Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 10

Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 10
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 NEYTENDUR „Það eru engar áætl- anir um að breyta innihaldi þeirra vara sem seldar eru á Íslandi eftir því sem við vitum best hjá Vífil- felli.“ Þetta segir Stefán Magn- ússon, markaðsstjóri Vífilfells, vegna afnáms kvóta á kornsíróp innan Evrópusambandsins árið 2017. Guðjón Sigurjónsson hjá Ölgerð- inni segir notkun þess ekki á stefnuskrá. Kornsíróp er sætuefni unnið úr maís og er ódýrara en venjulegur sykur. Á vef danska ríkisútvarpsins er haft eftir Per Bendix Jeppe- sen við Háskólann í Árósum, sem rannsakar sykursýki og offitu, að vísindamenn óttist að matvæla- iðnaðurinn í Evrópu muni gleypa við sykurtegundinni high fructose corn syrup, HFCS. Jeppesen telur að aukin neysla þessarar sykur- tegundar geti leitt til þess að fleiri veikist. Taka á málið fyrir hjá Evr- ópuþinginu. Anna Sigríður Ólafsdóttir, dós- ent í næringarfræði við Háskóla Íslands, segir kenningar uppi um að mikið magn frúktósa í fæðinu sé slæmt heilsunni og valdi offitu, sérstaklega kviðfitusöfnun, og brengli seddustjórnun. „Hins vegar snýst þetta allt um jafnvægi og heildarmagn og vandinn er ekk- ert síður til staðar með venju legan sykur. Það skiptir langmestu máli að við áttum okkur á því að mikið magn af sykri er skaðlegt heils- unni og því þarf að breyta mat- vælaframleiðslu í þá átt að við hverfum frá sæta bragðinu og minnkum bæði magn og fækkum matvælum sem eru sæt í stað þess að skipta út sykurtegundum.“ - ibs Erlendir vísindamenn óttast aukna sykurneyslu: Vara við afnámi kvóta á síróp úr maís GOSDRYKKIR Hægt er að innbyrða mikið magn sykurs á skömmum tíma þegar hann er í fljótandi formi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PIPA R \ TBW A • SÍA • 14 39 37 Er framtíð verkfræðirannsókna á Íslandi grundvöllur nýsköpunar í atvinnulífinu? Dagskrá: Setning fundar – dr. Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor og formaður stjórnar. Stuttar kynningar á rannsóknum nýs starfsfólks hjá Verkfræðistofnun Háskóla Íslands – dr. Matthias Book, dr. Ásdís Helgadóttir, dr. Kristinn Andersen og dr. Rajesh Rupakhety. Pallborðsumræður með fulltrúum atvinnulífsins um framtíð verkfræðirannsókna á Íslandi – Svana Helen Björnsdóttir, Stiki – Information Security; Kristín Martha Hákonardóttir, Verkís; Gunnar Hólmsteinn Guðmundsson, Plain Vanilla og Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Efla. Fundurinn fer að hluta fram á ensku. Léttar veitingar að fundi loknum. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Ársfundur Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 16:00–17:30 í Tæknigarði VERKFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Reykjavíkurborg ı 411 1111 ı www.reykjavik.is/sala Re yk ja ví ku rb o rg 7 . n óv em b er 2 01 4 / JH J Sími 412 2500 www.murbudin.is Trélím & límkítti MS Polymer límkítti frá Bostik verð kr. 1250 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi sér- sveitarhermaður í Bandaríkj- unum, Robert O‘Neill, fullyrðir að hann hafi skotið Osama bin Laden. O‘Neill hefur áður tjáð sig við fjölmiðla, án þess þó að gefa upp nafn sitt, og lýst því sem gerðist þegar sérsveit hans réðst inn í hús í Pakistan, þar sem hryðju- verkaforinginn var í felum árum saman. Kurr er í félögum O‘Neills vegna þess að þetta átti allt að fara leynt. - gb Drap Osama bin Laden: Stærir sig af að hafa hleypt af EL SALVADOR, AP Meira en 1.500 glæpagengi eru skráð í bækur öryggismálaráðuneytisins í El Salvador. Þau vaða uppi með ofbeldi og halda þjóðinni í heljar- greipum. Konur og stúlkur verða einna verst úti, en til þessa hefur þögnin að mestu ríkt um hið kyn- bundna ofbeldi. „Allir meðlimir þessara glæpa- gengja ráðast á konur. Öll glæpa- gengin haga sér svona,“ segir Silvia Juares, lögmaður samtaka sem fylgjast með kynbundnu ofbeldi í El Salvador. „Ef það eru 60 til 70 þúsund glæpamenn, ímyndið ykkur þá hve mörgum konum hefur verið misþyrmt.“ Samkvæmt opinberum tölum hafa 239 konur og stúlkur verið myrtar í El Salvador það sem af er þessu ári, og 201 að auki er saknað. Frá ársbyrjun og fram í ágúst var tilkynnt um 361 nauðgun til lögreglunnar. Tölfræðin er hins vegar afar óáreiðanleg, enda er almennt talið að um það bil tuttugu pró- sent kvenna tilkynni um nauðg- anir. Líklegt er að þetta hlutfall sé enn lægra í El Salvador. Vera má að dauðsföll og mannshvörf séu heldur ekki tilkynnt í öllum tilvikum. Margar konur hafa flúið land frekar en að þurfa að leita á náðir réttarkerfis, sem oftar en ekki lætur ofbeldi gegn konum óátalið. Margar leita hælis í Bandaríkjunum eftir að hafa verið rænt og nauðgað. „Við höfum séð mikla fjölgun,“ segir Lindsay Toczlylowski, sem er lögfræðingur hjá kaþólskum líknarsamtökum í Los Angeles. „Þannig þróast gengjastríðin. Við sjáum þetta annars staðar þar sem stríðsástand ríkir og nauðg- anir eru notaðar sem vopn.“ Sex milljónir manns búa í El Salvador. Tíðni morða er þar hærri en í nokkru öðru landi að undanskildu nágrannalandinu Hondúras. Jafnan eftir miklar rigningar koma í ljós ómerktar grafir þar sem fórnarlömb glæpa hafa verið falin. Afbrotafræðingur að nafni Israel Ticas hefur það að starfi að grafa upp lík úr ómerktum gröfum fyrir skrifstofu ríkis- saksóknarans. Hann segir að í meira en helmingi þeirra grafa, sem hann hefur fundið, séu lík kvenna eða stúlkna. „Það eru örugglega hundruð slíkra mála og jafnvel þúsundir,“ segir hann. gudsteinn@frettabladid.is Glæpagengi ráðast á konur og stúlkur Íbúum í El Salvador er haldið í heljargreipum af liðsmönnum glæpagengja sem fara um landið með ofbeldi, ræna konum og nauðga. Fæstar þora að tilkynna. ISRAEL TICAS Starfar hjá saksóknara í Hondúras við að grafa upp ómerktar grafir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Allir meðlimir þessara glæpagengja ráðast á konur. Öll glæpa- gengin haga sér svona. Silvia Juares, lögmaður samtaka sem fylgjast með kynbundnu ofbeldi í El Salvador
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.