Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 08.11.2014, Qupperneq 18
8. nóvember 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ MÍN SKOÐUN: PAWEL BARTOSZEK Sigurjón Magnús Egilsson sme@frettabladid.is Seinasta vor samþykkti Alþingi tillögu um endur-skoðun fíkniefnalöggjafar: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að endurskoða stefnu í vímuefnamálum á grundvelli lausnamiðaðra og mannúðlegra úrræða, á forsendum heilbrigðis- kerfisins og félagslega kerfisins, til aðstoðar og verndar neytendum efnanna og félagslegum réttindum þeirra, aðstandendum þeirra og samfélaginu í heild.“ Séu ráðamenn hleraðir má giska á að útkoman úr starfinu verði til- laga að einhvers konar „afglæpa- væðingu“. Þótt það sé jákvætt skref í sjálfu sér skapar það auð- vitað mjög undarlegt réttar ástand. Hvernig væri ef menn hefðu ekki afnumið áfengisbannið á sínum tíma heldur sagt: „Það er ekki bannað að eiga áfengi og ekki bannað að drekka það, en það er bannað að framleiða það, flytja inn og selja?“ Hvaða áhrif hefði það haft á markaðinn? Það er í raun til merkis um áframhaldandi friðþægingu að vilja leyfa fólki að neyta ákveð- inna eiturlyfja en vísa mönnum í undirheima ef þeir vilja útvega sér þau. Þá er lögleiðing og há verðlagning miklu skynsamlegri leið til að lágmarka skaðann sem hlýst af neyslu þeirra. Nokkur fylki Bandaríkjanna lögleiddu notkun kannabis í afþreyingarskyni í vikunni. Þótt einhverjum þyki það kannski of stórt skref að stíga í einu er það skref sem ætti að hugleiða. Eða eigum við kannski að bíða með það í fimm ár? Eigum við að halda áfram að eyðileggja líf ungs, óheppins fólks meðan samfélagið meltir þetta? Sumir vilja að ríkið banni sum eiturlyf til að senda skilaboð. Ef ríkið vill „senda skilaboð“ þá getur það prentað plakat. Að setja fólk á sakaskrá með þeim afleið- ingum að ferðafrelsi þess skerðist er miklu meira en skilaboð. Afglæpavæðing nóg? Setjum okkur aðeins í spor þessara einstaklinga (ef við erum ekki í þeirra sporum nú þegar). Í hvert skipti sem þeir fljúga til Bandaríkjanna þurfa þeir að svara spurningu um hvort þeir hafi einhvern tímann verið handteknir eða dæmdir vegna fíkniefnabrota. Þeir standa þá frammi fyrir tveimur kostum. Sá fyrsti er að ljúga að bandarískum landamærayfirvöldum. Sá síðari er að svara spurningunni sann- leikanum samkvæmt og vera þá, að öllum líkindum, neitað um inn- göngu inn í landið. Hvorugur kost- urinn er sérstaklega góður. Hvað réð því að þetta fólk lenti í vandræðum en ekki einhver hinna í fjórðungnum sem viðurkennir að hafa reykt hass eða gras? Líkleg- ast bara lukka. Þau héngu með grunsamlegra fólki, höfðu of mikil læti í einhverju partíi, bjuggu í verra hverfi eða voru einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Sé maður í þeim sporum að hafa sjálfur einhvern tímann neytt ólöglegra eiturlyfja og komist upp með það, hvernig getur maður réttlætt fyrir sjálf- um sér að maður geti ferðast um heiminn eins og óspjallaður dýr- lingur meðan aðrir, sem tóku nákvæmlega sömu ákvörðun en urðu óheppnir, beri fyrir mann byrðarnar? Að þeir þurfi kannski að velja milli þess að sleppa því að fara í nám í háskóla sem þá langar í eða að ljúga að yfir völdum erlends stórveldis? Kannski segja sumir að það megi segja hið sama um alla glæpi: „Margir þjófar sleppa. Það þýðir ekki að það eigi að leyfa þjófnað.