Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 4
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Leiðrétt Missagt var í blaðinu í gær að samanlagt framlag ríkisins til kynn- ingarverkefnisins Ísland allt árið yrði 760 milljónir króna á næstu tveimur árum. Hið rétta er að framlagið verður 360 til 400 milljónir eftir því hversu há framlög verða frá öðrum aðilum. 15 svínaræktarbú voru starf-andi á öllu landinu í lok árs 2013. Þau voru nítján talsins árið 2008. LÖGREGLUMÁL Þjófur fór ráns- hendi um Landspítalann í Reykjavík fyrir nokkru. Þjófur- inn komst yfir föt starfsmanns og stal víða um spítalann. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldurs- dóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSH. Atvikið átti sér stað í október- mánuði og var kært til lögreglu. Það atvikaðist þannig að þjófur- inn, kona á besta aldri, klæddi sig í starfsmannaföt og stal víða á spítalanum. Hún náði að kom- ast yfir starfsmannakort og hafði þar af leiðandi aðgang að helstu stöðum spítalans. Á Landspítalanum starfa um 4.600 einstaklingar og eru þeir allir með aðgangskort. Þjófurinn náði að hafast við á spítalanum í nokkra klukkutíma. Gekk hún um rými spítalans í Fossvogi óáreitt og náði að komast yfir ýmsa verðmæta hluti á ferðum sínum um húsakynnin. Hún hóf ránsferð sína í Fossvogi en náðist ekki fyrr en hún var komin inn í byggingar Landspítalans við Hringbraut. Þar gekk hún inn á kaffistofu. Starfsmenn sem þar voru fyrir könnuðust ekki við konuna og var hún í annarlegu ástandi. Hún náði ekki að gefa upp nafn sem passaði við aðgangskortið sem hún hafði og var því stöðvuð af öryggisvörðum. Á þessum tíma sem hún athafn- aði sig náði hún að koma hönd- um yfir ýmislegt smálegt; síma starfsmanna, lykla og annað sem varð á vegi hennar. Lög- regla fann bæði hluti á henni og við húsleit á heimili hennar. Ger- andinn hefur áður komist í kast við lögin og hefur átt við andleg veikindi að stríða. Hún gaf þá ástæðu fyrir þjófnaðin- um að hún væri að reyna að fjár- magna eigin fíkniefnaneyslu. Konan komst ekki í lyf á spítal- anum. Öll lyf spítalans eru geymd í lokuðum og læstum lyfjaskápum þar sem starfsmenn á vöktum geyma þá lykla sérstaklega. Enginn yfirmaður á Landspít- alanum vildi tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Málið er upplýst og ekki hefur enn verið tekin ákvörðun hvort verklagi verður breytt á spítalanum til þess að fyrirbyggja að atvik sem þessi geti átt sér stað aftur. sveinn@frettabladid.is Fingralöng fór ráns- hendi um spítalann Kona í annarlegu ástandi náði að ganga óáreitt um Landspítalann í nokkra klukkutíma íklædd starfsmannafatnaði. Komst hún yfir margvíslega muni áður en hún náðist. Fór bæði í byggingar spítalans í Fossvogi og á Hringbraut. RÁNSFERÐ Konan náðist á Landspítalanum við Hringbraut, áður hafði hún látið greipar sópa í húsakynnum spítalans í Fossvogi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PÁLL MATTHÍASSON UMFERÐ Búast má við mikilli umferð við kirkjugarða á höfuð- borgarsvæðinu á aðfangadag. Lögreglan mun fylgjast sérstak- lega með umferð við Fossvogs- kirkjugarð og Gufuneskirkjugarð og greiða fyrir umferð eins og hægt er. Bílaumferð inn í Foss- vogskirkjugarð er takmörkuð á milli klukkan 9 til 15 og er aðeins heimil þeim sem framvísa svo- kölluðu P-merki. Ökumönnum er bent á bílastæði við Fossvogs- kirkju, Klettaskóla, Suðurhlíð og Vesturhlíð. Þá verður aðkoma að Gufunes- kirkjugarði eingöngu frá Halls- vegi. