Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 62
Sunnulækjarskóli
Við Sunnulækjarskóla á Selfossi
er laus staða kennara á miðstigi
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst
og eigi síðar en um áramót.
Starfið krefst kennsluréttinda, góðra skipulagshæfileika
og mikillar hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af
teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar.
Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega og fjölbreytta
kennsluhætti, einstaklingsmiðað nám, teymisvinnu kennara,
ábyrgð nemenda og góða samvinnu allra sem að skólastarfinu
koma. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi
Launanefndar Sveitarfélaga og KÍ. Starfið hentar
jafnt konum sem körlum.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans:
www.sunnulaekjarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2014.
Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og
umsagnaraðilum sendist Birgi Edwald, skólastjóra,
birgir@sunnulaek.is eða Sunnulækjarskóli,
Norðurhólum 1, 800 Selfoss.
Skólastjóri
BÍLAMÁLARI OG BIFREIÐASMIÐUR
Óskum eftir að ráða bílamálara og bifreiðasmið.
Upplýsingar í síma eða á staðnum.
RÉTT VERK EHF VIÐARHÖFÐA 2 S. 568 2828
Þyrluþjónustan HELO býður fjölbreytt
úrval ævintýralegra ferða bæði fyrir hópa
og einstaklinga. Við sérhæfum okkur í
VIP flugi og þjónustu.
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Ráðningarþjónusta
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar www.hhr.is
og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar.
Hæfniskröfur
Fljúgðu með okkur á vit ævintýranna!
Vegna aukinna umsvifa og stækkunar félagsins óskar Þyrluþjónustan HELO
eftir flugmönnum með atvinnuflugmannsréttindi.
Við sækjumst eftir þjónustulunduðum og liprum einstaklingum
í öfluga liðsheild þar sem fagmennska, starfsgleði og metnaður
eru höfð í fyrirrúmi.
Þyrluflugmenn