Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.11.2014, Blaðsíða 40
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 © GRAPHIC NEWS AUSTUR- ÞÝSKALAND Bonn Berlín BERLÍN (1961-1989) Hamborg Frankfurt München Dresden VESTUR- ÞÝSKALAND NORÐUR- SJÓR 200 km A U S T U R - Þ Ý S K A L A N D Tegel Tempelhof Shönefeld Gatow Checkpoint Charlie Checkpoint Bravo VESTUR- BERLÍN AUSTUR- BERLÍN SOVÉSKA SVÆÐIÐ BANDARÍSKA SVÆÐIÐ BRESKA SVÆÐIÐ FRANSKA SVÆÐIÐ 5 km Landamærastöðvar Bravo, Charlie og lestarstöðin Friedrich- strasse voru opnar öðrum en Þjóðverjum Berlínarmúrinn Lengd: 43,1 km Landamæragirðing 111,9 km Aldarfjórðungur er á morg-un liðinn frá því fyrstu glufurnar opnuðust á Berlínarmúrnum. Gluf-urnar stækkuðu hratt og fáum árum síðar var múrinn ógurlegi nánast horfinn með öllu. Hlutirnir gerðust hratt í Austur- Þýskalandi haustið 1989. Í septem- ber stofnuðu óánægðir íbúar borg- arahreyfingar sem tóku að berjast opinberlega fyrir auknum lýðrétt- indum. Óánægjuraddir fóru reynd- ar að heyrast óvenju hátt strax í kjölfar sveitarstjórnarkosninga vorið áður. Um sumarið stigu nokkr- ir hópar stjórnarandstæðinga fram í dagsljósið eftir að hafa verið í felum „neðanjarðar“ í lengri eða skemmri tíma. En um haustið brast stíflan. Boðað var til reglulegra útimót- mæla á mánudögum í Leipzig og fleiri borgum Austur-Þýskalands og þátttakan jókst jafnt og þétt. Ráðamenn fundu fyrir þrýst- ingnum og gátu smám saman ekki við neitt ráðið. Þann 18. októ- ber sagði Erich Honecker, leiðtogi austur-þýska Kommúnistaflokks- ins og æðstráðandi ríkisins, af sér. Þó hafði hann aðeins ellefu dögum áður fullyrt í ræðu í tilefni af 40 ára afmæli Austur-Þýskalands: „Vinir okkar um heim allan geta treyst því að sósíalisminn stendur á óhaggan- legum undirstöðum í Þýskalandi, heimalandi Marx og Engels.“ Ný forusta tók við völdum í flokknum og ríkinu, menn sem aldir voru upp innan austurþýska flokks- agans en höfðu greinilega ekki jafn sterkar taugar til ríkisvaldsins og eldri kynslóðin. Þeir tóku strax til við að undirbúa breytingar og hugðust veita íbúum landsins langþráð ferðafrelsi. Ekki ætluðu þeir sér samt að ganga jafn langt og raun varð á. Blaðamannafundurinn Síðdegis fimmtudaginn 9. nóvem- ber boðaði Günter Schabowski, fjöl- miðlafulltrúi austurþýsku stjórnar- innar, fulltrúa fjölmiðla á sinn fund til þess að skýra frá hinum nýju reglum um ferðafrelsi: Allir áttu að geta sótt um leyfi til að ferðast yfir til Vestur-Þýskaland án hindrana. Ekki var gert ráð fyrir að neinum yrði neitað um slíkan pappír, nema í algerum undantekningartilfellum. Schabowski hafði hins vegar ekki fengið ráðrúm til þess að kynna sér hinar breyttu reglur sérlega vel. Á leiðinni inn á blaðamanna- Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is 1945 Berlín skipt upp í fjögur hernáms- svæði eftir lok seinni heims- styrjaldarinnar. 1940 1945 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1948-49 Sovéskir hermenn loka af hernámssvæði Breta, Bandaríkjamanna og Frakka í vesturhluta borgarinnar. Bandamenn flytja nauðsynjar til borgarinnar flugleiðis til að byrja með. 1949 Vestur- Þýskaland formlega stofnað 23. maí. Austur-Þýskaland stofnað 7. október. 1953 Uppreisn almennings í Austur- Berlín. Sovéski herinn brýtur upp- reisnina á bak aftur. 1961 Þann 13. ágúst hefjast Austur-Þjóðverjar handa við að reisa múr utan um Vestur-Berlín. 1973 Austur- og Vestur-Þýska- land taka upp formleg stjórn- málasamskipti. 