Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 48

Fréttablaðið - 07.11.2014, Page 48
7. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 28 „Þessi plötuútgáfa fór út um allt í gamla daga og það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tón- list á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul,“ segir plötusnúðurinn Addi Exos, einn af þeim sem koma fram í kvöld á sérstökum Thule Musik og Strobelight Network tón- leikum á Airwaves í Þjóðleikhús- kjallaranum. Thule Musik sló í gegn í alþjóð- legu teknósenunni um miðjan tíunda áratug en Strobelight Net- work er nýstofnaður sproti útgáf- unnar. „Þetta var plötuútgáfa á hjara veraldar og jafnvel þótt við værum einangraðir frá umheim- inum þá vorum við mörgum árum á undan okkar samtíð í að búa til minímalískt dubteknó,“ segir Addi en plöturnar sem sveitin gaf út á sínum tíma teljast miklir safnara- gripir. Það var plötusnúðurinn frægi Nina Kraviz sem sendi Adda fyr- irspurn um að endurútgefa gamla plötu eftir hann. „Það var út af þessari pressu utan frá sem við ákváðum að endurútgefa allar bestu plöturnar okkar,“ segir Addi en í kvöld munu Octal, Yagya, Ruxpin, Yamaho, Amaury, Thor og Exos troða upp. torduringi@frettabladid.is Það sem er svo merkilegt við þetta er að þessi tónlist á enn þá við þó hún sé hátt í 20 ára gömul. FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? FÖSTUDAGUR 07. NÓVEMBER 2014 Tónleikar 12.00 Hádegistónleikaröð Tónlistar- félags Akureyrar fer fram í Menningar- húsinu Hofi í dag. Að þessu sinni kemur fram Daniele Basini gítarleikari. 1862 Nordic Bistro matreiðir súpu sem tónleikagestir geta notið á meðan tón- leikum stendur. 12.00 Fronting at Airwaves tónleikar í Lucky Records. Tónleikar með sérstakri áherslu á líkamshreyfingar söngvara. Gunnar Ragnarsson úr Grísalappalísu, Kata Mogensen úr Mammút og Unn- steinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson koma fram. 12.15 Ókeypis hádegistónleikar Tríós Reykjavíkur ásamt nemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Á tónleikunum verður flutt Haustið úr hinum vinsælu Árstíðum eftir Vivaldi auk stórbrotins píanótríós eftir Smetana. 16.00 The Anatomy of Frank frá Bandaríkjunum troða upp á 871+/-2 í Aðalstræti. 16.00 Hljómsveitin Milkhouse spilar þrisvar í dag, kl. 16.00 á Loft Hostel, kl. 18.00 á Hressó, kl. 18.45 í Hinu húsinu og kl. 19.30 í Lucky Records. 17.00 Mafama spila nýju plötuna Dog á Húrra í dag. 18.30 Lily of the Valley troða upp á neðri hæð Bar 11. 19.30 Kvikmyndin The Miners’ Hymns eftir Bill Morrison verður sýnd í Hörpu með undirspili Jóhanns Jóhannssonar. Miðar frá 2.400 til 4.300 kr. 20.00 Weirdcore, UFO Warehouse og Robot Disco halda tónleikakvöldið 528 hz á Paloma. Á efri hæðinni koma fram Snooze Infinity, Steve Sampling, Kíló, Marlon Pollock, Cryptochrome, Alvia Islandia, Lord Pusswhip, Quadruplos, Shades of Reykjavík og Robot Disco + Cosmic Bullshitter. Á neðri hæðinni þeytir DJ Harry Knuckles skífum. 21.00 Strangely and Shay frá Bandaríkj- unum troða upp í Stúdentakjallaranum í kvöld. 21.00 Marel Blues troða upp á Café Rósenberg. 21.30 Autonomous The Trio troða upp á Café Haiti. 1.000 krónur inn. Leiklist 21.00 Tiny Guy leiklistarhópurinn kemur fram í Mengi. 2.000 krónur inn. Fundir 16.00 Fyrsti kynningarfundur á verk- efninu Vettvangi til félaga MHR og annarra aðkomandi og áhugasamra fer fram í dag. MHR hefur hlotið undir- búningsstyrk frá Myndlistarsjóði fyrir verkefninu Vettvangi. Vettvangur er samstarfsverkefni Myndhöggvarafélags- ins í Reykjavík og Skógræktarfélags Reykjavíkur í formi húss á landi SFR (að líkindum í Esjuskógum). Kvikmyndir 18.30 Þýska sendiráðið í samstarfi við Goethe-Institut sýnir Múrmyndir í Háskólabíói, valdar myndir í tilefni af 25 ára afmæli falls Berlínarmúrsins. Tónlist 21.00 Trúbadorarinn Andri treður upp á English Pub og svo taka við Hjálmar & Dagur. Goðsagnakennd teknóútgáfa Thule Musik hefur snúið aft ur en rifi st er um upprunalegu plöturnar á netinu. ADDI EXOS OG THOR Plötusnúðarnir koma fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓHANN JÓHANNSSON TÓNLISTARMAÐUR ÞÓRARINN ELDJÁRN Myndlist 10.00 Jón Óskar sýnir ný verk eftir sig í Listasafni Íslands. 10.00 Sigurður Guðjónsson sýnir vídeó- verk sín í Listasafni Íslands. 20.00 Þrjár myndlistarsýningar opnaðar í Ekkisens, Bergstaðastræti 25b. Birta Þórhallsdóttir heldur fyrstu einkasýn- ingu sína, Tilorðningar, í Betri stofunni, Freyja Eilíf Logadóttir sýnir Vaxmyndir í Eldhúsinu og Guðrún Heiður Ísaks- dóttir verður með þátttökugjörninginn Syndaaflausn í Heilaga herberginu. Í dag opnar Inga Elín sýningu á nýjum Ljósaskúlptúrum í Gallery Bakarí á Skólavörðustíg 40. Ljósaskúlptúrarnir eru allir úr postulíni og kallast þeir SUNNA. Í dag opna systurnar Elísabet Rún og Elín Edda myndasögusýningu í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. Á sýningunni verður fyrsta myndasaga þeirra í fullri lengd, Plantan á gang- inum. Umræður 12.00 Þórarinn Eldjárn ræðir um skáld- sögu sína Hér liggur skáld sem kom út árið 2012 og sumir hafa kallað nýja Íslendingasögu. Fer fram í stofu 105 á Háskólatorgi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.