Fréttablaðið - 13.12.2014, Page 54
13. desember 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 54
Gylfi Þór
Sigurðsson
Besti maður íslenska
landsliðsins í fræknum
sigrum liðsins á bæði
Hollandi og Tyrklandi
en uppgangur þess
á árinu var ævintýri
líkastur. Sigrar þess í
undankeppni EM 2016
í vor komu liðinu ofar á
styrkleikalista FIFA en
nokkru sinni fyrr. Gylfi
var í aukahlutverki á
fyrri hluta ársins hjá
Tottenham en hefur
blómstrað hjá Swansea
eftir að hann fór aftur
til síns gamla félags í
sumar. Þar hefur hann
byrjað alla leiki liðsins
í ensku úrvalsdeildinni
og gefið næstflestar
stoðsendingar allra
leikmanna, á eftir Cesc
Fabregas hjá Chelsea.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Hafdís Sigurðardóttir
Þessi fjölhæfa frjálsíþróttakona
blómstraði á árinu. Varð í 16. sæti
í langstökki á EM og bætti Íslands-
metið í greininni er landslið Íslands
vann sér sæti í 2. deild EM landsliða.
Hafdís bætti einnig metið í langstökki
innanhúss sem og 60 m hlaupi utan-
húss auk þess sem hún vann sex gull
og eitt silfur á MÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Spilaði í bandaríska háskólagolfinu
framan af ári og varð svo Íslands-
meistari í höggleik í annað sinn á
ferlinum stuttu eftir heimkomuna.
Ólafía Þórunn er svo komin á lokastig
úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópu-
mótaröðina í golfi en það fer fram í
Marokkó síðar í mánuðinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Helena
Sverrisdóttir
Varð deildarmeistari
með liði sínu, Miskolc,
í Ungverjalandi í vor og
samdi svo við pólska
liðið CCC Polkowice.
Helena er lykilmaður
í íslenska landsliðinu
sem hlaut silfur í
Evrópukeppni smáþjóða
í Austurríki í sumar,
þar sem Helena var
valin besti leikmaður
mótsins. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Eygló Ósk Gústafsdóttir
Náði einum besta árangri sem ís-
lenskur sundmaður hefur náð á HM
í 25 laug er hún hafnaði í 10. sæti í
200 m baksundi, sinni sterkustu grein.
Vann ótrúleg afrek á Íslandsmótinu í
25 m laug í nóvember þar sem hún
vann níu gullverðlaun, bætti sex
Íslandsmet og jafnaði það sjöunda.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Guðjón Valur
Sigurðsson
Var magnaður með
íslenska landsliðinu
sem varð í fimmta
sæti á EM í Danmörku í
upphafi ársins. Guðjón
Valur var næstmarkahæsti
leikmaður mótsins og var
valinn í úrvalslið þess. Varð
svo þýskur meistari með
Kiel áður en hann samdi við
stórlið Barcelona á Spáni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Sara Björk Gunnarsdóttir
Varð sænskur meistari í þriðja sinn á
ferlinum með Rosengård sem hét áður
Malmö. Liðið hafði gríðarlega yfirburði í
deildinni en Sara Björk var fyrirliði þess.
Hún var einnig fyrirliði landsliðsins
sem náði þriðja sæti á Algarve-æfinga-
mótinu í byrjun árs og hafnaði í öðru
sæti í sínum riðli í undankeppni HM
2015. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Jón Arnór Stefánsson
Fór í úrslitakeppni spænsku úrvals-
deildarinnar með liði sínu, CAI Zara goza
og samdi svo við Unicaja Malaga í haust. Í milli-
tíðinni heimsótti hann sitt gamla félag, Dallas
Mav ericks, þar sem hann hélt sér í formi. Vegna
óvissu í samningsmálum sínum gat hann ekki gefið
kost á sér í fyrstu leikjum liðsins í undankeppni
EM en stóðst ekki mátið þegar á hólminn var
komið og var lykilmaður í síðustu tveimur leikj-
unum, er Ísland tryggði sér sæti í úrslitakeppni
stórmóts í fyrsta sinn í sögunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Jón Margeir Sverrisson
Átti frábært ár í sundlauginni þar
sem hann bætti tvö heimsmet og
þrjú Evrópumet í fötlunarflokki
sínum á sterku móti í Bretlandi. Hann
bætti þar að auki 10 Íslandsmet í
25 m laug og sjö í 50 m laug og var
útnefndur íþróttamaður ársins af
Íþróttasambandi fatlaðra í fjórða
sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Karen Knútsdóttir
Fór fyrir íslenska landsliðinu sem
vann alla sína leiki í forkeppni HM
2015 í lok ársins. Karen skoraði 34
mörk í þremur þeirra en missti af
þeim fjórða vegna meiðsla. Hún hóf
árið hjá SönderjyskE í Danmörku en
hélt svo til Frakklands í sumar þar
sem hún gerði tveggja ára samning
við sterkt lið Nice. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gunnar Nelson
Kom til baka á árinu eftir nokkurra mánaða frí og fjarveru
vegna meiðsla. Hóf árið á því að vinna Omari Akhmedov
afar sannfærandi í London. Mætti svo hinum bandaríska
Zak Cummings í Dublin sem Gunnar hengdi í annarri lotu.
Í bæði skipti var frammistaða hans valin sú besta á kvöld-
inu. Eftir sigurinn komst hann upp í 12. sæti styrkleikalista
UFC í veltivigt og mætti Rick Story í aðalbardaga kvöldsins
en tapaði á stigum eftir fimm lotu maraþonbardaga. Það
var hans fyrsta tap á atvinnumannaferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SEM
SKÖRUÐU
FRAM ÚR12
Að venju kenndi ýmissa grasa á íþróttaárinu sem er að líða. Frétta-
blaðið tók saman tólf íþróttamenn sem skarað hafa fram úr í sínum
greinum árið 2014 og telur þá hér upp í engri sérstakri röð. Ljóst er að
Ísland á fjölmarga íþróttamenn sem eru í fremstu röð á alþjóðavísu.
Helgi Sveinsson
Afrekaði í sumar að bæta Evrópumeistaratitli
í safnið sitt en Helgi varð heimsmeistari í
spjótkasti fatlaðra, flokki F42, í fyrra. Hann
kastaði spjótinu 50,74 m og vann greinina með
talsverðum yfirburðum. Helgi hyggur á enn
frekari sigra í greininni á næstu misserum og
ætti að fá tækifæri til að bæta Ólympíumóts-
meistaratitli fatlaðra í safnið í Ríó árið 2016.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@frettabladid.is