fb Jólalög í spilun í dag Létt Bylgjan byrjar með jólalögin 47 dögum fyrir jól. HLUSTAR Á JÓLALÖG Létt Bylgjan er byrjuð að spila jólalögin, 47 dögum fyrir jól. NORDICPHOTOS/GETTY Leikkonan Sophia Loren er andlit AFI-kvikmyndahátíðarinnar í ár en hún er áttatíu ára gömul. Á hátíðinni verður ein af hennar þekktustu myndum, Marriage Italian Style frá árinu 1964, sýnd. Þá verður stuttmyndin The Human Voice einn- ig sýnd á hátíðinni en leikstjóri henn- ar er Edoardo Ponti, annar tveggja sona sem Lauren átti með eiginmanni sínum heitnum, Carlo Ponti. Lauren segir í samtali við Holly- wood Reporter að margir hafi hvatt hana til að fara í lýtaaðgerðir þegar hún hóf leiklistarferilinn. Hún tók hins vegar fyrir það. „Ég reyndi að hlusta ekki á þetta fólk. Þau sögðu að nefið á mér væri of langt og munnur- inn of stór. Þetta særði mig ekki því þegar ég trúi á eitthvað er ég eins og í stríði. Þetta er orrusta,“ segir leik- konan og bætir við að eiginmaður sinn sálugi hafi meira að segja mælt með nefaðgerð. „Carlo sagði: Þú veist að töku- mennirnir segja að nefið á þér sé of langt. Kannski ættirðu að láta laga það aðeins. Og ég sagði: Heyrðu, ég vil ekki laga neitt á andlitinu mínu því mér líkar við það.“ Neitaði að fara í lýtaaðgerðir Sophia Loren segir að margir hafi hvatt hana til að láta laga á sér nefi ð. SOPHIA LAUREN Leikkonan áttræða er andlit AFI-kvikmyndahátíðarinnar í ár. NORDICPHOTOS/GETTY Skoðaðu úrvalið á NOTADIR.BRIMBORG.IS Söludeildir eru opnar virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7030 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Notaðir bílar - Brimborg Tilboð: 8.950.000 kr. Toyota Land Cruiser VX FDM35 Skráður janúar 2012, 3,0TDCi dísil, sjálfskiptur Ekinn 87.000 km. Ásett verð: 9.490.000 kr. Tilboð: 3.160.000 kr. Ford Kuga Titanium S RVZ65 Skráður apríl 2012, 2,0TDCi dísil, beinskiptur Ekinn 81.000 km. Ásett verð: 3.590.000 kr. 400.000 KR. FERÐAFJÖR FINNDU BÍLINN ÞINN Á NOTADIR.BRIMBORG.IS *Allir sem kaupa notaðan bíl af Brimborg á tímabilinu 1. nóvember 2014 til og með 22. desember 2014 fara í pott. Einn heppinn vinningshafi verður svo dreginn út 23. desember 2014 og fær hann 400.000 kr. gjafabréf frá WOW air. Athugið á ekki við um umboðssölubíla. Kauptu notaðan bíl af Brimborg og þú átt möguleika á að vinna * GJAFABRÉF FRÁ WOWair NOTAÐIR BÍLAR Vertu með! Hvert myndir þú fara? Tilboð: 3.990.000 kr. Volvo S60 Momentum HVB97 Skráður júlí 2012, 1,6Di dísil, sjálfskiptur Ekinn 52.000 km. Ásett verð: 4.290.000 kr. Í MIKLU ÚRVALI Auglýsingaherferðin „komdu með skilríki frekar en afsakanir“ var á dögunum birt í tímaritinu Lür- zer’s Archive, virtu tímariti á sviði skapandi auglýsingagerðar á heimsvísu. Hún hafði áður birst í tímaritinu Shots. Íslenska auglýsingaskrifstofan Ennemm gerði auglýsinguna fyrir Vínbúðina í samstarfi við fram- leiðslufyrirtækið Pegasus en leik- stjóri auglýsingarinnar er Börkur Sigþórsson. „Þetta er sem sagt herferð sem við gerðum fyrir Vínbúðirnar í sumar, að fá fólk til þess að sýna skilríki þegar það kaupir áfengi. Það skemmtilega við þessa hug- mynd er að hún byggist svolítið á þessum afsökunum sem fólk ber upp þegar það er ekki með skil- ríki,“ segir Jón Árnason, „cre ative director“ auglýsingastofunnar Ennemm og einn þeirra sem komu að gerð herferðarinnar. Auglýsendur og auglýsingastof- ur geta sent inn efni í tímaritið sem ritstjórn fer svo yfir og velur úr. Í þessu tilfelli hafði tímarit- ið samband og kallaði eftir að fá að birta auglýsinguna og er það í fyrsta skipti sem íslensk auglýs- ing er birt í tímaritinu eftir þess- um leiðum. „Þetta er gott „búst“ og klapp á bakið, bæði fyrir Ennemm, Pegasus og Vínbúðina og setur Ísland á kortið í þessum alþjóðlega auglýsingaheimi.“ - gló Vínbúðarauglýsing birtist í virtu tímariti Fjallað hefur verið um herferð Vínbúðarinnar í tveimur þekktum fagtímaritum á sviði auglýsinga. STOLTIR Hjörvar Harðarson, Jón Árnason og Örn Úlfar Sævarsson hugmyndateymi og Börkur Sigþórsson leikstjóri. MYND/HRAFNHILDUR HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.