Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 89
KYNNING − AUGLÝSING Rúm & sængurföt8. NÓVEMBER 2014 LAUGARDAGUR 7
Við fögnum tíu ára afmæli Lín Design um næstu helgi, með nýrri barna-fata- og heimilislínu sem þegar er
komin í hillurnar. Eins og áður leggjum við
aðaláherslu á íslenska hönnun,“ segir Helga
María Bragadóttir, eigandi Lín Design.
Nýja barnafatalínan hefur vakið lukku en
hverri flík fylgir lítill bókamiði sem vísar á
hljóðbækur á heimasíðu Lín Design. Mikið
er lagt upp úr umhverfisvernd og sam-
starf Lín Design og Rauða krossins tryggir
að flíkurnar eignast framhaldslíf á góðum
stað.
„Við höfum lagt mikla áherslu á um-
hverfisvernd alveg frá upphafi. Til að
mynda hafa allar umbúðir um okkar vörur
verið endurnýtanlegar, umbúðir utan um
barnarúmföt eru til dæmis lítil sængurver
úr bómull fyrir dúkkuna eða bangsann og
umbúðir fyrir fullorðinsrúmföt nýtast sem
ferðapokar eða snyrtitöskur. Allt sem við
framleiðum er úthugsað hvað varðar nota-
gildi og umhverfisvernd,“ útskýrir Helga
María.
Samstarf við Rauða krossinn
„Samstarf okkar við Rauða krossinn varð-
andi mannúðar- og umhverfisþáttinn hófst
fyrir nokkrum mánuðum. Nú geta við-
skiptavinir komið aftur til okkar vörum
sem þeir hafa keypt hjá okkur en eru hætt-
ir að nota. Rauði krossinn gefur þær áfram
til þeirra sem þurfa á að halda. Viðskipta-
vinir fá einnig 20 prósenta afslátt á móti á
nýjum kaupum í versluninni. Skilaboðin
eru þau að fólk hendi engu. Nýju umbúða-
pokarnir okkar eru einnig unnir í samstarfi
við Rauða krossinn, fjölnota pokar úr bóm-
ull sem á eru bróderuð skilaboð um for-
dómalaust samfélag, samfélagslega ábyrgð,
mannúð og fleira í þeim dúr. Þetta eru skila-
boð sem okkur finnst að allir ættu að ganga
um með sýnilega. Pokarnir eru einnig ís-
lensk hönnun og fylgja öllum kaupum hér
í versluninni.“
Hljóðbækur fyrir börn
Fjórar hljóðbækur hafa þegar verið gefn-
ar út á heimasíðu Lín Design og er fimmta
bókin á leiðinni. Sögurnar eru spennandi
ævintýri þar sem sögupersónurnar eiga það
sameiginlegt að vilja ómengaða veröld þar
sem vel er farið með bæði menn og málleys-
ingja.
„Í sögunum er fjallað um umhverfis-
vernd á skemmtilegan hátt,“ útskýrir Helga
María. „Arnar Jónsson leikari les sögurn-
ar og Freydís Kristjánsdóttir myndskreyt-
ir þær. Íslensku dýrin koma við sögu, bæði
húsdýr og villt dýr. Í sögunum er samfélags-
leg ábyrgð sett fram fyrir börnin að tileinka
sér snemma á lífsleiðinni.“
Bókajól í Lín Design
„Í línu sem við köllum Bókajól erum við
með rúmföt og púða sem skreytt eru með
bókunum sem komu út í vali almennings á
íslenskum öndvegisritum í sjónvarpsþætt-
inum Kiljunni. Búið er að útfæra 22 vin-
sælustu bækurnar á fallegan hátt á púða og
sængurföt,“ útskýrir Helga María.
Þar fyrir utan er hér í versluninni gífur-
legt úrval af vörum. Við leggjum til dæmis
áherslu á villta dýralífið og erum með bród-
eraðar myndir af rjúpum, hreindýrum og
f leiri dýrum á bæði púða og sængurver.
Þá eru einnig ljóð og kvæði eftir okkar ást-
sælustu ljóðskáld bróderuð í sængurföt-
in. Við erum afar stolt af þessari íslensku
áherslu sem er gegnumgangandi í vöruúr-
vali okkar,“ segir Helga María.
Við höfum lagt mikla
áherslu á umhverfis vernd
alveg frá upphafi. Til að mynda
hafa allar umbúðir um okkar
vörur verið endurnýtan legar.
Íslensk hönnun og umhverfisvernd
Verslunin Lín Design á Laugavegi fagnar tíu ára starfsafmæli um næstu helgi með nýrri barnafata- og heimilislínu. Verslunin
hefur frá upphafi lagt aðaláherslu á íslenska hönnun og umhverfissjónarmið og vinnur í samstarfi við Rauða kross Íslands.
Hjá Lín Design er lögð áhersla á íslenskt dýralíf og náttúru. Í rúmfötin eru til dæmis bróderaðar myndir af
rjúpum.
Helga María Bragadóttir,
eigandi Lín Design,
með umbúðapokann
sem Lín Design hefur
unnið í samvinnu við
Rauða kross Íslands. Á
pokanum eru bróderuð
skilaboð um mannúð og
samfélagslega ábyrgð.
Pokinn fylgir öllum
kaupum í versluninni.
MYND/GVA
Ljóðlínur eftir íslensk skáld eru bróderuð í sængur-
fatnað hjá Lín Design en verslunin hefur lagt áherslu
á íslenska hönnun frá stofnun. Verslunin fagnar tíu
ára afmæli um helgina með nýrri barnafatalínu.