Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 4
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Leiðrétt
Missagt var í blaðinu í gær að
samanlagt framlag ríkisins til kynn-
ingarverkefnisins Ísland allt árið yrði
760 milljónir króna á næstu tveimur
árum. Hið rétta er að framlagið verður
360 til 400 milljónir eftir því hversu há
framlög verða frá öðrum aðilum.
15 svínaræktarbú voru starf-andi á öllu landinu í lok árs
2013.
Þau voru nítján talsins árið 2008.
LÖGREGLUMÁL Þjófur fór ráns-
hendi um Landspítalann í
Reykjavík fyrir nokkru. Þjófur-
inn komst yfir föt starfsmanns
og stal víða um spítalann. Þetta
staðfestir Anna Sigrún Baldurs-
dóttir, aðstoðarmaður forstjóra
LSH.
Atvikið átti sér stað í október-
mánuði og var kært til lögreglu.
Það atvikaðist þannig að þjófur-
inn, kona á besta aldri, klæddi
sig í starfsmannaföt og stal víða
á spítalanum. Hún náði að kom-
ast yfir starfsmannakort og hafði
þar af leiðandi aðgang að helstu
stöðum spítalans.
Á Landspítalanum starfa um
4.600 einstaklingar og eru þeir
allir með aðgangskort. Þjófurinn
náði að hafast við á spítalanum
í nokkra klukkutíma. Gekk hún
um rými spítalans í Fossvogi
óáreitt og náði að komast yfir
ýmsa verðmæta hluti á ferðum
sínum um húsakynnin. Hún hóf
ránsferð sína í Fossvogi en náðist
ekki fyrr en hún var komin inn
í byggingar Landspítalans við
Hringbraut.
Þar gekk hún inn á kaffistofu.
Starfsmenn sem þar voru fyrir
könnuðust ekki við konuna og
var hún í annarlegu ástandi. Hún
náði ekki að gefa upp nafn sem
passaði við aðgangskortið sem
hún hafði og var því stöðvuð af
öryggisvörðum.
Á þessum tíma sem hún athafn-
aði sig náði hún að koma hönd-
um yfir ýmislegt smálegt; síma
starfsmanna, lykla og annað
sem varð á vegi hennar. Lög-
regla fann bæði hluti á henni og
við húsleit á heimili hennar. Ger-
andinn hefur
áður komist í
kast við lögin
og hefur átt við
andleg veikindi
að stríða. Hún
gaf þá ástæðu
fyrir þjófnaðin-
um að hún væri
að reyna að fjár-
magna eigin
fíkniefnaneyslu.
Konan komst ekki í lyf á spítal-
anum. Öll lyf spítalans eru geymd
í lokuðum og læstum lyfjaskápum
þar sem starfsmenn á vöktum
geyma þá lykla sérstaklega.
Enginn yfirmaður á Landspít-
alanum vildi tjá sig um málið við
fréttastofu þegar eftir því var
leitað. Málið er upplýst og ekki
hefur enn verið tekin ákvörðun
hvort verklagi verður breytt á
spítalanum til þess að fyrirbyggja
að atvik sem þessi geti átt sér stað
aftur. sveinn@frettabladid.is
Fingralöng fór ráns-
hendi um spítalann
Kona í annarlegu ástandi náði að ganga óáreitt um Landspítalann í nokkra
klukkutíma íklædd starfsmannafatnaði. Komst hún yfir margvíslega muni áður
en hún náðist. Fór bæði í byggingar spítalans í Fossvogi og á Hringbraut.
RÁNSFERÐ Konan náðist á Landspítalanum við Hringbraut, áður hafði hún látið
greipar sópa í húsakynnum spítalans í Fossvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
PÁLL
MATTHÍASSON
UMFERÐ Búast má við mikilli
umferð við kirkjugarða á höfuð-
borgarsvæðinu á aðfangadag.
Lögreglan mun fylgjast sérstak-
lega með umferð við Fossvogs-
kirkjugarð og Gufuneskirkjugarð
og greiða fyrir umferð eins og
hægt er. Bílaumferð inn í Foss-
vogskirkjugarð er takmörkuð á
milli klukkan 9 til 15 og er aðeins
heimil þeim sem framvísa svo-
kölluðu P-merki. Ökumönnum
er bent á bílastæði við Fossvogs-
kirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og
Vesturhlíð.
Þá verður aðkoma að Gufunes-
kirkjugarði eingöngu frá Halls-
vegi. Starfsfólk Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastdæma stýrir
umferðinni inni í kirkjugarð-
inum og verður um eins konar
hringakstur að ræða. Farið er út
úr Gufuneskirkjugarði norð-
an megin og inn á Borgaveg.
Ökumenn eru beðnir um að aka
Borgaveg í vestur og þaðan um
Strandveg. - sks
Kirkjugarðar á aðfangadag:
Búast við mjög
mikilli umferð
MIKIL UMFERÐ Lögregla mun stýra
umferð um kirkjugarðana á aðfangadag.
LÖGREGLUMÁL Fjögur hundruð og
níutíu ökumenn voru stöðvaðir á
höfuðborgarsvæðinu um helgina
í sérstöku umferðareftirliti sem
lögreglan heldur nú úti í umdæm-
inu. Sjö ökumenn reyndust ölv-
aðir eða undir áhrifum fíkniefna
við stýrið en þeir eiga yfir höfði
sér ökuleyfissviptingu. Í tilkynn-
ingu vegna þessa frá lögreglunni
segir að markmiðið með átakinu
sé að vekja athygli á þeirri hættu
sem stafar af ölvunar- og fíkni-
efnaakstri og til að hvetja fólk til
almennrar varkárni í umferðinni.
