Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 2
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Karin, ertu að meika það í Rússlandi? „Fyrst þarf ég nú að krema það.“ Karin Kristjana Hindborg var á dögunum í Rússlandi að kynna hálfíslenska snyrtivöru- merkið Skyn Iceland. Hún segir Rússana óða í íslensku vörurnar. ÞÝSKALAND Ísbirnir og simpansar í dýragarðinum í Hannover í Þýska- landi fengu snemmbúnar jólagjafir frá dýrahirðum garðsins í gær. Þessi ísbjörn gæddi sér á ávöxtum sem festir voru við jólatré og virt- ist himinlifandi með jólaglaðninginn. - vh Snemmbúnar jólagjafir í dýragarðinum í Hannover: Ísbjörn gæddi sér á jólagóðgæti ÁNÆGÐUR Ísbjörninn virtist ánægður með jólagjöfina frá dýrahirðum garðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SVÍÞJÓÐ Lögregluna í norðurhluta Svíþjóðar grunar að gengi inn- brotsþjófa hafi keypt hús og sum- arbústaði á svæðinu til að nota sem bækistöðvar fyrir þjófnaðar- leiðangra. Talið er að í mörgum tilfell- um hafi afbrotamenn frá öðrum landshlutum keypt húsin til að geyma í þeim þýfi. Greint er frá því í sænskum fjölmiðlum að meðlimir í genginu Fucked for life hafi komið sér fyrir í húsi í Kramfors. Afbrotamenn eru sagðir hafa haldið áður til landsbyggðarinnar vegna lágs fasteignaverðs þar og færri lögreglumanna. - ibs Bækistöðvar fyrir leiðangra: Þjófar kaupa sumarbústaði STJÓRNSÝSLA Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög- reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, kveðst í bréfi sínu til Persónuverndar ekki hafa haft tilefni til „að álykta, eða ætla, að ann ar legar ástæður gætu legið að baki“ beiðni Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, um greinargerð varðandi hælisleitandann Tony Omos. Persónuvernd óskaði eftir upplýsingum um afhendingu þessarar greinargerðar, sem átti sér stað í nóvember 2013 þegar Sigríður Björk var lögreglustjóri á Suðurnesjum. Mbl.is sagði frá þessu. Líkt og komið hefur fram óskaði Gísli Freyr eftir þessum upplýsingum daginn eftir að fréttir birtust upp úr minnisblaði innanríkisráðuneytis- ins um Tony Omos. Gísli Freyr hefur nú játað að hafa lekið þessu minnisblaði til fjölmiðla. Í bréfi sínu segir Sigríður Björk að starfsmenn undirstofnana ráðuneytis hljóti almennt séð að geta gengið að því vísu að erindi ráðuneytisins eigi sér „réttmætar og eðlilegar forsendur“. Persónuvernd óskaði eftir þessum upplýsing- um til að athuga hvort skilyrðum um meðferð persónuupplýsinga hefði verið fullnægt og mun væntanlega skila áliti sínu um það eftir áramót. - bá Sigríður Björk Guðmundsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðsins, svarar Persónuvernd vegna Gísla: Efaðist ekki um umboð aðstoðarmannsins EFAÐIST EKKI Í svari sínu segist Sigríður ekki hafa haft tilefni til þess að álykta að annarlegar ástæður lægju að baki beiðni Gísla Freys. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vest- mannaeyjum handtók tvo menn í kringum tvítugt á föstudag fyrir að hafa brotist inn í hús við Bröttugötu í Vestmannaeyjum og stolið þaðan ýmsum verðmætum. Úlpu var meðal annars stol- ið en annar maðurinn var í umræddri úlpu þegar hann var handtekinn. Mennirnir voru undir áhrifum áfengis og voru vistaðir í fangageymslu þar til rann af þeim. Við yfirheyrslu síðar sama dag viðurkenndu þeir að hafa farið inn í húsið en kváðust hafa farið húsavillt. Sá úlpuklæddi kvaðst hafa tekið hana í misgripum. - sks Innbrot í Vestmannaeyjum: Tveir handteknir fyrir þjófnað SPURNING DAGSINS HÚSNÆÐISMÁL Alls verða 750 nýjar stúdentaíbúðir byggðar í Reykja- vík á næstu fimm árum á vegum Félagsstofnunar stúdenta. Einnig hafa aðrir aðilar, eins og Háskól- inn í Reykjavík og Byggingarfélag námsmanna, áform um að byggja stúdentaíbúðir. Reykjavíkurborg, Félagsstofn- un stúdenta og Háskóli Íslands undirrituðu í gær viljayfirlýs- ingu um byggingu 650 nýrra stúd- entaíbúða á háskólasvæðinu og í nágrenni þess. Íbúðirnar verða reistar á næstu fimm árum. Auk þess hefur þegar verið úthlutað lóð fyrir um 100 nýjar stúdentaíbúð- ir við Ásholt/Brautarholt en fram- kvæmdir við þær munu hefjast á nýju ári. