Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 132

Fréttablaðið - 13.12.2014, Blaðsíða 132
 Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Þórir Ólafsson Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI JÓLAGRÆJUM 8BLS JÓLA- EPLIN ERU LENT Í T ÖLVUTEK Á ENN BETR A VERÐI 40ÞÚSUND LÆGRA VERÐ ALLT AÐ OPIÐ ALLA HELGI NA Í DAG 10-18 OG SUNNUDAG 13-18 KOMINN Í BLÁTT Þórir Ólafsson hefur lítið spilað vegna hnémeiðsla að undan- förnu en segir meiðslin vonandi smávægileg. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þórir sem var sjálfur 25 ára gamall þegar hann samdi við Lübbecke. „Stundum finnst mér að sumir leikmenn æði út allt of snemma. Það er ekki alltaf nóg að eiga eitt gott tímabil hér heima og oft er það betra að taka 2-3 ár í viðbót til að halda áfram að þroskast og vaxa sem leikmaður. Ef menn eru svo þar að auki að glíma við meiðsli þykir ekki gott að fara út í enn sterkari deild þar sem álagið er meira. Það er því að mörgu að huga og þá á ekki að hugsa bara um að koma sér út sem fyrst sama hvað,“ segir hann. Þórir segir að það sé allt til staðar hér á Íslandi fyrir unga leikmenn til að dafna, líkt og dæmin hafi sannað undanfarin ár. „Við erum með góða þjálfara á Íslandi enda mikill áhugi á þeim í Evrópu. Aðstaðan er líka fín. Það er mikil handboltakunnátta á Íslandi sem hefur skilað sér í því að árlega koma upp flottir leikmenn.“ Sjaldnar heima hjá mér Þóri bauðst að vera áfram í Póllandi þegar hann og fjölskylda hans voru búin að ákveða að halda heim á leið. Miklar breytingar fylgdu þeirri ákvörðun en Þórir segist ánægður með að hafa komið heim. „Helsta breytingin er að ég er mun minna heima hjá mér en áður. Atvinnumenn æfa 1-2 sinnum á dag og eru svo heima hjá sér þess á milli en nú er maður í vinnu frá átta til fjögur og keyrir svo á æfingu í bænum. Það hefur tekið mann tíma að venjast nýrri rútínu en þetta er allt að koma. Það var alveg ljóst að breytinga var þörf og ég er ánægð- ur með að vera kominn heim.“ eirikur@frettabladid.is SPORT 13. desember 2014 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Þórir Ólafsson sneri aftur heim í íslenska handbolt- ann í sumar eftir níu ára dvöl sem atvinnumaður, fyrst í Þýskalandi og svo Póllandi þar sem hann varð þrí- vegis meistari með stórliði Kielce. Þórir komst einnig í undan úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2013 og hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár. Þórir, sem býr nú og starfar á Selfossi, ákvað að ganga til liðs við Stjörnuna og kann þar vel við sig. „Þetta er auðvitað mikil breyt- ing og eitt og annað sem maður var vanur úr atvinnumennskunni sem ekki er til staðar hér, sem eðlilegt er. Svo er fullt af nýjum leikmönn- um sem maður þekkti ekki. Það er gaman að fá að takast á við nýja deild og takast á við þá áskorun að sanna sig upp á nýtt í íslenskum handbolta,“ segir Þórir. Þrátt fyrir að vera í næstneðsta sæti Olísdeildar karla eru aðeins þrjú stig upp í liðin í 5.-6. sæti deildarinnar. Þórir segir að úrslitin mættu ef til vill vera betri en að það sé góður stígandi í liðinu. „Þar að auki erum við með afar skemmtilegan hóp leikmanna í Stjörnunni. Við leyfum okkur að fagna hverjum sigri vel og innilega áður en við snúum okkur svo að næsta leik. Það er afar góður mór- all í hópnum,“ segir hann. Minni gæði í leikjunum Þórir segir að deildin hafi breyst mikið síðan hann hélt utan til Þýskalands árið 2005. „Það voru fleiri útlendingar í deildinni þá og í minningunni finnst mér að það hafi verið fleiri eldri leikmenn en eru nú. Það gerir það að verkum að gæðin í leikjunum eru ekki alltaf mjög mikil sem sést best á því að það er oft lítið skorað og að liðin eiga oft í erfið leikum með sóknarleikinn. En það er fullt af flottum leikmönnum í deildinni en það hefur reynst erfið- ara að halda þeim hér heima,“ segir Sumir æða út allt of snemma Hornamaðurinn Þórir Ólafsson kann vel við sig hjá Stjörnunni eft ir níu ára dvöl í atvinnumennsku í Þýska- landi og Póllandi. Hann segir að margt hafi breyst í íslenskum handbolta síðan hann hélt utan árið 2005. Þórir hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu síðustu árin en hann veit ekki hvort hann hlýtur náð fyrir augum