Minnt er á viðvörunarorðin „eftir
einn ei aki neinn“. Átakið nær
einnig til aksturs undir áhrifum
lyfja. - sks
Umferðareftirlit lögreglu:
490 stöðvaðir
SJÖ SVIPTIR Sjö af þeim sem lögregla
stöðvaði reyndust undir áhrifum áfeng-
is eða vímuefna og eiga yfir höfði sér
ökuleyfissviptingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
DÓMSMÁL „Ég mun seint sjá að slíkt
gæti orðið hagkvæmt.“ Þetta segir
Páll Winkel forstjóri um möguleika
á því að íslensk stjórnvöld semji um
afplánun í erlendu fangelsi en nú bíða
um 400 til 450 fangar eftir afplánun
á Íslandi. Norsk og hollensk stjórn-
völd hafa samið um að 242 norskir
fangar fái að afplána fangelsisdóma
í Hollandi. Fyrst og fremst er um að
ræða fanga með langa fangelsisdóma
en einnig erlenda ríkisborgara sem
ákveðið hefur verið að vísa úr landi.
Í Noregi bíða 1.200 fangar eftir því
að geta afplánað. Talið er að þörf sé á
tvö þúsund nýjum fangelsisplássum
í Noregi fyrir árið 2040.
Páll telur afplánun erlendis frek-
ar fjarstæðukennda lausn og nefnir
meðal annars ferðakostnað og kostn-
að vegna íslensks starfsfólks. „Fjár-
framlög bjóða ekki upp á skuldbind-
ingar gagnvart öðrum ríkjum í slíku
máli. Við tökum Hólmsheiði í notkun
eftir ár. Fjárhagsleg staða fangelsis-
mála er þannig að við þurfum að loka
Kvennafangelsinu um mitt næsta ár
vegna niðurskurðar.“ - ibs
Forstjóri Fangelsismálastofnunar telur afplánun fanga erlendis fjarstæðukennda:
Afplánun erlendis óhagkvæm
Fjár-
framlög bjóða
ekki upp á
skuldbind-
ingar gagn-
vart öðrum
ríkjum í slíku
máli.
Páll Winkel,
forstjóri Fangelsismálastofnunar.
SKOTLAND Sex létust og átta
slösuðust eftir að vörubíll keyrði
á Millenium-hótelið á George
Square við Queen Street-stöð-
ina í Glasgow í gær. Rannsókn
var hafin þegar í stað á því hvað
orsakaði slysið. Eitt vitnanna
sagðist hafa séð ökumann vöru-
bílsins hanga fram yfir stýrið þar
sem hann keyrði inn í hóp gang-
andi vegfarenda. Lögregla sagði
í gær að ekkert benti til þess að
um viljaverk hefði verið að ræða.
- nej
Banaslys í miðbæ Glasgow:
Vörubíl ekið inn
í hóp vegfarenda
FRAKKLAND Sendiferðabíll var
ekið á hóp vegfarenda við jólaú-
timarkað í Nantes í Frakklandi í
gær. Að minnsta kosti níu slösuð-
ust við áreksturinn, þar af fjórir
alvarlega. Samkvæmt fréttaveit-
unni CNN stakk ökumaðurinn
sjálfan sig eftir atvikið.
Lögregla hefur ekki gefið út
neinar yfirlýsingar varðandi
mögulegar ástæður atviksins
en fjölmiðlar í Frakklandi segja
það geta tengst tveimur hryðju-
verkaárásum sem áttu sér stað í
Frakklandi yfir helgina. - nej
Níu slösuðust í Nantes:
Ók sendibíl inn
á jólaútimarkað
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is,
Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is
FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is,
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
advania.is/vinnufelagar
Hafðu samband í síma 440 9010
eða í tölvupósti á sala@advania.is
*Sérverð, gildir meðan birgðir endast.
Tölva: 104.990 kr.*
Skjár: 32.990 kr.*
Frábær tilboð
á vinnuvélum
Soff ía Sveinsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
HVÍT JÓL Í dag ríkir NA-átt með snjóéljum eða slyddu norðan- og austanlands en
bjartviðri syðra. Á morgun, aðfangadag, lægir og kólnar og útlit fyrir gott ferðaveður. Á
jóladag hvessir af suðaustri vestanlands með snjókomu.
-1°
11
m/s
0°
10
m/s
1°
4
m/s
3°
7
m/s
Hæg
breytileg
átt og
kólnandi
veður.
Snýst í
SA-átt og
hvessir
vestan til
með
snjókomu.
Gildistími korta er um hádegi
11°
27°
2°
10°
15°
2°
10°
7°
7°
22°
13°
17°
17°
14°
10°
10°
8°
11°
2°
3
m/s
3°
14
m/s
2°
8
m/s
2°
10
m/s
2°
5
m/s
1°
10
m/s
-5°
9
m/s
-3°
-3°
-4°
-2°
-2°
-6°
-5°
-10°
-4°
-5°
Alicante
Aþena
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
JÓLADAGUR
Á MORGUN