Fréttablaðið - 08.11.2014, Síða 132
8. nóvember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 88
ÓSÁTT MEÐ SNORRA
Þórunn Egilsdóttir, þingkona Fram-
sóknarflokksins, mætti á opnun
á sýningu Snorra Ásmundssonar
myndlistarmanns í Betra veður galleríi
í gær. Að sögn Snorra kom til snarpra
orðaskipta á milli þeirra beggja
vegna ummæla hans í Fréttablaðinu
í vikunni um að það væri
„satanísk orka“ í kringum
Framsókn. „Ég stend við
hvert orð sem ég sagði þar
og hún hótaði mér undir
rós og sagði að hún
vonaði að þetta
myndi ekki
bitna á mér
í framtíð-
inni,“ segir
Snorri. - þij
Fatahönnuðurinn Magnea Einars-
dóttir mun hanna línu í nafni fata-
merkisins Magnea fyrir bandaríska
fatamerkið Club Monaco, undir-
merki Ralph Lauren. Yfirhönnuð-
ur prjónadeildar merkisins kom til
landsins fyrr á árinu í vinnuferð og
setti sig í samband við Magneu áður
en hún kom.
„Hún fann okkur á netinu og setti
sig í samband við mig. Hún hafði
heillast af okkar stíl og áherslum
merkisins, bæði notkun okkar á
íslensku ullinni og prjóni almennt og
úr varð að okkur var boðið að hanna
hliðarlínu fyrir Club Monaco undir
okkar merki. Við vorum beðin að
hanna línu og svo yrðu nokkrar flík-
ur valdar úr til framleiðslu,“ segir
Magnea en línan mun heita Magn-
ea X Club Monaco og verður seld í
verslunum þeirra um allan heim.
Í kjölfarið fór hún út og kynnti
línuna í höfuðstöðvum fyrirtækis-
ins. Þeim leist svo vel á að úr varð
að allir stílar voru valdir. Magnea
mun fara aftur út í desember til að
skoða fyrstu frumgerðir og fylgjast
með mátun.
„Það mun svo vera áframhald-
andi samstarf milli fyrirtækjanna
þar til línan kemur út. Þetta er búið
að vera mjög lærdómslíkt ferli. Club
Monaco er stórt fyrirtæki og það má
segja að ég hafi tekið sprett í gegn-
um það á meðan ég var þar. Fyrir
mig er líka mjög áhugavert að fá
að kynnast Bandaríkjamarkaði þar
sem ég lærði í London og bý og rek
fyrirtæki á Íslandi,“ segir hún.
„Það er virðingarvert að svona
stórt fyrirtæki velji að vinna í sam-
starfi við okkur þar sem þau hefðu
auðveldlega getað valið að stela
einfaldlega okkar hönnun eins og
tíðkast því miður í hönnunarbrans-
anum. Einnig er þetta frábært
tækifæri fyrir okkar fyrirtæki og
gaman að finna fyrir því að Magn-
ea sé að vekja athygli út fyrir land-
steinana.“ adda@frettabladid.is
Hannar nýja línu
fyrir Club Monaco
Fatahönnuðurinn Magnea Einarsdóttir hannar línu undir Club Monaco, dóttur-
merki Ralph Lauren, ásamt því að taka þátt í að hanna prjónalínu merkisins.
FRÁBÆRT TÆKIFÆRI
Magnea segir það
ótrúlega gaman að
fá svona tækifæri og
vonar að það opni
fleiri möguleika fyrir
hana í framtíðinni.
„Valið stóð á milli Smáralindar og Holtagarða, og sú
fyrri hafði vinninginn,“ segir Elvar Gunnarsson leik-
stjóri.
Hann tók upp tónlistarmyndband í Smáralind fyrir
skemmstu fyrir bandaríska tónlistarmanninn Aaron
Smith við lagið Dancin, en hlustað hefur verið á lagið
þrjátíu milljón sinnum á YouTube.