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma stýrir umferðinni inni í kirkjugarð- inum og verður um eins konar hringakstur að ræða. Farið er út úr Gufuneskirkjugarði norð- an megin og inn á Borgaveg. Ökumenn eru beðnir um að aka Borgaveg í vestur og þaðan um Strandveg. - sks Kirkjugarðar á aðfangadag: Búast við mjög mikilli umferð MIKIL UMFERÐ Lögregla mun stýra umferð um kirkjugarðana á aðfangadag. LÖGREGLUMÁL Fjögur hundruð og níutíu ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæm- inu. Sjö ökumenn reyndust ölv- aðir eða undir áhrifum fíkniefna við stýrið en þeir eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. Í tilkynn- ingu vegna þessa frá lögreglunni segir að markmiðið með átakinu sé að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunar- og fíkni- efnaakstri og til að hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni. Minnt er á viðvörunarorðin „eftir einn ei aki neinn“. Átakið nær einnig til aksturs undir áhrifum lyfja. - sks Umferðareftirlit lögreglu: 490 stöðvaðir SJÖ SVIPTIR Sjö af þeim sem lögregla stöðvaði reyndust undir áhrifum áfeng- is eða vímuefna og eiga yfir höfði sér ökuleyfissviptingu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL „Ég mun seint sjá að slíkt gæti orðið hagkvæmt.“ Þetta segir Páll Winkel forstjóri um möguleika á því að íslensk stjórnvöld semji um afplánun í erlendu fangelsi en nú bíða um 400 til 450 fangar eftir afplánun á Íslandi. Norsk og hollensk stjórn- völd hafa samið um að 242 norskir fangar fái að afplána fangelsisdóma í Hollandi. Fyrst og fremst er um að ræða fanga með langa fangelsisdóma en einnig erlenda ríkisborgara sem ákveðið hefur verið að vísa úr landi. Í Noregi bíða 1.200 fangar eftir því að geta afplánað. Talið er að þörf sé á tvö þúsund nýjum fangelsisplássum í Noregi fyrir árið 2040. Páll telur afplánun erlendis frek- ar fjarstæðukennda lausn og nefnir meðal annars ferðakostnað og kostn- að vegna íslensks starfsfólks. „Fjár- framlög bjóða ekki upp á skuldbind- ingar gagnvart öðrum ríkjum í slíku máli. Við tökum Hólmsheiði í notkun eftir ár. Fjárhagsleg staða fangelsis- mála er þannig að við þurfum að loka Kvennafangelsinu um mitt næsta ár vegna niðurskurðar.“ - ibs Forstjóri Fangelsismálastofnunar telur afplánun fanga erlendis fjarstæðukennda: Afplánun erlendis óhagkvæm Fjár- framlög bjóða ekki upp á skuldbind- ingar gagn- vart öðrum ríkjum í slíku máli. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. SKOTLAND Sex létust og átta slösuðust eftir að vörubíll keyrði á Millenium-hótelið á George Square við Queen Street-stöð- ina í Glasgow í gær. Rannsókn var hafin þegar í stað á því hvað orsakaði slysið. Eitt vitnanna sagðist hafa séð ökumann vöru- bílsins hanga fram yfir stýrið þar sem hann keyrði inn í hóp gang- andi vegfarenda. Lögregla sagði í gær að ekkert benti til þess að um viljaverk hefði verið að ræða. - nej Banaslys í miðbæ Glasgow: Vörubíl ekið inn í hóp vegfarenda FRAKKLAND Sendiferðabíll var ekið á hóp vegfarenda við jólaú- timarkað í Nantes í Frakklandi í gær. Að minnsta kosti níu slösuð- ust við áreksturinn, þar af fjórir alvarlega. Samkvæmt fréttaveit- unni CNN stakk ökumaðurinn sjálfan sig eftir atvikið. Lögregla hefur ekki gefið út neinar yfirlýsingar varðandi mögulegar ástæður atviksins en fjölmiðlar í Frakklandi segja það geta tengst tveimur hryðju- verkaárásum sem áttu sér stað í Frakklandi yfir helgina. - nej Níu slösuðust í Nantes: Ók sendibíl inn á jólaútimarkað AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ advania.is/vinnufelagar Hafðu samband í síma 440 9010 eða í tölvupósti á sala@advania.is *Sérverð, gildir meðan birgðir endast. Tölva: 104.990 kr.* Skjár: 32.990 kr.* Frábær tilboð á vinnuvélum Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá HVÍT JÓL Í dag ríkir NA-átt með snjóéljum eða slyddu norðan- og austanlands en bjartviðri syðra. Á morgun, aðfangadag, lægir og kólnar og útlit fyrir gott ferðaveður. Á jóladag hvessir af suðaustri vestanlands með snjókomu. -1° 11 m/s 0° 10 m/s 1° 4 m/s 3° 7 m/s Hæg breytileg átt og kólnandi veður. Snýst í SA-átt og hvessir vestan til með snjókomu. Gildistími korta er um hádegi 11° 27° 2° 10° 15° 2° 10° 7° 7° 22° 13° 17° 17° 14° 10° 10° 8° 11° 2° 3 m/s 3° 14 m/s 2° 8 m/s 2° 10 m/s 2° 5 m/s 1° 10 m/s -5° 9 m/s -3° -3° -4° -2° -2° -6° -5° -10° -4° -5° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur JÓLADAGUR Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.