Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 62
FÓLK|HELGIN ATHYGLIS- VERÐ STAÐREYND „Á milli 80 og 90 prósent verk- efna sem klár- ast hjá Karolina Fund er stjórnað af konum. Þær virð- ast því betri í hóp- fjármögnun en karlmenn. Ástæðu þess væri að mínu mati áhugavert að rannsaka frekar.“ Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina Fund. Melkorka Ólafsdóttir, flautuleik-ari og verkefnastjóri tónlistar í Hörpu, leggur nú lokahönd á útgáfu sinnar fyrstu sólóplötu. Hún hefur síðustu vikur safnað fyrir út- gáfunni á Karolina Fund og í dag vantar örfá prósentustig upp á að heildartak- markinu verði náð. Samkvæmt reglum Karolina Fund þarf að safna allri upp- hæðinni sem lagt er upp með innan tiltekins tíma. Annars er ekkert dregið af þeim sem leggja söfnuninni lið og sá sem safnar fær ekkert í sinn hlut. „Það er hluti af spennunni og hvetur fólk til að taka þátt,“ segir Melkorka. TILBÚIN TIL DREIFINGAR Platan var tekin upp í Langholtskirkju í vor og er tilbúin til dreifingar. „Þetta eru verk sem ég er búin að vera að vinna að lengi. Ég lagði upp í ferða- lag árið 2008 og spilaði fantasíurnar í helstu kirkjum landsins. Það var um það leyti sem verið var að byggja Hörpu. Hugmyndin snerist um að spila í kirkjum sem hafa þjónað sem tónlist- arhús landsmanna í gegnum aldirnar, áður en við fengjum okkar aðaltónlist- arhús. Tónleikarnir fengu mjög góðar viðtökur og verkin hafa fylgt mér síðan. Þegar ég ákvað að snúa mér að verk- efnastjórn í Hörpu vildi ég gera upp við þessi verk. Þetta er kannski eins konar kveðjusöngur fyrir ákveðið tímabil en framtíðin er auðvitað óráðin,“ segir Melkorka. Á VEL VIÐ UM JÓLIN Þó svo Telemann hafi verið uppi á 18. öld segir Melkorka tónlistina eiga vel við í dag. „Sumir halda að tónlist frá þessum tíma sé mjög formföst og ein- hliða en því fer fjarri hjá Telemann eins og nafnið Fantasíur gefur til kynna. Þær eru tólf talsins og eins fjölbreyttar og hægt er að hugsa sér. Sumir kafl- arnir eru mjög innilegir. Aðrir minna á götudansa. Músíkin er tímalaus og snertir marga fleti. Mér finnst hún alveg sér á parti. Hún á líka sérlega vel við um jólin.“ segir Melkorka sem undir býr útgáfuhóf í Mengi þriðjudag- inn 16. desember kl. 17. Þar mun hún taka vel á móti áhugasömum, bjóða upp á tóndæmi og annað óvænt. Utan þess að leggja lokahönd á plötuútgáfuna eyðir Melkorka helginni í undirbúning fyrir komu London Phil- harmonic Orchestra sem leikur í fyrsta sinn í Hörpu 18. og 19. desember næst- komandi. „Hún er ein besta hljómsveit Bretlands og þó víðar væri leitað,“ segir Melkorka. Þar hefur verið leitað að flautuleikara um nokkurt skeið og var Melkorka ein fárra flautuleikara í heiminum sem léku með hljómsveitinni til reynslu fyrr á árinu. Enn hefur eng- inn fyrsti flautuleikari verið fastráðinn. VONGÓÐ UM AÐ TAKMARKIÐ NÁIST „Annars mun ég auðvitað fylgjast spennt með söfnuninni,“ segir Mel- korka, sem er vongóð um að takmarkið náist. En af hverju valdir þú hópfjár- mögnun með Karolina Fund? „Hún er ein af fáum raunhæfum leiðum til að fjármagna plötuútgáfu, enda orðið mjög erfitt að fá styrki, þeir fáir og litlir. Þetta er líka sniðugt fyrirkomulag því fólk er í raun að kaupa afurðina fyrirfram og jafnframt að leggja sitt af mörkum til að láta verkefni verða að veruleika.“ KONUR BETRI Í HÓPFJÁRMÖGNUN Karolina Fund var stofnað af þeim Inga Rafni Sigurðssyni, Jónmundi Gíslasyni og Arnari Sigurðssyni fyrir tveimur árum og hefur orðið mikil sprenging hjá þeim að undanförnu. Síðan er þeg- ar orðin mikilvægur stólpi í styrkjaum- hverfi landsins. Nú hafa 90 verkefni ver- ið fjármögnuð með hjálp yfir níu þúsund ein- staklinga en þeir hafa heitið hátt í hálfri milljón evra, eða 70 millj- ónum króna, til þessara verkefna. „Skilyrði sjóðsins er að verkefnin sem safnað er fyrir séu skapandi og skili ein- hverri lokaafurð,“ segir framkvæmdastjórinn Ingi Rafn. Hann bendir á að verkefnum sem fara af stað í fjáröflun sé til jafns stjórnað af körlum og konum. „Á milli 80 og 90 prósent verkefna sem klárast er hins vegar stjórnað af konum. Þær virðast því betri í hópfjármögnun. Ástæðu þess væri að mínu mati áhugavert að rannsaka frekar.“ ■ vera@365.is FYLGIST SPENNT MEÐ SÖFNUNINNI FYRSTA SÓLÓPLATAN Flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir leggur um þessar mundir lokahönd á útgáfu geisladisks með einleiksfantasíum Georgs Philipps Telemann. Hún hóf söfnun fyrir útgáfu disksins í gegnum hópfjármögnunarsíð- una Karolina Fund fyrir nokkru og lýkur henni á morgun. EINS KONAR KVEÐJUSÖNGUR Platan er tilbúin til dreif- ingar. Verkin hafa fylgt Melkorku lengi. Hún spilaði þau í kirkjum víðsvegar um landið árið 2008 og fékk hvarvetna góðar viðtökur. VANTAR ÖRFÁ PRÓSENTUSTIG Samkvæmt reglum Karolina Fund þarf að safna fyrir allri upphæðinni innan tiltekins tíma. fonix.is Hátúni 6a 105 Reykjavík S. 552 4420 Heimilistæki . . . . . . . . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.