Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 84
FÓLK|HELGIN Við byrjuðum á að prófa að búa til brjóstsykur heima fyrir átta árum. Þá var Emma okkar fjög- urra ára en gat samt hjálpað okkur og fannst það ofsalega spennandi. Síðustu fjögur árin höfum við hins vegar búið til brjóstsykur og annað góðgæti í góðra vina hópi,“ segir Ása og bendir á að brjóstsykursgerðin sé afar skemmtilegt samvinnuverkefni. Í ár var fjölskyldan aftur ein á báti. „Við eignuðumst tvíburadætur í sumar og þær eru enn það litlar að við erum varla húsum hæf. Við ákváð- um því að vera bara í rólegheitum hér heima,“ segir Ása glaðlega. Þau hjónin eiga því fjögur börn í allt. „Já, litla dúllan í restina varð að tveimur dúllum,“ segir hún hlæjandi en bætir við að þrátt fyrir upphaflegt sjokk hafi verið mun minna mál að eiga tvíbura en þau héldu. EKKERT VESEN Brjóstsykursgerðin er einföld að mati þeirra hjóna. „Það eina sem þarf er desilítramál og sykur,“ segir Eyþór glettinn en Ása bætir við; „Maður þarf þrúgusykur og sykur, pott og silí- konmottu til að setja brjóstsykurinn á. Auk þess bragðefni og hitamæli,“ telur hún upp og áréttir að start- kostnaðurinn í þennan heimilisiðnað sé ekki mikill. „Við kaupum þrúgusykurinn og bragðefnin á vefsíðunni slikkeri.is sem sérhæfir sig í þessu. Þar er líka hægt að kaupa alla fylgihluti og fá leiðbeiningar og uppskriftir,“ segir Eyþór. Þau eru beðin að lýsa ferlinu í gróf- um dráttum. „Við blöndum saman sykri og þrúgusykri í pott með smá vatni. Látum sjóða þar til blandan nær 158 gráðum. Þá slekkur maður undir og leyfir hitanum að hækka upp í 165 gráður. Þá er blöndunni hellt á silíkonmottu, eða stórt silíkonbök- unarform eins og ég nota, og litar- og bragðefnum blandað saman við. Fyrst er þetta hrært með stórum spöðum og síðan hnoðað. Þetta tekur enga stund og er ekkert vesen,“ lýsir Ása. SKRÍTNIR MOLAR SKEMMTILEGIR Ása og Eyþór segja krakka hafa mjög gaman af brjóstsykursgerðinni þó vissulega þurfi að passa þau vel með- an verið er að hita sykurinn. „Þegar blandan er hæfilega köld fá þau að klippa deigið niður í hæfilega búta,“ segir Eyþór. „Skemmtilegast finnst þeim samt að ákveða hvaða bragð eigi að vera af brjóstsykrinum,“ segir Ása en ýmsar skrítnar samsetningar hafa orðið til í gegnum tíðina. „Við höfum prófað alls konar vitleysu, blöndum saman bragðtegundum og fáum þannig brjóstsykur sem fæst hvergi annars staðar,“ segir hún. Innt eftir skrítnasta molanum segja þau líklegt að það hafi verið sá með pipar- kökubragðinu. „Það virkaði ekki vel,“ segir Eyþór og hlær. HLAUP OG KARAMELLA Tegundirnar urðu heldur færri í ár en undanfarin ár enda í nógu að snúast með fimm mánaða tvíbura. „Í ár gerð- um við tvær tegundir, annars vegar karamellu-piparmintu og hindberja.“ Iðulega gerir fjölskyldan líka karamellu og hlaup á sama tíma og brjóstsykurinn. „Innihaldsefnin eru mjög svipuð í brjóstsykrinum og hlaupinu og því til- valið að gera þetta tvennt samhliða. Við klippum hlaupblönduna niður og sykurhúðum. Þannig verður þetta ægilega gott,“ lýsir Ása Hvað verður svo um allt þetta sætmeti? „Bæði borðum við þetta heima en látum líka poka fylgja með jólapökkunum.“ ■ solveig@365.is LITRÍKIR MOLAR Í ELDHÚSINU BRJÓSTSYKURSGERÐ Eyþór Árnason og Ása Óðinsdóttir hafa undanfarin ár búið til brjóstsykur á aðventunni. Þau segja ferlið sáraeinfalt og að krakkarnir hafi sérstaklega gaman af, sérstaklega að blanda saman hinum ólíklegustu bragðtegundum. Umfangið var þó minna við brjóstsykursgerðina í ár enda fæddust þeim hjónum tvíburar í sumar og því í nógu að snúast. FJÖLSKYLDAN Eyþór og Ása með börnum sínum Emmu 12 ára, Ara Ævari 6 ára, Guðrúnu Árnýju og Ernu Óðnýju fimm mánaða. MYND/STEFÁN Jurtate, piparkökur og jólaglaðningur. Allir velkomnir. Aðgangur kr. 700 - frítt fyrir félagsmenn Dagskrá: Gamli maðurinn og nútíminn - Bjarni Þórarinsson, rágjafi. Falleg jólalög - Bryndís Guðnadóttir mezzosópran syngur falleg jólalög. Meðleikari á píanó, Þórunn Sigurðardóttur. Hugvekja um kærleikann - Tolli Morthens, myndlistamaður. Slökun - Anna Ingólfsdóttir, jógakennari. Þriðjudagskvöldið 16. desember kl. 20:00 Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heldur í aðdraganda jólanna Kærleiks- og kyrrðarstund í Laugarneskirkju við Kirkjuteig 105, Rvk. Berum ábyrgð á eigin heilsu Kærleiks og kyrrðarstund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.