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg muni vinna að því að skipuleggja háskólasvæð- ið með það að marki að koma þar fyrir allt að 400 stúdentaíbúðum til viðbótar við þær sem þegar eru á svæðinu. Þar kemur einnig fram að Reykjavíkurborg lýsi yfir vilja sínum til þess að úthluta lóðum og byggingarrétti fyrir 250 stúdenta- íbúðir á vegum Félagsstofnunar stúdenta á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborginni og háskólan- um. - vh Undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu nýrra íbúða fyrir stúdenta: Byggja 750 nýjar stúdentaíbúðir SKRIFUÐU UNDIR Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði viljayfirlýsinguna fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Guðrún Björnsdóttir fyrir hönd Félagsstofnunar stúd- enta og Kristín Ingólfsdóttir rektor fyrir hönd Háskóla Íslands. ÚTIVIST Leiðangur Einars Torfa Finnssonar, leiðsögumanns og eins eigenda Íslenskra fjallaleið- sögumanna, á Suðurpólinn er nú að verða hálfnaður. Á hádegi á morgun kemur Einar, sem er leiðangursstjóri í ferðinni, ásamt þremur öðrum göngumönnum í Thiels Corner þar sem þeir verða í tvo daga og hvílast en þeir hafa verið á göngu í um það bil einn mánuð. Leiðangurinn hefur geng- ið vel þótt slæmt skyggni og háar snjóöldur hafi hægt talsvert á ferðinni, að því er kemur fram á bloggsíðu Íslenskra fjallaleið- sögumanna, expeditions.mounta- inguides.is. „Það er jafnvel erf- itt að finna stað til að tjalda á á kvöldin því það er ekki auðvelt að sjá hvort snjórinn er sléttur eða ekki,“ sagði Einar í fyrradag. Það var nýsjálensk ferðaskrif- stofa, Adventure Consultants, sem skipulagði leiðangurinn og falað- ist eftir þjónustu Íslenskra fjalla- leiðsögumanna. „Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjalla- leiðsögumenn hafa lengi boðið upp á gönguskíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Við erum núna að bjóða sjálfir upp á leið- angra á Norður- og Suðurpólinn, bæði síðustu gráðuna og alla leið,“ segir Björgvin Hilmarsson, leið- sögumaður og umsjónarmaður leiðangra. Þegar Einar, sem hefur verið leiðsögumaður frá 1984, og ferða- félagar hans koma til Thiels Corn- er hafa þeir gengið alls 582 km en heildarleiðin á suðurpólinn er 1.130 km með 2.835 metra hækk- un, að því er Björgvin greinir frá. Hann segir Einar og ferðafélaga stöðugt vera að ná upp meiri hraða þrátt fyrir að aðstæður hafi verið misgóðar. Í fyrradag sagði Einar að allir væru í góðu skapi þrátt fyrir erf- iðið. Þeir hlökkuðu til að koma á næsta áfangastað þar sem þeir færu í hrein föt og hefðu tækifæri til að losa sig við ýmsan búnað sem þeir þyrftu ekki lengur. Einar kvaðst hafa fengið fregnir frá öðrum leiðangri um að auð- veldari leið væri fram undan. Í Thiels Corner verða göngu- garparnir einir um jólin. ibs@frettabladid.is Á leið á Suðurpól- inn um hátíðarnar Íslendingur er leiðangursstjóri í tveggja mánaða göngu á Suðurpólinn. Slæmt skyggni og háar snjóöldur hafa hægt á ferðinni. Nýsjálenskt fyrirtæki leitaði eftir þjónustu Íslenskra fjallaleiðsögumanna vegna reynslu þeirra af leiðöngrum. Í LEIÐANGRI Einar Torfi Finnsson og John Bigham í leiðangri á Gunnbjörnsfjall, hæsta fjall Grænlands. MYND/ÍSLENSKIR FJALLALEIÐSÖGUMENN Það var leitað til okkar vegna þeirrar reynslu sem við höfum. Íslenskir fjallaleiðsögumenn hafa lengi boðið upp á göngu- skíðaleiðangra yfir Sprengisand og Vatnajökul og yfir Grænlandsjökul. Björgvin Hilmarsson, leiðsögumaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.