Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 96

Fréttablaðið - 08.11.2014, Page 96
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 52 Heilabrot Arnar Valur 7 ára sendi Fréttablaðinu þessa athyglisverðu „reikningsmynd“. 1. Hvaða farartæki hefur bæði hjól og fætur? 2. Hve lengi sefur asninn á næturnar? 3. Hvað hefur 21 auga en hvorki nef né munn? 4. Hvað er til ráða ef maður vill ekki láta trufla hjá sér nætursvefn- inn? 5. Hvað er það sem gengur og gengur en kemst ekki úr sporunum? 6. Hvað kemur 25 sinnum á 100 árum og þá aðeins einn dag í einu? SVÖR Hvaða auglýsingum hefur þú leikið í? „Ég hef leikið í nokkuð mörgum. Í sumar var ég í aug- lýsingu fyrir Flugfélag Íslands. Hún var tekin upp á Ísafirði og í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll. Það var kalt þegar við vorum að taka upp atriði þar sem ég hleyp út úr flugvélinni en mér var sama, mér fannst þetta æðis- lega gaman. Síðast lék ég í sjón- varpsauglýsingu fyrir UNICEF, þar sem við áttum að leika börn í flóttamannabúðum. Einu sinni lék ég í útvarpsauglýsingu fyrir Olís og svo hef ég leikið í nokkr- um auglýsingum fyrir blöð.“ En leikritum? „Já, ég lék í Óvit- unum sem var sýnt í Þjóðleik- húsinu í fyrravetur. Þar lék ég langafa sem var orðinn elliær og svolítið ringlaður en mik- ill áhugamaður um Jónas frá Hriflu, löggu og kaffikerlingu. Síðasta vetur lék ég líka í Fólk- inu í blokkinni, þar sem ég var afmælisgestur í fyrsta þættin- um.“ Hver eru helstu áhugamálin þín? „Mín helstu áhugamál eru leiklist og fótbolti.“ Í hvaða skóla ertu? „Ég er í 4. bekk í Vesturbæjarskóla.“ Ertu í aukatímum? „Ég æfi fótbolta með KR og er í Söng- list þar sem ég læri bæði söng og leik, hef líka verið í Leynileik- húsinu.“ Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? „Mér finnst ekk- ert skemmtilegra en að leika og spila fótbolta. Ég er oftast úti með vinum mínum í fótbolta.“ Hjálpar þú stundum til á heim- ilinu? „Stundum hjálpa ég til við að passa Daníel, litla bróður minn, sem er fimm ára.“ Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? „Mig langar eiginlega bara að leika.“ Er langt síðan þú lést þig dreyma um það? „Já, ég var þriggja ára þegar mig fór að dreyma um leiklist. Þá fór ég á opið hús í Borgarleikhúsinu. Á sama tíma var frændi minn að leika í Þjóðleikhúsinu og hann bauð mér baksviðs og upp á þak. Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hve- nær ég yrði nógu stór til að mega að fara í prufur. Síðan rættist draumurinn þegar ég lék á stóra sviði Þjóðleikhússins fyrir fullum sal.“ Lék langafa og löggu Hinn níu ára Lúkas Emil Johansen dreymir leiklistardrauma. Hann hefur leikið í Þjóðleikhúsinu, sjónvarpsseríu og nokkrum auglýsingum og það á vel við hann. LÚKAS EMIL „Oft þegar ég fór í bíl fram hjá leikhúsunum spurði ég hvenær ég yrði nógu stór til að mega fara í prufur.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bragi Halldórsson 121 „Enn ein stærðfræðiþrautin,“ stundi Kata. „Ekki alveg mín deild,“ bætti hún við. „Þú ert nú samt orðin nokkuð góð í stærðfræði við að leysa allar þessar þrautir,“ sagði Konráð. „Huh!“ ar það eina sem Kata sagði en hún varð þó að viðurkenna að með því að æfa sig í stærðfræði gekk henni alltaf betur og betur. „Jæja, komdu með þetta, hver er þrautin?“. Lís loppa las leiðbeiningarnar. „Hér stendur: settu inn tölurnar 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18, 20, 22 og 24 inn í auðu reitina þannig að samtals verði útkoman 65 í hverri röð, bæði lóðrétt og lárétt og líka hornanna á milli.“ Kata fórnaði höndum í uppgjöf en sagði svo, „Ókei, reikna, reikna, við hljótum að geta þetta.“ Getur þú leyst þessa stærðfræðiþraut? 1. Hjólbörur 2. Þangað til hann vaknar 3. Teningur 4. Sofa á daginn. 4. Úrið 5. 29. febrúar. www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.