“ Eflaust má gúddera þann þankagang að einhverju leyti. En það leiðir okkur kannski að lykil- spurningunni í þessu máli. Og lykil spurningin er ekki það hvort við viljum að fleiri neyti eiturlyfja oftar. Lykilspurningin er hvort við eigum að refsa fólki fyrir að gera það. Heft ferðafrelsi Fjórði hver maður sem les þessi orð hefur einhvern tímann prófað kannabis-efni. Langflestir komust upp með það. Fæstir voru hand- teknir, vistaðir, ákærðir, eða dæmdir fyrir vörslu eða með- ferð fíkniefna. Þeir einfaldlega sluppu. En það sleppa ekki allir. Stund- um, í tengslum við umræðu um „afglæpavæðingu fíkniefna“, er látið eins og fíkniefni hafi í raun þegar verið afglæpavædd. Þá er gjarn- an vísað í það að það er óal- gengt á Íslandi að menn séu d æmd i r t i l óskilorðsbund- innar fangelsis- vistar fyrir neyslu eða vörslu fíkniefna án þess að annað komi til. Það má eflaust vera rétt. En því fer samt fjarri að þessi mál séu með einhverjum hætti látin afskiptalaus af stjórnvöldum. Á síðasta ári skráði lögreglan 1.534 fíkniefnabrot í flokknum „varsla og meðferð“. Miðað við tölfræði áranna þar á undan má áætla að um þúsund manns hafi verið ákærð fyrir þessi brot. Ekki fyrir framleiðslu, eða innflutn- ing eða sölu, heldur vörslu og meðferð. Og þessar kærur hafa afleiðingar. Leyfum dóp H vað íslenska þjóðin er lánsöm. Enn og aftur standa íbúar annarra landa agndofa og horfa hingað í forundran. Það öfunda okkur allir, allavega flestir, segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Það er ekki lítið þegar fámenn þjóð eins og Íslendingar hefur unnið önnur eins afrek og þau sem kalla á öfund heims- byggðarinnar. Að hugsa sér. Ísland best í heimi. Merkilegt er að aðrar þjóðir api ekki eftir okkur og taki upp það sem færir okkur þá sérstöðu að aðrir horfi hingað í forundran. Það má segja for- ráðamönnum annarra þjóða að Íslendingar hafi ekkert á móti því að íslenska krónan verði gjaldmiðill öfundarmannanna. Og því fer svo fjarri að við höfum einkarétt eða einkaleyfi á verðtryggingunni. Eða fjár- magnshöftunum. Gjörið svo vel, allar þjóðir heims, og gangið að íslenska hlaðborðinu. Hvað má bjóða? Krónuna, verðtrygginguna, fjármagnshöftin eða bara allt þetta? Ísland best í heimi. Vitað er að þar sem ljósið skín skærast, þar eru jú skuggar, stundum langir skuggar. Um leið og við yljum okkur við öfund annarra, er réttast að kíkja fyrir horn, í skuggasundið: „Krónan er okkur alveg gríðarlega dýr. Við sjáum að íslenski Seðlabank- inn er með hæstu stýrivexti í heimi, allavega hinum vestræna. Það kostar okkur mjög mikla peninga. Sex prósenta vaxta- munur er mikill. Heimilin skulda um tvö þúsund milljarða og fyrirtækin í landinu um þrjú þúsund milljarða, þetta eru fimm þúsund milljarðar sem hvíla á hagkerfinu og það eru neytendur, og að einhverju leyti útflutningur, sem borga þetta. Að mestu neytendur. Sex prósent af fimm þúsund milljörðum eru einfald- lega þrjú hundruð milljarðar. Í vaxtamuninn fer sem nemur einum þriðja af launaútgjöldum fyrirtækjanna í landinu. Svo er því haldið fram að við séum með meira fullveldi og sjálfstæði með því að gera þetta. Ég sé ekki mikið frelsi í þessu fyrir hönd minna félagsmanna,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í þættinum Sprengisandi í sumar sem leið. Hann sér stöðuna ögn öðruvísi en sumir aðrir. Ísland best í heimi? En hvað gerir Ísland svona sérstakt, einstakt? Jú, við vinnum lengri vinnudag en aðrir. Við höfum minni tíma til að vera hvert með öðru. Vegna alls og alls verðum við stöðugt að standa við austurtrogið. Svo allt þetta sökkvi ekki. Ísland best í heimi? Og til að viðhalda þessu öllu, krónunni, vöxtunum, höftunum og verðtryggingunni og annarri sérstöðu okkar vitum við fyrir víst að almenningur hér á landi sættir sig við að fá jafnvel innan við helming þeirra launa sem fólk fær fyrir sambærileg störf í öðrum löndum. Því kann að koma einhverjum á óvart að á sama tíma standi íbúar annarra landa og horfi hingað norður eftir, hreint að bugast og grænir af öfund. Skrítið, fólk sem býr við stöðugleika, lága vexti, betri kjör og hvað eina skuli öfunda okkur. Ekki er þetta misskilningur? Ísland er jú best í heimi, er það ekki? Staða okkar Íslendinga er um margt sérstök: Er Ísland best í öllum heiminum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.