Arons Kristjánssonar lands- liðsþjálfara þegar lokahópurinn fyrir HM í Katar verður valinn. „Maður veit auðvitað aldrei hvað þjálfarinn er að hugsa og það getur vel verið að hann vilji gera breytingar nú. Það er eitthvað sem maður stjórnar ekki en ég verð auðvitað klár ef hann telur að ég geti hjálpað liðinu og að það séu not fyrir mann,“ segir Þórir. Hann er ekki búinn að ganga frá því við sinn yfirmann að fá frí frá vinnu á meðan HM stendur yfir í Katar í næsta mánuði. „Ég ætla að byrja á því að sjá hvort maður kemst í hópinn. En ég held að það ætti ekki að verða mikið mál að fá frí,“ segir hann í léttum dúr. ➜ Ekki búinn að fá frí í vinnunni fyrir HM í Katar í janúar FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen spilar væntanlega sinn fyrsta leik eftir endurkomuna til Bolton í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið tekur á móti Ipswich á Macron-vellinum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Mikið hefur verið gert úr endurkomu Eiðs hjá Bolton enda vann hann hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins þegar hann spilaði þar árin 1998-2000. Andlit hans verður úti um allt á vellinum í dag þar sem hann prýðir forsíðu leikskrár leiksins. Svo gæti farið að Eiður Smári verði í byrjunarliðinu, en hann var fenginn til liðsins bæði vegna hæfileika sinna og til að hjálpa því í gegnum meiðsla- vandræði. Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, verður án framherjans Craigs Davies og miðjumannsins Marks Davies. Því eru ágætur líkur á að Eiður komi við sögu í leiknum. „Við höfum Eið. Hvort að hann byrjar leikinn eða ekki verðum við bara að bíða og sjá til með,“ sagði Lennon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Bolton og Ipswich hefst klukkan 15.00 og útsending tíu mínútum fyrr. - tom Forsíðudrengurinn í byrjunarliðinu? ENDURKOMA Eiður spilar væntanlega sinn fyrsta leik í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Eftir vonbrigðin yfir að falla úr leik í Meistaradeildinni í miðri viku gæti Liverpool ekki fengið betri leik til að létta lund stuðningsmanna sinna en á sunnu- daginn þegar liðið heimsækir erki- fjendur sína í Manchester United. Sigur á Old Trafford myndi fyrirgefa margt af því sem gerst hefur síðustu vikur, en auðvitað gæti það snúist upp í andhverfu sína með tapi. Þá yrði vond vika enn þá verri. Að falla úr leik í Meistaradeildinni og tapa gegn United í sömu vikunni er eitthvað sem erfitt er að sætta sig við. Bæði United og Liverpool eru taplaus í fimm síðustu leikjum sínum. Lærisveinar Louis van Gaal eru búnir að vinna fimm í röð í deildinni þótt það hafi ekki verið gefinn mikill afsláttur af sumum þeirra. Liverpool er reyndar ósigrað í fimm síðustu leikjum í öllum keppnum, en tvö jafntefli í Meistaradeildinni og annað markalaust gegn Sunder- land hefur ekki glatt marga á Anfield undanfarnar vikur. Meiðslavandræði United hætta ekki og verður liðið án Chris Smalling, Phil Jones, Luke Shaw og Daley Blind. Þá staðfesti stjór- inn að Ángel Di María verður ekki með í leiknum sem ætti að kæta Liverpool-menn. Balotelli gæti verið orðinn heill og klár í slaginn. Honum hefur oft gengið ágætlega gegn United. - tom Vond vika getur orðið verri FJARVERANDI Ángel Di María verður ekki með United. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FJÁLSAR FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir heldur áfram að gera það gott. Þórdís bætti nú síðast Íslandsmetið í flokki fjórtán ára og yngri í þrístökki þegar hún stökk 11,38 metra á fyrsta jóla Coca-Cola-móti FH. Þórdís Eva bætti þá met Örnu Stef- aníu Guðmundsdóttur frá árinu 2009 um fimm sentí- metra. Á síðastliðnum mánuði hefur Þórdís Eva þar með sett Íslandsmet í 200 metra hlaupi, í 1.500 metra hlaupi og í þrístökki eins og fram kemur á heimasíðu FRÍ. Þórdís Eva hljóp 200 metrana á 25,32 sekúndum 15. nóvember og bætti síðan tvö met Anítu Hinriksdóttur í 1.500 metra flokki (í flokki 14 og 15 ára) með því að koma í mark á 4:43,23 mínútum. Þórdís er þar með búin að bæta met í þremur ólíkum greinum á einum mánuði og hefur alls sett meira en 40 aldursflokkamet á árinu. Met í þremur ólíkum greinum á einum mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.