Fréttablaðið - 08.11.2014, Side 52
FÓLK|HEILSA
SÖLUSTAÐIR
MAGNOLIA nýtur
mikilla vinsælda og
hefur hjálpað fjöl-
mörgum á Íslandi.
Fæst í öllum betri
apótekum, Heilsu-
húsinu, Heilsu-
veri, Heilsuhorninu
Blómavali, Lifandi
markaði, Hagkaupi,
Fjarðarkaupum,
Heimkaupum og
heilsulausn.is
Börkur af plöntunni MAGNOLIA OFFICINALIS vex í fjallahéruðum Kína og hefur verið notaður við
svefnvandamálum, kvíða og þunglyndi
í yfir 2.000 ár í Asíu. Rekja má ótrúleg-
an lækningamátt hans til náttúrulegu
efnanna honokiol og magnolol. Börkur-
inn virkjar taugaboðefni í heilanum sem
hafa slakandi og róandi áhrif og stuðla
að heilbrigðum og samfelldum svefni.
Börkurinn vinnur einnig gríðarlega vel
gegn stressi, kvíða og þunglyndi með því
að koma jafnvægi á hormónið cortisol
sem er stundum kallað stresshormónið.
Nýleg rannsókn frá Embætti landlæknis
sýnir að um þriðjungur Íslendinga á við
svefnvandamál
eða þunglyndi
að stríða.
ÁTT ÞÚ VIÐ SVEFN-
VANDA AÐ STRÍÐA?
BALSAM KYNNIR MAGNOLIA frá Natural Health Labs. Fyrir þá sem vilja
aðstoð við svefnvandamálum og stuðla að heilbrigðum svefni ásamt því að
vinna gegn þunglyndi, kvíða og depurð og bæta andlega og líkamlega líðan.
VISSIR ÞÚ Vissir
þú að magnolia-
börkur hefur verið
notaður við svefn-
vandamálum og
gegn stressi og
kvíða í yfir
2.000 ár í
Asíu?
RÁÐLÖGÐ NOTKUN
Taktu eitt til tvö hylki með
vatnsglasi með kvöldmat eða
um 30-60 mínútum fyrir svefn. Dag-
skammtur er 1–2 grænmetishylki.
Mörgum getur fundist erfitt að finna sér eitt-hvað til dundurs sem ekki tæmir pyngjuna eða gengur að minnsta kosti nærri henni. Ýmis-
legt er þó í boði sem ekki þarf að greiða fyrir og hér
koma nokkur dæmi um viðburði um helgina sem ekki
er rukkað fyrir.
FJÖLSKYLDULEIÐANGUR UM VARA-LITI
Hafnarborg í Hafnarfirði býður upp á fjölskylduleið-
angur á sunnudag klukkan tvö um sýninguna Vara-liti
sem nú stendur yfir. Foreldrar og börn eru leidd um
sýninguna og undraheimar málverksins eru kannaðir.
Þetta er sérstaklega litrík og myndræn sýning sem
hleypir ímyndunaraflinu af stað, veitir innblástur og
gefur rými til persónulegrar túlkunar. Sýningin á erindi
við fólk á öllum aldri, ekki síst við börn og unglinga og
býður upp á möguleika á fjölbreyttri upplifun og um-
fjöllun. Bjartir litir, hlutbundin og frásagnarkennd verk
einkenna sýninguna og ævintýraheimar, kynjaverur,
menn og dýr eru meðal myndefnis.
HANDVERK OG HÖNNUN
Handverk og hönnun í Ráðhúsi
Reykjavíkur verður haldin í tólfta
sinn nú um helgina en fyrsta sýn-
ingin var haldin árið 2006. Þessar
sýningar hafa tekist afar vel og hafa
skapað sér sess í íslensku menningar-
lífi. Þær hafa verið fjölsóttar og vakið
mikla athygli og eru sýnendur orðnir
tæplega þrjú hundruð frá upphafi.
Flestir sem áhuga hafa á handverki, list-
iðnaði og hönnun geta fundið eitthvað við sitt
hæfi á sýningunni. Bæði þeir sem hafa brenn-
andi áhuga á efninu, en þeir geta þá kynnt sér
það nýjasta og besta á þessu sviði, og þeir sem
minni bakgrunn hafa í þessum efnum en hafa engu að
síður áhuga á fallegum hlutum og vönduðu handverki.
Opið er á sýninguna í dag, morgun og á mánudag milli
tíu og sex.
ICELAND AIRWAVES – UTANDAGSKRÁR
Eins og margir vita er Iceland Airwaves-hátíðin haldin
um helgina. Fyrir löngu er orðið uppselt á hátíðina en
þeir sem ekki hafa fjárfest nú þegar í miða geta kíkt á
einhvern þeirra fjölmörgu viðburða sem verða utan-
dagskrár. Það sem meira er er að á þá tónleika er frítt.
Þeir sem leggja leið sína þangað þurfa þó að vera
tímanlega í því því yfirleitt er fullt út úr dyrum á þessa
tónleika, alla vega þá vinsælustu.
ZUMBA Í SÖGUHRINGNUM
Söguhringur kvenna og Tanya Dimitrova bjóða gestum
upp á zumba í Gerðubergssafni á morgun klukkan hálf
tvö. Söguhringur kvenna er samstarfsverkefni bóka-
safnsins og Samtaka kvenna af erlendum uppruna og er
markmið hans að skapa vettvang þar sem
konur skiptast á sögum, persónu-
legum eða bókmenntalegum. Gott
er að mæta í góðum skóm og
léttum fötum á morgun og eru allar
konur og börn velkomin.
Ef ekkert af þessu heillar er alltaf
hægt að fara í göngutúr í Heiðmörk
eða niður að höfn að skoða skipin eða
virkja ímyndunaraflið og finna upp á ein-
hverju sniðugu.
ÓKEYPIS UM HELGINA
HVAÐ Á AÐ GERA? Um helgar er gaman að brjóta upp hversdaginn og gera
eitthvað nýtt og spennandi. Hér eru örfá dæmi um ókeypis skemmtanir.
ZUMBA Í GERÐUBERGSSAFNI
Konum og börnum er boðið í zumba í
Gerðubergssafni með Tönyu Dimitrovu.
ICELAND AIRWAVES OFF-VENUE
Margir tónleikar sem frítt er inn á verða
utandagskrár á Iceland Airwaves.
HANDVERK OG HÖNNUN Þennan keramikvasa eftir
Guðnýju Magnúsdóttur má sjá á meðal margra ann-
arra fallegra hluta á sýningunni Handverk og hönnun í
Ráðhúsi Reykjavíkur.
VARA-LITIR Í HAFNARBORG Boðið verður upp á fjölskylduleiðsögn um sýninguna
Vara-liti í Hafnarborg í Hafnarfirði.
Ábendingahnappinn má finna á
www.barnaheill.is