Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 52
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 48 „Við erum að spila vínyl og fólk má koma með eigin plötu til að fá óskalög, eða þá fletta í gegnum okkar plötur,“ segir plötu- snældan Katla Ásgeirsdóttir, sem stendur fyrir sérstöku óskalagakvöldi á Þorláksmessu á skemmti- staðnum Bravó, ásamt plötu- snúðnum Ísari Loga Arnarssyni. Tvíeykið hélt fyrsta kvöldið nú á sunnudag. „Ég var bara með „spontant“ í fyrradag, það var ógeðslega skemmtilegt þannig að við ákváðum að kýla í annað,“ segir Katla. „Hugmyndin var að fólk kæmi með sínar eigin vínyl- plötur og fá óskalög, þannig að maður þarf að hafa smá fyrir óskalaginu.“ - þij Halda kvöld fyrir óskalög KATLA ÁSGEIRSDÓTTIR Ása Ninna Pétursdóttir, eigandi GK Reykjavík, hannaði línuna Eyland fyrir um einu og hálfu ári og er hún loksins komin í búð, korter í jól. „Það er mikil spenna og gleði að vera loksins búin að fá barnið heim. Þetta er búin að vera löng fæðing,“ segir Ása. Línan inniheldur átján stíla, þar af sjö sem eru úr leðri. „Af þess- um sjö eru tveir leðursamfesting- ar, sem mun kannski ekki teljast mjög skynsamlegt, en klárlega mest spennandi að mínu mati,“ segir hún, en von er á fleiri stílum strax í janúar. Ferlið er búið að taka óvenjulangan tíma, en eins og margir vita þá settu húsnæð- ismál verslunarinnar GK strik í reikninginn, en þau misstu hús- næðið fyrr en áætlað var vegna hótelframkvæmda. „Þetta hefur verið mikill og góður skóli, en ég er rosalega sátt við útkomuna í dag. Ég hef verið heppin að vinna með góðu fólki sem er búið að hjálpa mér mikið við þetta ferli. Enginn er jú eyland, eins og skáldið sagði,“ segir Ása. - asi Eins og hálfs árs bið er á enda Eyland, fyrsta fatalína Ásu Ninnu Pétursdóttur hjá GK, kom í verslanir í gær. STOLT AF LÍNUNNI Ása Ninna Pétursdóttir, hönnuður Eylands. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Mörgum þykir skatan herra- mannsmatur en aðrir eru ekki eins hrifnir og er það oft lyktin sem veldur. Skötulykt er sérstök og mörgum þykir hún jafnvel yfirþyrmandi, hún sest gjarnan í föt og staldrar lengur við í húsakynnum en fólk vill. Af þessum sökum hafa margir skötuunnendur brugðið á það ráð að borða hana annars staðar en heima og þannig slegið tvær flug- ur í einu höggi, fengið að snæða vel kæsta skötu án þess að lyktin setjist í jólagjafirnar. Hægt er að melda sig í skötu- veislur á ýmsum stöðum meðal annars á veitingastöðum, bifreiða- verkstæðum og hjá björgunar- sveitum. Björgunarsveitin Björg á Suður- eyri býður til skötuveislu klukkan sex í húsnæði sveitarinnar. Einnig verður boðið upp á saltfisk og fólk hefur kost á því að kaupa flugelda af björgunarsveitinni fyrir áramótin. Blásið verður til árlegrar skötuveislu Tækniþjónustu bif- reiða í Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði, en þetta er í tíunda sinn sem skötuveisla er haldin á verkstæðinu. Herlegheitin byrja klukk- an fimm og stendur yfir svo lengi sem birgðir endast. Allir eru vel- komnir og boðið verður upp á skötu beint frá Bolungarvík. Íslenski barinn í Ing- ólfsstræti er einn af þeim veitingastöðum sem reiðir fram skötuhlaðborð í dag. Á boðstólum verður mild og sterk skata fyrir þá hugaðri en einnig verður boðið upp á saltfisk fyrir þá sem einungis vilja njóta lyktarinnar. Hægt er að panta borð í síma 517-6767. Í Rauða húsinu á Eyrar- bakka verður haldin skötuveisla. Kjörið er fyrir höfuðborgarbúa að bregða undir sig betri fætinum og kíkja í Rauða húsið í skötu- veislu. Borðapantanir eru í síma 483-3330. Kæst og kæfandi skata á Þorláksmessu Skata þykir mörgum ómissandi undanfari jóla en ekki eru allir hrifnir af lyktinni. Víða er boðið upp á skötu í dag svo hægt er að koma í veg fyrir lykt heima. RAUÐA HÚSIÐ Boðið verður upp á skötu á Eyrarbakka. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Úlfar Eysteinsson, matreiðslumaður á Þremur frökkum, segir lítið mál að elda skötuna fyrir þá sem kjósa að matreiða hana heima. „Þú tekur ósaltaða kæsta skötu, setur salt í vatnið og lætur suðuna koma vel upp. Síðan dregur maður pottinn til hliðar af hitanum og lætur skötuna jafna sig í 10 mínútur á meðan maður bræðir hamsatólgina og gengur frá rúgbrauðinu,“ segir Úlfar sem er í óðaönn að undirbúa skötuveislu og er sjálfur mjög hrifinn af skötunni. „Þetta finnst mér alveg indælismatur og ég hlakka alltaf til.“ EINFALT AÐ ELDA SKÖTU HEIMA Jóladagatal Miðborgarinnar okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.