1989 Þann 9. nóvember hópast þúsundir íbúa Austur-Þýska- lands að landamærastöðvum Berlínarmúrsins og fá á end- anum að fara óhindrað í gegn. 1990 Þýsku ríkin tvö sameinast í eitt ríki þann 3. október. Múrinn sem molnaði niður Öngþveiti og misskilningur varð til þess landamæraverðir Austur-Berlínar hleyptu íbúum borgarinnar í stórum stíl yfir til Vestur-Berlínar nóvemberkvöldið örlagaríka árið 1989 án þess að kanna fyrst hvort fólk hefði útvegað sér tilskilin leyfi. MÚRINN REISTUR Árið 1961 tóku her- menn að reisa múr hringinn í kringum Vestur-Berlín. MÚRINN OPNAST Árið 1989 gátu ráðamenn Austur-Þýskalands ekki lengur staðið gegn þrýstingi frá almenningi. NORDICPHOTOS/AFP HEINRICH HEINE LANDAMÆRASTÖÐIN Landamærastöðin á Heinrich Heine Strasse er horfin, rétt eins og aðrar varðstöðvar og landamærahlið á múrnum. Efri myndin er tekin árið 1976 þegar ábúðarmiklir verðir tóku á móti öllum sem vildu komast yfir til Austur-Berlínar. Neðri myndin er tekin á sama stað nú í september, þar sem fólk kemst hindrunarlaust á milli borgarhlutanna hvort heldur sem er hjólandi, akandi eða gangandi. SEBASTIANSTRASSE Sebastianstrasse er lítil gata rétt sunnan við miðborg Berlínar, á mörkum hverfanna Kreuzberg og Mitte. Múrinn lá að hluta eftir götunni endilangri, þannig að íbúarnir suðvestanmegin við götuna bjuggu í Vestur-Berlín en norðaustanmegin götunnar var Austur-Berlín. Efri myndin er tekin árið 1968 Vestur-Berlínarmegin en sú neðri er nýleg, tekin á sama stað 25 árum eftir hrun múrsins. ÞÁÞÁ NÚNÚ Austur-Þjóðverjar reistu múr umhverfis Vestur- Berlín til að koma í veg fyrir að íbúar Austur-Þýskalands flýðu þangað úr „paradís“ kommúnismans yfir í „paradís“ kapítalismans. Múrinn stóð í 28 ár, frá 1961 til 1989. Vestur-Berlín í miðju Austur- Þýskalandi TVÍSKIPTING ÞÝSKALANDS OG BERLÍNAR fundinn fékk hann í hendurnar miða, þar sem nýju reglurnar voru til greindar. Eftir stuttan inngang sagði hann við blaðamennina: „Þess vegna höfum við tekið ákvörðun um að setja í dag reglur, sem gera öllum íbúum Austur-Þýskalands kleift að ferðast úr landi í gegnum austur- þýsku landamærastöðvarnar.“ Uppi varð fótur og fit meðal blaðamannanna og þeir kölluðu spurningar til Schabowskis: „Hve- nær á þetta að taka gildi?“ og „án vegabréfs?“ Schabowski klóraði sér í koll- inum og tók að lesa hratt upp texta á blaðinu. „Spurningunni um vega- bréf get ég ekki svarað núna. Það er tæknileg spurning,“ sagði hann svo. Og blaðaði í pappírum: „Samkvæmt minni vitneskju tekur það strax, án tafar …,“ sagði hann hikandi. Eftir þetta varð ekki við neitt ráðið. Yfirlýsingin rataði í fjölmiðla um heim allan aðeins fáum mínút- um eftir að Schabowski hafði sleppt orðinu. Um kvöldið streymdi fólk að landamærastöðvunum og krafðist þess að fá að fara yfir til Vestur- Berlínar. Landamæraverð irnir komu af fjöllum, en fjöldinn var slíkur að þeir fengu engum vörnum við komið. Heimur hrundi Einn þeirra sem stóðu vaktina við Brandenborgarhliðið skrifaði tveimur dögum síðar bréf til fjöl- skyldu sinnar þar sem hann lýsti ástandinu, þegar fólk streymdi að frá Vestur-Berlín og tók að klifra upp á múrinn. Alls hafi 39 verðir verið á staðnum og þeir hafi notað vatnsþrýstibyssur til að koma fólki niður af múrnum. „Þá komu skyndilega frá okkar borgarhluta 300 manns. Við drógum okkur til baka, aðeins 39 á móti 300, í gjörsamlega vonlausri stöðu eins og gefur að skilja,“ skrifaði hann. „Mannfjöldinn allur í gegnum Brandenborgarhliðið, fagnandi og hrópandi. Við á hinn bóginn gjör- samlega spældir, í áfalli og liggjandi á jörðinni. Okkur fannst við vera algjörlega yfirgefnir og skildum ekki neitt í neinu. Fyrir marga var heimurinn hruninn.“ FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A P N O RD IC PH O TO S/ AF P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.