Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 88

Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 88
KYNNING − AUGLÝSINGRúm & sængurföt LAUGARDAGUR 8. NÓVEMBER 20146 Stundum munum við drauma okkar og stundum ekki. Ástæðunnar er að leita í því hvenær við vöknum. Svefni er skipt í tvær gerðir. Annars vegar er talað um NREM-svefn (norapid-eye- movement) og hins vegar REM-svefn (rapid-eye-movement). Yfirleitt byrj- um við í grunnum NREM-svefni sem nær yfir um 75-80% af svefn- tímanum en það sem eftir stendur er REM-svefn. Okkur dreymir aðal- lega í REM-svefni. Ef við vöknum rétt eftir REM-svefn eða erum vakin af honum, þá munum við yfirleitt hvað okkur var að dreyma. ■ Flest bendir því til þess að svefn sé dýrum afar mikilvægur, ef ekki lífsnauðsynlegur. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á líkamsstarfsemi bæði manna og dýra. Vansvefta dýr verða veikburða og missa getuna til að stjórna líkamshita sínum. Efnaskipti verða hraðari svo dýrin þurfa að éta mun meira en áður, en þau horast samt niður. Að lokum deyja dýrin. ■ Þvert gegn algengum hugmynd- um virðist megintilgangur svefns ekki endilega vera að hvíla lík- amann enda má það gera með því að leggjast fyrir án þess að sofna. Flestir hallast fremur að því að svefns sé aðallega þörf til að endur næra huga og heila. Rann- sóknir á mönnum hafa leitt í ljós að fólk sem ekki fær að sofa verður slappt og sljótt og líkamshiti þess breytist. ■ Svefnleysi hefur yfirleitt ekki mikil áhrif á getu manna til lík- amlegrar vinnu. Sömuleiðis hefur komið í ljós að fólk sem hreyfir sig mikið þarf yfirleitt ekki á meiri svefni að halda en kyrrsetufólk. Svefnleysi gerir fólk hins vegar ruglað, sljótt og einbeitingarlít- ið og viðbragðsflýtir minnkar til muna. Enginn ætti því að sinna störfum sem krefjast árvekni, eins og að aka bíl, eftir langar andvökunætur. Lítill svefn getur einnig haft í för með sér skyn- brenglun, jafnvel ofskynjanir. ■ Manneskja sem er 70 kg brennir um 63 hitaeiningum á hverri klukkustund þegar hún sefur. Það þýðir að átta tíma svefn krefst rétt rúmlega 500 hitaeininga. Þann- ig má segja að góður nætursvefn krefjist svipaðs fjölda hitaeininga og er að finna í 100 g af kartöflu- flögum eða um sex meðalstórum eplum. Með því að ganga rösk- lega í um tvær klukkustundir eða skokka rólega í tæpa klukkustund má brenna sama fjölda hitaein- inga og líkaminn notar þegar sofið er í átta klukkustundir. ■ Svefnganga er truflun á svoköll- uðum hægbylgjusvefni, dýpsta stigi svefns. Svefngenglar ganga hvorki með útréttar hendur né lokuð augu heldur hafa augun opin og geta því séð hvert þeir fara. Augnaráð þeirra er að vísu oft fjarrænt. Þegar fólk vaknar getur það virkað hálfruglað og utan við sig og man yfirleitt ekk- ert eftir svefngöngunni. Ekki er talið hættulegt að vekja svefn- gengla. Svefnganga er algeng- ust hjá ungum börnum og eld- ist gjarnan af þeim. Svefnganga fullorðinna fer yfirleitt saman við óreglulegar svefnvenjur, álag og streitu. ■ Almennt hefur regluleg líkams- rækt jákvæð áhrif á svefn. Þann- ig á fólk auðveldara með að sofna og sefur betur. Hins vegar gerir óregluleg líkamsrækt eða rækt rétt áður en gengið er til náða fólki erfiðara fyrir að festa svefn. ■ Flestir fullorðnir einstakling- ar þurfa sjö til níu klukkustunda svefn á nóttu. Hins vegar eru þeir til sem ekki þurfa nema sex tíma svefn meðan aðrir eiga erfitt með að starfa af fullum krafti nema eftir tíu tíma svefn. ■ Fólk sem sefur ekki nóg er lík- legra til að hafa meiri matarlyst þar sem magn leptín-hormóns- ins, sem segir til um seddu, lækk- ar og eykur svengd. ■ Talið er að meðalmaðurinn eyði um þriðjungi ævi sinnar sofandi. Ef gengið er út frá að maður lifi í 78 ár jafnast það á við að sofa í 26 ár. Heimildir: Vísindavefurinn og National Sleep Foundation Svefn er lífsnauðsynlegur Fólk ver um þriðjungi ævi sinnar í rúminu, það samsvarar um 26 árum á meðalævi. Ýmislegt er í gangi í líkamanum meðan sofið er en hér má finna nokkrar áhugaverðar staðreyndir um svefn, svefnleysi, draumfarir, áhrif líkamsræktar og svefngöngu. Megintilgangur svefns er ekki að hvíla líkamanum heldur til að endurnæra huga og heila. NORDICPHOTOS/GETTY RÚM RB rúm | Dalshrauni 8 | Hafnarfirði | Sími: 555 0397 Opið virka daga frá kl. 09.00–18.00, lau 10.00–14.00, sun lokað www.rbrum.is | rum@rbrum.is | erum áFramúrskarandifyrirtæki 2012 Framúrskarandi fyrirtæki 2013 Framúrskarandi fyrirtæki 2011 Framúrskarandi fyrirtæki 2010 Esprit rúmföt 14.900,- Esprit rúmföt 14.900,- Esprit rúmföt 14.900,- Esprit baðsloppar 13.900,- Esprit teppi 14.900,- Esprit handklæði margir litir í boði, til í 3 stærðum, verð frá: 1.410,-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.