Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 54
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 54 Gylfi Þór Sigurðsson Besti maður íslenska landsliðsins í fræknum sigrum liðsins á bæði Hollandi og Tyrklandi en uppgangur þess á árinu var ævintýri líkastur. Sigrar þess í undankeppni EM 2016 í vor komu liðinu ofar á styrkleikalista FIFA en nokkru sinni fyrr. Gylfi var í aukahlutverki á fyrri hluta ársins hjá Tottenham en hefur blómstrað hjá Swansea eftir að hann fór aftur til síns gamla félags í sumar. Þar hefur hann byrjað alla leiki liðsins í ensku úrvalsdeildinni og gefið næstflestar stoðsendingar allra leikmanna, á eftir Cesc Fabregas hjá Chelsea. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hafdís Sigurðardóttir Þessi fjölhæfa frjálsíþróttakona blómstraði á árinu. Varð í 16. sæti í langstökki á EM og bætti Íslands- metið í greininni er landslið Íslands vann sér sæti í 2. deild EM landsliða. Hafdís bætti einnig metið í langstökki innanhúss sem og 60 m hlaupi utan- húss auk þess sem hún vann sex gull og eitt silfur á MÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Spilaði í bandaríska háskólagolfinu framan af ári og varð svo Íslands- meistari í höggleik í annað sinn á ferlinum stuttu eftir heimkomuna. Ólafía Þórunn er svo komin á lokastig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópu- mótaröðina í golfi en það fer fram í Marokkó síðar í mánuðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Helena Sverrisdóttir Varð deildarmeistari með liði sínu, Miskolc, í Ungverjalandi í vor og samdi svo við pólska liðið CCC Polkowice. Helena er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem hlaut silfur í Evrópukeppni smáþjóða í Austurríki í sumar, þar sem Helena var valin besti leikmaður mótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Eygló Ósk Gústafsdóttir Náði einum besta árangri sem ís- lenskur sundmaður hefur náð á HM í 25 laug er hún hafnaði í 10. sæti í 200 m baksundi, sinni sterkustu grein. Vann ótrúleg afrek á Íslandsmótinu í 25 m laug í nóvember þar sem hún vann níu gullverðlaun, bætti sex Íslandsmet og jafnaði það sjöunda. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Guðjón Valur Sigurðsson Var magnaður með íslenska landsliðinu sem varð í fimmta sæti á EM í Danmörku í upphafi ársins. Guðjón Valur var næstmarkahæsti leikmaður mótsins og var valinn í úrvalslið þess. Varð svo þýskur meistari með Kiel áður en hann samdi við stórlið Barcelona á Spáni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Sara Björk Gunnarsdóttir Varð sænskur meistari í þriðja sinn á ferlinum með Rosengård sem hét áður Malmö. Liðið hafði gríðarlega yfirburði í deildinni en Sara Björk var fyrirliði þess. Hún var einnig fyrirliði landsliðsins sem náði þriðja sæti á Algarve-æfinga- mótinu í byrjun árs og hafnaði í öðru sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2015. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Jón Arnór Stefánsson Fór í úrslitakeppni spænsku úrvals- deildarinnar með liði sínu, CAI Zara goza og samdi svo við Unicaja Malaga í haust. Í milli- tíðinni heimsótti hann sitt gamla félag, Dallas Mav ericks, þar sem hann hélt sér í formi. Vegna óvissu í samningsmálum sínum gat hann ekki gefið kost á sér í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni EM en stóðst ekki mátið þegar á hólminn var komið og var lykilmaður í síðustu tveimur leikj- unum, er Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Jón Margeir Sverrisson Átti frábært ár í sundlauginni þar sem hann bætti tvö heimsmet og þrjú Evrópumet í fötlunarflokki sínum á sterku móti í Bretlandi. Hann bætti þar að auki 10 Íslandsmet í 25 m laug og sjö í 50 m laug og var útnefndur íþróttamaður ársins af Íþróttasambandi fatlaðra í fjórða sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Karen Knútsdóttir Fór fyrir íslenska landsliðinu sem vann alla sína leiki í forkeppni HM 2015 í lok ársins. Karen skoraði 34 mörk í þremur þeirra en missti af þeim fjórða vegna meiðsla. Hún hóf árið hjá SönderjyskE í Danmörku en hélt svo til Frakklands í sumar þar sem hún gerði tveggja ára samning við sterkt lið Nice. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Gunnar Nelson Kom til baka á árinu eftir nokkurra mánaða frí og fjarveru vegna meiðsla. Hóf árið á því að vinna Omari Akhmedov afar sannfærandi í London. Mætti svo hinum bandaríska Zak Cummings í Dublin sem Gunnar hengdi í annarri lotu. Í bæði skipti var frammistaða hans valin sú besta á kvöld- inu. Eftir sigurinn komst hann upp í 12. sæti styrkleikalista UFC í veltivigt og mætti Rick Story í aðalbardaga kvöldsins en tapaði á stigum eftir fimm lotu maraþonbardaga. Það var hans fyrsta tap á atvinnumannaferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP SEM SKÖRUÐU FRAM ÚR12 Að venju kenndi ýmissa grasa á íþróttaárinu sem er að líða. Frétta- blaðið tók saman tólf íþróttamenn sem skarað hafa fram úr í sínum greinum árið 2014 og telur þá hér upp í engri sérstakri röð. Ljóst er að Ísland á fjölmarga íþróttamenn sem eru í fremstu röð á alþjóðavísu. Helgi Sveinsson Afrekaði í sumar að bæta Evrópumeistaratitli í safnið sitt en Helgi varð heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra, flokki F42, í fyrra. Hann kastaði spjótinu 50,74 m og vann greinina með talsverðum yfirburðum. Helgi hyggur á enn frekari sigra í greininni á næstu misserum og ætti að fá tækifæri til að bæta Ólympíumóts- meistaratitli fatlaðra í safnið í Ríó árið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.