Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 23.12.2014, Blaðsíða 12
23. desember 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | Stærð 30/40 HUMAR Stærð 24/30 HUMAR Stærð 18/24 HUMAR Stærð 15/18 HUMAR Stærð 12/15 HUMAR Stærð 9/12 HUMAR Stærð 7/9 HUMAR FISKIKÓNGSINS SKELFLETTUR OPIÐ Þorláksmessu 7-20 Aðfangadag 9-13 Gleðileg jól Nýtt fangelsi á Hólmsheiði er orðið fokhelt en undirbúningur vegna náms fanga í fangelsinu er ekki enn hafinn. Páll Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, segir öruggt að nám fanga verði tryggt og stöðu margra fanga batna þegar kemur að réttindum þeirra í nýju fangelsi. Í umfjöllunum Fréttablaðsins um menntamál fanga hefur komið fram að mikill munur er á námsfram- boði eftir því hvar fangar afplána. Best þykir aðstaðan á Litla-Hrauni og Kvíabryggju. Lökust þykir hún í minni fangelsum landsins, þar sem eingöngu er boðið upp á fáeina áfanga til kennslu. Erfitt í litlum fangelsum Páll segir erfitt fyrir lítil fangelsi að bjóða upp á fjölbreytt námsframboð vegna þess hve fáir afplána í einu og tekur sem dæmi eitt minnsta fangelsi landsins, Kvennafangelsið í Kópavogi. „Stundum er engin kona í afplánun en almennt eru þrjár til fjórar inni í einu. Það að stilla upp námsbrautum fyrir svona hópa er erfitt. Svona lítið fangelsi getur ekki boðið upp á jafn fjölbreytt náms- framboð,“ segir hann. Páll segir miklar vonir bundnar við nýtt fangelsi á Hólmsheiði hvað varðar breytta aðstöðu fanga til náms og annars er varðar afplánun þeirra. Hagur kvenna muni vænk- ast mest. „Kvennafangelsinu verð- ur lokað í maí og einnig Hegningar- húsinu við Skólavörðustíg. Þær fá því sama námsúrval og aðrir fang- ar. Nú er fangelsi við Hólmsheiði að verða fokhelt og við erum farin að undirbúa starfsemina,“ segir Páll en segir að þótt undirbúningur sé haf- inn sé ekki komið á formlegt sam- starf við nærliggjandi skóla vegna náms fanga. Margrét Frímannsdóttir, fangels- isstjóri á Litla-Hrauni, segir gagn- rýnivert að undirbúningur að náms- framboði fanga sé ekki hafinn. Nám í fangelsi sé miðja alls betrunar- starfs. „Starfið í fangelsinu er mikil- vægara en byggingin sjálf, auð- vitað á að vanda vel til þess starfs. Ég gagnrýni að það sé ekki farið að huga að námi á Hólmsheiði.“ Lykilatriði Þótt undirbúningur sé ekki hafinn segir Páll þó öruggt að hugað verði að menntamálum fanga á Hólms- heiði enda sé nám fanga mikilvægt hvað varðar betrun þeirra. „Það er algjört lykilatriði. Það er þrennt sem skiptir miklu máli, að það sé fullnægjandi meðferðar- starf og fullnægjandi námsfram- boð og þá skiptir máli hvað tekur við þegar afplánun lýkur, hvaða aðstoð og stuðning þeir fá til þess að aðlagast samfélaginu.“ Þótt fangelsismálayfirvöld séu meðvituð um mikilvægi náms fanga segir hann fjárskort einkenna mála- flokkinn. „Fjárframlög hafa verið skorin niður um 25% frá hruni, það er Alþingis að svara fyrir það. Þá er það auðvitað ákveðin frelsissvipt- ing að fara í fangelsi og fangi getur ekki farið í allt það nám sem honum hugnast.“ Áhyggjur af reglugerð Frá mennta- og menningarmála- ráðuneyti bárust þau svör að náms- framboð fyrir fanga í framhalds- skólanámi færi að mestu leyti eftir framboði náms í þeim skóla sem sér um kennslu í viðkomandi fangelsi. Þannig er framboðið á Litla-Hrauni og Sogni á forræði Fjölbrautaskóla Suðurlands, í fangelsinu í Kópavogi hjá Menntaskólanum í Kópavogi, á Kvíabryggju er það Fjölbrautaskóli Snæfellinga og í fangelsinu á Akur- eyri hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Fangar hafa lýst yfir áhyggj- um vegna reglugerða er varða for- gangsröðun í nám í framhalds- skólum landsins. Frá ráðuneytinu bárust þau svör að reglugerðin hefði ekki enn verið notuð við inn- ritun nýrra fanga í nám og næði ekki til nemenda í starfs- og verk- námi. „Lög um fullnustu refsinga taka til allra fanga í fangelsum á Íslandi og lög um framhaldsskóla taka til allra nemenda í framhalds- skólum á Íslandi. Ekki er því hægt að fjalla um fanga í námi frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands sérstaklega. Reglugerð um innritun í framhalds- skóla byggir á lögum um framhalds- skóla. Í fyrsta forgangi skv. reglu- gerðinni eru nemendur sem þegar eru í námi í viðkomandi skóla og nemendur yngri en 18 ára en skólar taka engu að síður inn nýja nemend- ur neðar í forgangsröðinni, þ.m.t. þá sem eru 25 ára og eldri. Reglugerðin hefur ekki verið notuð við innritun nýrra fanga í nám og nær ekki til nemenda í starfs- og verknámi.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Undirbúningur að námi ekki hafinn Fangelsið á Hólmsheiði er langt komið í byggingu en undirbúningur vegna náms fanga í fangelsinu er ekki enn hafinn. For- stöðumaður á Litla-Hrauni gagnrýnir seinaganginn en fangelsismálastjóri segir að námið verði tryggt og staða fanga batni. FANGELSIÐ ORÐIÐ FOKHELT Páll Winkel segir tryggt að hugað verði að námi fanga þótt undirbúningur sé ekki enn hafinn. STARFIÐ SKIPTIR MESTU MÁLI Mar- grét Frímannsdóttir gagnrýnir að ekki sé enn hafinn undirbúningur að námi fanga í nýju fangelsi á Hólmsheiði. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR FR ÉT TA BL AÐ IÐ /G VA Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is ASKÝRING | 12 1 2 3 4MENNTAMÁL FANGA Starfið í fangelsinu er mikilvægara en byggingin sjálf […] Ég gagnrýni að það sé ekki farið að huga að námi á Hólmsheiði. Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni. Það er þrennt sem skiptir miklu máli, að það sé fullnægjandi með- ferðarstarf og fullnægj- andi námsframboð og þá skiptir máli hvað tekur við þegar afplánun lýkur. Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.