„Ég fékk þetta verkefni í gegnum fyrirtækið Ultra
Music. Mig langaði að komast upp með að gera mynd-
bandið á Íslandi, svona kostnaðarlega, en dansararnir
í því eru líka íslenskir, “ segir Elvar.
Myndbandið var tekið upp á tveimur nóttum að
mestu í verslun Hagkaups. „Það var smá vesen samt,
þar sem það eru erlend vörumerki um alla Smáralind
og þau máttu ekki sjást. Í myndbandinu sést orðið
„brjóstahaldarar“ á veggnum og það voru ein hverjir
lögfræðingar í New York sem héldu að „merkið“
„brjóstahaldarar“ myndi fara í mál við okkur,“ segir
Elvar og bætir við um upptökurnar: „Það er fárán-
lega gaman að vera í Hagkaupi að nóttu til, mér leið
eins og litlum krakka,“ segir hann en tökurnar gengu
stórslysalaust fyrir sig. „Það var reyndar erfiðara
að dansa með túbusjónvarp á höfðinu en ég gerði ráð
fyrir, en við björguðum því.“ - asi
Tók upp myndband í Smáralind
Elvar Gunnarsson gerði tónlistarmyndband fyrir hinn bandaríska Aaron Smith.
ALLT Í GANGI Elvar segir að það hafi verið skemmtilegt að
vera í tómri Hagkaupsverslun um miðja nótt.
MYND/EYJÓLFUR JÓNSSON
Í uppsetningu Leikhússins 10 fingur sem sló í gegn með leikritið
Skrímslið litla systir mín
Leikarar Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson
Listrænir stjórnendur Charlotte Bøving og Helga Arnalds
Lau. 8. nóv kl . 14.00
Sun. 9. nóv kl . 13.00
Lau. 15. nóv kl . 14.00
Sun. 23. nóv kl . 13.00
"Lífið er yndisleg sýning".
-S.B.H. Morgunblaðið.
"Frumleg, skemmtileg og
myndræn sýning fyrir fólk
á öllum aldri.“
-S.J. Fréttablaðið.
“Það er allt fallegt við þessa sýningu”.
G.S.E. Djöflaeyjan.
Allar stjörnurnar í húsinu!
MYND/ÞÓRDÍS REYNIS
FÉKK GÆSAHÚÐ
Leikarinn Hilmar
Guðjónsson hefur
nýlokið við að lesa
nýjasta verk Arn-
alds Indriðasonar,
Kamp Knox, á
hljóðbók. Hilmar
fetar þar í fótspor
leikarans Ingvars
E. Sigurðssonar
sem hefur hingað til
séð um að færa verk
Arnalds á hljóðbækur.
Hilmar segist hafa
fengið gæsahúð við
upptökurnar. „Ég datt
alveg inn í dramað,“
segir Hilmar.
- fbj
LEIKUR MEÐ STJÖRNUM
Búið er að afhjúpa hverjir leika á
móti Jóhannesi Hauki Jóhannessyni
í þáttaröðinni A.D. sem bandaríska
sjónvarpsstöðin NBC frumsýnir á
páskadag á næsta ári. Leikararnir eru
flestir kunnir úr ýmsum sjónvarps-
þáttum, þar á meðal
Richard Coyle (Crossbo-
nes), Vincent Regan
(The Musketeers),
Adam Levy (Borgia),
Juan Pablo di Pace (Dall-
as), Emmet Scanlan
(Constantine),
Joanne Whalley
(The Borgias)
og Greta
Scacchi (Agatha
Christie). - fb
Mitt sérsvið eru sjávar-
réttir, en ég geri líka
sjúklegt mac’n’cheese,
það besta sem þú munt
smakka.
SÖNGKONAN RIHANNA UM
HÆFILEIKA SÍNA SEM KOKKUR
Í VIÐTALI VIÐ TÍMARITIÐ ELLE
Club Monaco er
stórt fyrirtæki og það má
segja að ég hafi tekið
sprett í gegnum það á
meðan ég var þar.