Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 118

Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 118
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 74 Fyrsta heimsóknin okkar til Íslands kom okkur á óvart. Við spiluðum í listagalleríi, frekar stórum sal, og þar var mikil röð fyrir utan og fullt af fólki. Við bjuggumst ekki við því. Jack Steadman Hin vinsæla enska hljómsveit Bombay Bicycle Club spilar í annað sinn hér á landi í Silfurbergi í Hörpu 17. nóvember. Fjögur ár eru liðin síðan hún steig á svið í Lista- safni Reykjavíkur á Iceland Airwa- ves-hátíðinni við góðar undirtektir. „Fyrsta heimsóknin okkar til Íslands kom okkur á óvart. Við spil- uðum í listagalleríi, frekar stórum sal, og þar var mikil röð fyrir utan og fullt af fólki. Við bjuggumst ekki við því,“ segir forsprakkinn Jack Steadman. „Við héldum að við myndum kannski spila á litlum utandagskrárstað fyrir kannski tuttugu manns. En þetta var alveg frábært.“ Bombay Bicycle Club spilar mel- ódískt og skemmtilegt indípopp og er skipuð fjórum meðlimum á þrítugsaldri. Vegur sveitarinnar hefur vaxið mjög síðan hún kom síðast hingað. „Við höfum gefið út þrjár plötur síðan þá og ég myndi halda að hljómurinn hefði breyst mikið síðan við spiluðum síðast á Íslandi,“ segir Steadman. „Af því að það er svo langt síðan við komum til Íslands ætlum við að spila lög af öllum plötunum okkar í Hörpu, þar á meðal þeirri fyrstu sem líklegt er að margir Íslend- ingar þekki.“ Gaman á Glastonbury Hljómsveitin hefur verið á tón- leikaferð í nánast eitt ár sam- fleytt og hefur því spilað víða. Á eftir Íslandi ferðast Steadman og félagar til Suður-Afríku en þang- að hafa þeir aldrei áður komið. Spurður hverjir minnisstæðustu tónleikarnir hafi verið á ferðalag- inu nefnir hann spilamennskuna á Glastonbury-hátíðinni á Englandi í sumar. „Það er stærsta sviðið sem við höfum spilað á og þetta var mjög fallegt sunnudagssíðdegi. Þarna voru fullkomnar aðstæður og allt gekk eins og í sögu.“ Fór til Indlands og Tyrklands Fjórða og nýjasta plata Bombay Bicycle Club, So Long, See You Tomorrow, fór beint á toppinn á breska breiðskífulistanum. Áður hafði sveitin mest náð sjötta sæt- inu á listanum. Toppsætið kom Steadman og félögum á óvart. „Við vorum að vonast til að hún kæmist á topp tíu en við bjuggumst aldrei við því að hún næði efsta sætinu.“ Söngvarinn segist hafa eytt miklum tíma í að semja lögin á plötuna. „Áður höfðu plöt urnar komið frekar fljótt út en núna ákvað ég að taka frá heilt ár í að semja lögin. Ég ferðaðist um heim- inn og tók hljóðverið mitt með mér hvert sem ég fór. Ég heimsótti Ind- land, Tyrkland og fleiri staði því ég vildi ekki semja plötu á miðri tónleikaferð. Mér finnst áhrif frá ferðalaginu heyrast á henni. Þarna eru alls konar tónar og sömpl frá mismunandi menningarheimum.“ Misstu af Mercury So Long, See You Tomorrow var tilnefnd til hinna virtu Mercury- verðlauna en varð að lúta í lægra haldi fyrir fyrstu plötu Young Fath ers. „Ég hugsaði um það morg- uninn eftir að bandið sem vann verðlaunin var nánast óþekkt í Bretlandi. Núna hafa þeir fengið mikla athygli sem á eftir að hjálpa þeim mikið og ég samgleðst þeim. Ef við hefðum unnið veit ég ekki hvort eitthvað hefði breyst hjá okkur. Við erum nú þegar með Bjuggust ekki við breska toppsætinu Hljómsveitin Bombay Bicycle Club spilar í Silfurbergi í Hörpu 17. nóvember. Fjögur ár eru liðin síðan strákarnir spiluðu á Airwaves. U2 gaf nýlega út plötuna Song of Innocence og gátu notendur iTunes hlaðið henni niður ókeypis. Margir hafa gagnrýnt uppátækið og Steadman er sammála þeirri gagnrýni. „Mér fannst þetta mjög heimskuleg hugmynd. Ég trúi ekki hversu stór egóin þeirra eru ef þeir halda að öllum í heim- inum finnist þetta frábært,“ segir hann. „Allir gáfaðir einstaklingar myndu átta sig á því að fólk vill ekki fá svona lagað óumbeðið í líf sitt. Þeir [U2] hljóta að vera úr tengslum við veruleikann. Þeir eru orðnir frekar gamlir og ég held að þeir þurfi einhvern yngri til að segja sér hvað almenningur vill.“ ➜ U2 úr tengslum við veruleikann JACK STEADMAN Söngvari og gítar- leikari Bombay Bicycle Club hlakkar mikið til að spila í Hörpu í fyrsta sinn. BOMBAY BICYCLE CLUB Hljómsveitin fór á toppinn í Bretlandi með sína nýjustu plötu. NORDICPHOTOS/GETTY stóran aðdáendahóp í Bretlandi og í öllum heiminum og þetta hefði kannski ekki breytt miklu,“ segir Steadman. Harðfiskur og gufubað Hann ætlar að heimsækja Ísland nokkrum dögum fyrir tónleikana í Silfurbergi. „Ég ætla að eyða eins miklum tíma og ég mögulega get á Íslandi,“ segir hann og hefur greinilega miklar mætur á landi og þjóð. Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, sem spilaði með honum á órafmögn- uðum tónleikum á Hressó 2012, ætlar að sækja hann á flugvöllinn. „Hún er mjög góður leiðsögu- maður. Mig langar að fara í „heitu ána“ langt frá Reykjavík þar sem maður getur synt og svo langar mig að fara í sundlaugar og sánu. Svo langar mig líka í harðfisk, mig dreymir um hann,“ segir hann og hlær. Tónleikarnir í Hörpu hefjast kl. 20 og munu Júníus Meyvant og ÓSK hita upp. freyr@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.