Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 128

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 128
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 92 „Tónleikarnir með Stranglers á Íslandi árið 1978 þjófstörtuðu pönksenunni hér. Þeir sem hituðu upp fyrir ykkur voru Halli & Laddi og síðan einhver íslensk progg- sveit. Það voru engar nýbylgju- eða pönksveitir hér,“ sagði bassa- leikarinn og Utangarðsmaðurinn Jakob Smári Magnússon í sam- tali við Bubba Morthens og Hugh Cornwell, fyrrverandi söngvara the Stranglers í gær. Cornwell treður upp á Gaukn- um í kvöld en Fréttablaðið náði að smala saman þessum gömlu pönk- urum í spjall um lífið og tilveruna. „Þegar ég sá tónleikana með ykkur árið 1978 fékk ég þessa mögnuðu tilfinningu og hugsaði: „Vó! Þeir eru hættulegir, þetta er alvöru! Það vantaði „attitúdið“ og hættuna í tónlistarsenuna, þann- ig að þegar við byrjuðum í Utan- garðsmönnum vorum við harðir á þessu. Það var eins og mæður og feður segðu krökkunum sínum: „Ekki fara og sjá þessa gaura,“ segir Bubbi fullur nostalgíu. Cornwell gerði sér ekki grein fyrir því hversu mikil áhrif hljóm- sveit hans hafði haft á þróun íslensku tónlistarsenunnar þar til nú. „Það var eins og þegar Ramo- nes komu til Englands,“ segir Bubbi. „Stranglers höfðu gríðarleg áhrif á íslensku tónlistarsenuna. Ef þú pælir í því þá komu Strang- lers, síðan við og síðan Björk og alls kyns hlutir út úr þessu. Það var eins og að kasta steini í vatn og sjá bylgjurnar. Þið höfðuð meiri áhrif en þið gætuð ímyndað ykkur.“ En hvernig kom til hugmyndin um að fara til Íslands á þessum tíma? „Núna vilja allir koma hing- að en á þessum tíma var það alls ekki raunin,“ segir Bubbi. Cornwell segir það hafa verið sniðugum umboðsmönnum að þakka. „Umboðsmennirnir okkar voru mjög klárir en þarna vorum við nýbúnir að klára plötuna Black and White. Þeir stungu upp á því að fara til Íslands út af plötunni, sem var svarthvít rétt eins og Ísland, með snjóinn og myrkrið og allt það,“ segir Cornwell. Á þessum tímapunkti í samtal- inu brýst rokkarinn Smutty Smiff inn en hann er einmitt að flytja Cornwell inn. „Ég elska þetta! Þetta er eins og að sjá aðalsmenn pönksins samankomna! Það er fyndið þetta með söguna, hvernig þú hugsar ekkert um hana á meðan allt á sér stað. Þegar þú varst að spila ber að ofan, Bubbi, lítandi út eins og Iggy Pop, og þegar Joe Strummer og Sid Vicious voru að horfa á mig spila – þá hugsuðum við ekkert um að þetta yrði hluti af tónlistarsögunni.“ Cornwell segir þá skemmtilega sögu. „Við vorum að hita upp fyrir Patti Smith á sínum tíma. Þarna var Joe Strummer, sem þá var í hljómsveitinni 101ers. Hann kom baksviðs til mín eftir tónleikana, faðmaði mig með tárin í augun- um og sagði: „Hugh, mig langar að vera í hljómsveit eins og þú!“ Vikuna eftir það stofnaði hann The Clash.“ thorduringi@frettabladid.is Þjófstörtuðu pönk- senunni á Íslandi Hugh Cornwell, fyrrverandi söngvari Stranglers, og Utangarðsmennirnir Bubbi og Jakob Smári tóku spjallið í tilefni af tónleikum Cornwells á Gauknum í kvöld. PÖNKIÐ LIFIR Bubbi, Cornwell og Jakob, með húðflúr af einkennisdýri Stranglers, Rattus Norvegicus. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Stranglers höfðu gríðarleg áhrif á íslensku tónlistarsenuna. Ef þú pælir í því þá komu Stranglers, síðan við og síðan Björk. Bubbi Morthens „Við vorum heima hjá mér eitt kvöldið að leggja höfuðið í bleyti og það kom upp í umræðuna hvað maður hefur oft týnt stökum vettlingi,“ segir Karen Bergljót Knútsdóttir, ein þeirra sem standa fyrir Alþjóðlegum degi einmana vettlingsins. „Við ákváðum að gera eitthvað svona samfélagslega skemmtilegt sem myndi ekki snúast um peninga eða hagnað, svo að fólk gæti komið saman.“ Aðstandendur dagsins munu koma saman í dag klukkan 13.00 við gatnamót Skólavörðustígs og Laugavegar til að para saman eins eða líka vett- linga. „Hugmyndin er sú að koma með körfu og við ætlum að bjóða fólki, ef það á staka vettlinga eins og margir eiga, að koma þá með þessa vett- linga, setja þá í körfuna og mögulega finna hinn týnda vettling.“ Karen segir að þó nokkrir séu búnir að melda sig og að hugmyndin sé að gera þetta árlega. „Við fengum svo góð viðbrögð en við vorum búin að ákveða að gera þetta hvort sem við fengjum góð viðbrögð eða ekki,“ segir Karen og hlær. - þij Para saman týnda vettlinga Alþjóðlegur dagur einmana vettlingsins er í dag. Menn geta fundið týndan vettling. FENGU GÓÐ VIÐBRÖGÐ Karen segir hugmyndina vera að halda þetta árlega. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dansparið efnilega Harpa Stein- grímsdóttir, 15 ára, og Kristinn Þór Sigurðsson, 14 ára, náðu þeim árangri um seinustu helgi að ná fjórða sæti á opnu heimsmeistara- móti í samkvæmisdönsum í París. „Þetta er í rauninni ótrúlega góður árangur því það hefur bara gerst þrisvar í sögu Íslands í dans- heiminum að íslenskt danspar fari í úrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Lind Einarsdóttir, móðir Hörpu. Harpa og Kristinn keppa í flokki 14-15 ára. „Þetta er mjög sterkur hópur sem þau kepptu í og 60 pör hófu keppni. Þarna voru gríðar- lega sterkir dansarar eins og eitt par sem vann International-keppn- ina, sem er ein stærsta danskeppni heims. Þannig að þetta var rosa- lega sterk keppni í þeirra aldurs- hópi,“ segir Lind. Kristinn og Harpa eru í Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. „Þau hafa dansað saman í eitt og hálft ár og síðan þau byrjuðu á því er búið að ganga alveg ótrúlega vel. Þau hafa farið mjög langt á erlend- um mótum,“ segir Lind. - þij Efnilegt danspar í úrslitin í París Harpa Steingrímsdóttir og Kristinn Þór Sigurðsson lentu í fj órða sæti um helgina. HARPA OG KRISTINN Hafa dansað saman í eitt og hálft ár. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /Ö RV AR M Ö LL ER leggur af stað í dag kl. 16.00! Jólalest Coca-Cola fer í sína árlegu hringferð laugar- daginn 13. desember með tilheyrandi ljósadýrð og jólatónum. Þetta verður 19. skiptið sem Jólalestin ekur um Höfuðborgarsvæðið og gleður íbúa og vegfarendur. Fylgstu með ferð Jólalestarinnar á coke.is #Jolalestin C o c a -C o la a n d t h e C o n to u r B o tt le a re r e g is te re d T ra d e m a rk s o f T h e C o c a -C o la C o m p a n y.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.